BREYTA

Kröfuspjaldasmiðja Friðarhúsi mánudagskvöld kl. 8

raudurfani Samtök herstöðvaandstæðinga, nú hernaðarandstæðinga (SHA), hafa löngum verið áberandi með boðskap sinn fyrir friði og gegn heimsvaldastefnu á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Það hefur farið í taugarnar ýsmum, en við látum okkur það í léttu rúmi liggja enda er augljóst að hernaður og heimsvaldastefna koma fyrst og fremst niður á hinni vinnandi alþýðu og auk þess veit það hver sá sem hefur eitthvað kynnt sér sögu verkalýðshreyfingarinnar á heimsvísu að barátta fyrir friði hefur alltaf verið hluti af baráttu hennar, þó svo hún hafi stundum þurft að taka upp vopn til að verjast. fridarfani2 Þessi barátta er ekki síður brýn nú en fyrr. Þess vegna stefnum við að því að gera hana áberandi 1. maí. Þöggun þessa málefnis nú í aðdraganda kosninganna kallar enn frekar á að við minnum á okkur nú rétt fyrir kosningar. Þess vegna er ætlunin að koma saman í Friðarhúsinu á horni Njálsgötu og Snorrabrautar mánudagskvöldið 30. apríl kl. 8 og útbúa kröfuspjöld til að bera í kröfugönginni í Reykjavík 1. maí. Félagar í SHA og aðrir áhugasamir eru hvattir til að koma og leggja hönd á plóginn. Málning verður á staðnum en ekki væri verra ef menn gripu með sér pensil. Svo minnum við á hið hefðbundna morgunkaffi SHA 1. maí. Það verður að sjálfsögðu í Friðarhúsinu, húsið verður opnað kl. 10:30, samkoman hefst formlega kl. 11 en húsið verður auðvitað opið og kaffi á könnunni framundir það að fylkt verður liði undir rauðum fánum og kröfum um bætt kjör og frið í heimi.

Færslur

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Fjórðungsúrslit

SHA_forsida_top

Hver er George Bush eldri?

Hver er George Bush eldri?

Fram hefur komið í fréttum að George Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, sé væntanlegur hingað til Íslands …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna rússneskra flotaæfinga

Ályktun frá SHA vegna rússneskra flotaæfinga

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga gagnrýnir harðlega boðaðar æfingar rússneskra herskipa í grennd við Ísland sem sagt …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit England : Ekvador Portúgal : Holland

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Ítalía : Ástralía Úkraína : Sviss

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Brasilía : Ghana Spánn : Frakkland

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Þýskaland : Svíþjóð Argentína : Mexíkó

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Úrslitaleikur

SHA_forsida_top

Leikar æsast á HM

Leikar æsast á HM

Nú hefur verið sett upp stærra og betra sýningartjald í Friðarhúsi og eru því aðstæður …

SHA_forsida_top

Afsalsgleði SHA

Afsalsgleði SHA

SHA fagnar því að gengið hafi verið frá afsali vegna kaupa á Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Samkvæmt nýrri skoðankönnun Gallup er meirihluti þjóðarinnar hlynntur uppsögn herstöðvasamningsins. Skv. könnuninni eru 53,9 mjög …

SHA_forsida_top

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Írak Í Speglinum, fréttaskýringaþætti Ríkisútvarpsins, í dag 15. ágúst, var viðtal við Halldór Ásgrímsson. …

SHA_forsida_top

Stóráfanga fagnað

Stóráfanga fagnað

Langþráður draumur herstöðvaandstæðinga rætist í þessari viku, þegar endanlega verður gengið frá kaupum á Friðarhúsinu. …

SHA_forsida_top

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Bréf til Fréttastofu RÚV Í frétt, sem birtist á vefsíðu RÚV í dag (13. júní …