BREYTA

Kröfuspjaldasmiðja Friðarhúsi mánudagskvöld kl. 8

raudurfani Samtök herstöðvaandstæðinga, nú hernaðarandstæðinga (SHA), hafa löngum verið áberandi með boðskap sinn fyrir friði og gegn heimsvaldastefnu á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Það hefur farið í taugarnar ýsmum, en við látum okkur það í léttu rúmi liggja enda er augljóst að hernaður og heimsvaldastefna koma fyrst og fremst niður á hinni vinnandi alþýðu og auk þess veit það hver sá sem hefur eitthvað kynnt sér sögu verkalýðshreyfingarinnar á heimsvísu að barátta fyrir friði hefur alltaf verið hluti af baráttu hennar, þó svo hún hafi stundum þurft að taka upp vopn til að verjast. fridarfani2 Þessi barátta er ekki síður brýn nú en fyrr. Þess vegna stefnum við að því að gera hana áberandi 1. maí. Þöggun þessa málefnis nú í aðdraganda kosninganna kallar enn frekar á að við minnum á okkur nú rétt fyrir kosningar. Þess vegna er ætlunin að koma saman í Friðarhúsinu á horni Njálsgötu og Snorrabrautar mánudagskvöldið 30. apríl kl. 8 og útbúa kröfuspjöld til að bera í kröfugönginni í Reykjavík 1. maí. Félagar í SHA og aðrir áhugasamir eru hvattir til að koma og leggja hönd á plóginn. Málning verður á staðnum en ekki væri verra ef menn gripu með sér pensil. Svo minnum við á hið hefðbundna morgunkaffi SHA 1. maí. Það verður að sjálfsögðu í Friðarhúsinu, húsið verður opnað kl. 10:30, samkoman hefst formlega kl. 11 en húsið verður auðvitað opið og kaffi á könnunni framundir það að fylkt verður liði undir rauðum fánum og kröfum um bætt kjör og frið í heimi.

Færslur

SHA_forsida_top

Hvert er verkefni NATO-fundarins í Osló?

Hvert er verkefni NATO-fundarins í Osló?

Eftir Erling Folkvord borgarfulltrúa Rauða kosningabandalagsins í Osló Aths. þýðanda: Eftirfarandi grein birtist …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Vinnufundur í Friðarhúsi

Vinnufundur í Friðarhúsi

Í kvöld verður límt á Dagfara og hann svo sendur/borinn út til félagsmanna í SHA. …

SHA_forsida_top

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld. Að þessu sinni verður matreiðslan í höndum …

SHA_forsida_top

Eru menn gengnir af göflunum?

Eru menn gengnir af göflunum?

Fregnir berast nú af því að íslensk og norsk stjórnvöld muni síðar í vikunni undirrita …

SHA_forsida_top

Áhugaverð sýning í Kvikmyndasafni Íslands

Áhugaverð sýning í Kvikmyndasafni Íslands

Rétt er að vekja athygli hernaðarandstæðinga á myndasýningu á vegum Kvikmyndasafns þriðjudaginn 24. apríl kl. …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aðalfundi Friðarhúss lokið

Aðalfundi Friðarhúss lokið

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. var haldinn í dag, laugardag. 210 einstaklingar eiga nú hlut í …

SHA_forsida_top

Friðarhús um helgina: aðalfundur og fyrirlestur

Friðarhús um helgina: aðalfundur og fyrirlestur

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn laugardaginn 21. apríl n.k. kl. 14 í Friðarhúsi. Á …

SHA_forsida_top

Öld ófriðar: Bretland, Bandaríkin og hin nýja heimskipan

Öld ófriðar: Bretland, Bandaríkin og hin nýja heimskipan

Fyrirlestur um alþjóðamál í ReykjavíkurAkademíunni og Friðarhúsinu Þýski hagfræðingurinn og rithöfundurinn F. William Engdahl, …

SHA_forsida_top

Björgum ekki hernaðarhyggjunni

Björgum ekki hernaðarhyggjunni

Eftirfarandi grein Soffíu Sigurðardóttur birtist í Fréttablaðinu fimmtudaginn 12. apríl. Jón Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA í Friðarhýsi

SHA_forsida_top

Á fjölunum

Á fjölunum

Friðarvefurinn hefur verið beðinn um að vekja athygli á áhugaverðri leiksýningu í Þjóðleikhúsinu sem átt …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss ehf

Stjórnarfundur Friðarhúss ehf

Stjórn Friðarhúss SHA ehf. fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Bókabúð Slagsíðunnar

Bókabúð Slagsíðunnar

Friðarvefurinn vill vekja athygli lesenda sinna á bókabúð Slagsíðunnar, sem var opnuð nýlega. Í Bókabúð …