BREYTA

Kveðja frá Hiroshima

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur kveðju frá starfsbræðrum sínum í Hiroshima og Nagasaki til íslenskra friðarsinna. Hér er kveðjan frá borgarstjóra Hiroshima: Það er mikill heiður að fá að senda hamingjuóskir vegna kertafleytingarinnar við Tjörnina í Reykjavík. 6. ágúst, 1945, breytti kjarnorkusprengja Hiroshima í ösku og þurrkaði út tugþúsundir dýrmætra lífa. Sársaukinn sem íbúar Hiroshimo urðu fyrir er einfaldlega ólýsanlegur – ástkær heimabær þeirra var þurrkaður út, fjölskylda og vinir týnd að eilífu. Mörg fórnarlambanna (hibakushu) eru að eldast og mörg þeirra þjást enn af völdum geislavirkni. Ég er staðráðinn í því að koma lífsreynslu þeirra og þrá eftir friði til kynslóða framtíðarinnar. Von mín er sú að þessi sterka þrá breiðist út um allan heim. Ég er sannfærður um að skilaboð hibakushu muni á endanum leiða til þess að heitasta ósk þeirra rætist, sem er eyðing allra kjarnorkuvopna. Til að ná þessu takmarki hefur Hiroshima borg, ásamt rúmlega 4.800 borgum sem eru aðilar að samtökunum Borgarstjórar fylgjandi friði (Mayors for Peace), ýtt af stað 2020 Vision herferðinni sem berst fyrir eyðingu allra kjarnorkuvopna fyrir 2020. Eftir sprenginguna var talið að ekkert myndi þrífast í Hiroshima í 75 ár. Árið 2020 verða liðin 75 ár frá því sprengjan féll. Ég kanna nú möguleikana á því að bjóða heim ráðstefnu um kjarnorkuvá árið 2015 þar sem farið verður yfir þá ógn sem stafar af kjarnavopnum. Á þessari ráðstefnu myndu þjóðarleiðtogar og sendiherrar frá öllum þjóðríkjum heims, þar á meðal frá þeim ríkjum sem ráða yfir kjarnorkuvopnum, koma saman í Hiroshima. Ég vil að þjóðarleiðtogar og milljónir manna frá öllum heiminum komi til Hiroshima og skynji sorglega minningu um atómsprenginguna sem þar er enn ljóslifandi. Ég vil að allir skilji þá hræðilegu afleiðingu sem beiting kjarnavopna hefur á fólk og um leið vil ég uppfylla óskir fórnarlamba sprengjunnar. Ég vil biðja ykkur um að gera ósk Hiroshima að ykkar eigin. Vinsamlega styðjið Borgarstjóra fylgjandi friði og 2020 Vision herferðina og vinnið með okkur að varanlegum heimsfriði fyrir allt mannkynið. Að lokum óska ég þess að kertafleytingin við Tjörnina í Reykjavík takist vel. Matsui Kazumi Borgarstjóri í Hiroshima & forseti Mayors for Peace

Færslur

SHA_forsida_top

Pöbb kviss Nató-andstæðingsins, 30. mars

Pöbb kviss Nató-andstæðingsins, 30. mars

Miðvikudagskvöldið 30. mars n.k. minnast hernaðarandstæðingar þess að Ísland gekk í Nató á þeim degi …

SHA_forsida_top

Enginn er eyland - ráðstefna á Akureyri

Enginn er eyland - ráðstefna á Akureyri

Samtök hernaðarandstæðinga áttu fulltrúa á ráðstefnu Háskólans á Akureyri og utanríkisráðuneytisins um alþjóðamál um liðna …

SHA_forsida_top

Málsverður & Bjartmar á föstudaginn langa

Málsverður & Bjartmar á föstudaginn langa

Samtök hernaðarandstæðinga láta ekki deigan síga þótt föstudaginn langa beri upp á síðasta föstudag mánaðarins. …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA

Landsfundur SHA

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga fór fram í dag. Fundurinn var afar líflegur og samþykkti fundurinn m.a. …

SHA_forsida_top

Aðalfundir á döfinni

Aðalfundir á döfinni

Aðalfundaglaðir friðarsinnar geta glaðst því tveir slíkir fundir eru framundan. Sunnudaginn 6. mars kl. 14 …

SHA_forsida_top

Herferðin gegn Líbíu – nýju aðferðirnar prófaðar

Herferðin gegn Líbíu – nýju aðferðirnar prófaðar

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um stríðið í Líbíu. …

SHA_forsida_top

Veitum friðarsinnum hæli - ályktun miðnefndar

Veitum friðarsinnum hæli - ályktun miðnefndar

Vegna fregna af mögulegri brottvísun hælisleitenda sem flúið hafa land sitt eftir að hafa neitað …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður föstudaginn 26. febrúar. Kokkar eru Lára Jóna, Þorvaldur og Alvin - sem …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður janúarmánaðar

Fjáröflunarmálsverður janúarmánaðar

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins 2016 verður í Friðarhúsi föstudagskvöldið 29. janúar n.k. Kokkarnir kvöldsins verða sómaparið …

SHA_forsida_top

Fyrsta stríðið?

Fyrsta stríðið?

Fornleifafræðingar í Kenýa hafa fundið á 10 þúsund ára gröf með líkum manna sem bera …

SHA_forsida_top

Rússum refsað. Hæfur dómari? Réttmæt refsing?

Rússum refsað. Hæfur dómari? Réttmæt refsing?

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um „stríðið gegn hryðjuverkum“. …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA tekur Illuga opnum örmum

Miðnefnd SHA tekur Illuga opnum örmum

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi miðnefndar Samtaka hernaðarandstæðinga í kvöld. Samtök hernaðarandstæðinga fagna …

SHA_forsida_top

Vestrið og gerfistríðið við ISIS

Vestrið og gerfistríðið við ISIS

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um „stríðið gegn hryðjuverkum“. …

SHA_forsida_top

Friðargönguræða - Ísafirði

Friðargönguræða - Ísafirði

Ég tel mig vita að það sé hefð fyrir því í friðargöngu að rifja upp …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981. Gengið …