BREYTA

Kröfuspjaldasmiðja Friðarhúsi mánudagskvöld kl. 8

raudurfani Samtök herstöðvaandstæðinga, nú hernaðarandstæðinga (SHA), hafa löngum verið áberandi með boðskap sinn fyrir friði og gegn heimsvaldastefnu á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Það hefur farið í taugarnar ýsmum, en við látum okkur það í léttu rúmi liggja enda er augljóst að hernaður og heimsvaldastefna koma fyrst og fremst niður á hinni vinnandi alþýðu og auk þess veit það hver sá sem hefur eitthvað kynnt sér sögu verkalýðshreyfingarinnar á heimsvísu að barátta fyrir friði hefur alltaf verið hluti af baráttu hennar, þó svo hún hafi stundum þurft að taka upp vopn til að verjast. fridarfani2 Þessi barátta er ekki síður brýn nú en fyrr. Þess vegna stefnum við að því að gera hana áberandi 1. maí. Þöggun þessa málefnis nú í aðdraganda kosninganna kallar enn frekar á að við minnum á okkur nú rétt fyrir kosningar. Þess vegna er ætlunin að koma saman í Friðarhúsinu á horni Njálsgötu og Snorrabrautar mánudagskvöldið 30. apríl kl. 8 og útbúa kröfuspjöld til að bera í kröfugönginni í Reykjavík 1. maí. Félagar í SHA og aðrir áhugasamir eru hvattir til að koma og leggja hönd á plóginn. Málning verður á staðnum en ekki væri verra ef menn gripu með sér pensil. Svo minnum við á hið hefðbundna morgunkaffi SHA 1. maí. Það verður að sjálfsögðu í Friðarhúsinu, húsið verður opnað kl. 10:30, samkoman hefst formlega kl. 11 en húsið verður auðvitað opið og kaffi á könnunni framundir það að fylkt verður liði undir rauðum fánum og kröfum um bætt kjör og frið í heimi.

Færslur

SHA_forsida_top

Bandarísk eldflaugastöð í Póllandi

Bandarísk eldflaugastöð í Póllandi

Í dag, fimmtudaginn 14. ágúst, náðist samkomulag milli Bandaríkjanna og Póllands um að setja upp …

SHA_forsida_top

Minningar frá Hiroshima

Minningar frá Hiroshima

Helga Nína Heimisdóttir var fundarstjóri á kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn 6. ágúst sl. Hún sendi Friðarvefnum …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Á Akureyri stóð Samstarfshópur um frið (SHA og ÆSKÞ) að kertafleytingu við Minjasafnstjörnina kl. 22.30 …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu

Ávarp á kertafleytingu

Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður flutti ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn miðvikudaginn 6. ágúst. Það fylgir hér …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hiroshima! Aldrei aftur Nagasaki!

Aldrei aftur Hiroshima! Aldrei aftur Nagasaki!

Munið kertafleytingarnar á Reykjavíkurtjörn miðvikudagskvöldið 6. ágúst kl. 22:30 og á Akureyri fimmtudagskvöldið 7. ágúst …

SHA_forsida_top

Munu þeir ráðast á Íran?

Munu þeir ráðast á Íran?

Í dag, 2. ágúst, eru mótmælaaðgerðir víðsvegar um Bandaríkin gegn hugsanlegri innrás í Íran. …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 6. ágúst

Kertafleyting 6. ágúst

Veggspjöld til útprentunar (pdf): Kertafleyting 2008

SHA_forsida_top

Álrisarnir og hergagnaiðnaðurinn - fræðslufundur í Friðarhúsi

Álrisarnir og hergagnaiðnaðurinn - fræðslufundur í Friðarhúsi

Samarendra Das er inverskur rithöfundur, kvikmyndagerðamaður og aktívisti, sem berst gegn menningarlegum þjóðarmorðum í þriðja …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar.

SHA_forsida_top

Fræðslufundur í Friðarhúsi

Fræðslufundur í Friðarhúsi

Ál og hergagnaframleiðsla.

SHA_forsida_top

Friðflytjendur í Sundahöfn

Friðflytjendur í Sundahöfn

Greinin birtist í Morgunblaðinu, miðvikudaginn 16. júlí. Góðir gestir sóttu Reykvíkinga heim hinn þriðja júlí …

SHA_forsida_top

Óttinn er slæmur ráðgjafi - Hugleiðing um sjálfsforræði

Óttinn er slæmur ráðgjafi - Hugleiðing um sjálfsforræði

Greinin birtist áður í Morgunblaðinu, en er hér óstytt. Fyrir fjörutíu árum var svokölluð viðreisnarstjórn …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Samkomulag um gagnflaugastöð undirritað í Prag

Samkomulag um gagnflaugastöð undirritað í Prag

Undirskriftasöfnun gegn gagnflaugastöð í Tékklandi Lauslega þýðing yfirlýsingarinnar sem skrifað er undir: „Ég …

SHA_forsida_top

30. mars 1949

30. mars 1949

Eftirfarandi grein Jóns Böðvarssonar og Þorvarðar Helgasonar birtist í Morgunblaðinu 26. júní 2008. Við leyfum …