BREYTA

Kveðja frá Hiroshima

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur kveðju frá starfsbræðrum sínum í Hiroshima og Nagasaki til íslenskra friðarsinna. Hér er kveðjan frá borgarstjóra Hiroshima: Það er mikill heiður að fá að senda hamingjuóskir vegna kertafleytingarinnar við Tjörnina í Reykjavík. 6. ágúst, 1945, breytti kjarnorkusprengja Hiroshima í ösku og þurrkaði út tugþúsundir dýrmætra lífa. Sársaukinn sem íbúar Hiroshimo urðu fyrir er einfaldlega ólýsanlegur – ástkær heimabær þeirra var þurrkaður út, fjölskylda og vinir týnd að eilífu. Mörg fórnarlambanna (hibakushu) eru að eldast og mörg þeirra þjást enn af völdum geislavirkni. Ég er staðráðinn í því að koma lífsreynslu þeirra og þrá eftir friði til kynslóða framtíðarinnar. Von mín er sú að þessi sterka þrá breiðist út um allan heim. Ég er sannfærður um að skilaboð hibakushu muni á endanum leiða til þess að heitasta ósk þeirra rætist, sem er eyðing allra kjarnorkuvopna. Til að ná þessu takmarki hefur Hiroshima borg, ásamt rúmlega 4.800 borgum sem eru aðilar að samtökunum Borgarstjórar fylgjandi friði (Mayors for Peace), ýtt af stað 2020 Vision herferðinni sem berst fyrir eyðingu allra kjarnorkuvopna fyrir 2020. Eftir sprenginguna var talið að ekkert myndi þrífast í Hiroshima í 75 ár. Árið 2020 verða liðin 75 ár frá því sprengjan féll. Ég kanna nú möguleikana á því að bjóða heim ráðstefnu um kjarnorkuvá árið 2015 þar sem farið verður yfir þá ógn sem stafar af kjarnavopnum. Á þessari ráðstefnu myndu þjóðarleiðtogar og sendiherrar frá öllum þjóðríkjum heims, þar á meðal frá þeim ríkjum sem ráða yfir kjarnorkuvopnum, koma saman í Hiroshima. Ég vil að þjóðarleiðtogar og milljónir manna frá öllum heiminum komi til Hiroshima og skynji sorglega minningu um atómsprenginguna sem þar er enn ljóslifandi. Ég vil að allir skilji þá hræðilegu afleiðingu sem beiting kjarnavopna hefur á fólk og um leið vil ég uppfylla óskir fórnarlamba sprengjunnar. Ég vil biðja ykkur um að gera ósk Hiroshima að ykkar eigin. Vinsamlega styðjið Borgarstjóra fylgjandi friði og 2020 Vision herferðina og vinnið með okkur að varanlegum heimsfriði fyrir allt mannkynið. Að lokum óska ég þess að kertafleytingin við Tjörnina í Reykjavík takist vel. Matsui Kazumi Borgarstjóri í Hiroshima & forseti Mayors for Peace

Færslur

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA & uppstillingarnefnd

Landsfundur SHA & uppstillingarnefnd

Landsfundur SHA verður haldinn sunnudaginn 2. desember nk. í Friðarhúsi. Skipuð hefur verið uppstillingarnefnd sem …

SHA_forsida_top

Meistaramánuður Nató - ályktun frá SHA

Meistaramánuður Nató - ályktun frá SHA

Eftirfarandi er ályktun frá Samtökum hernaðarandstæðinga og áskorun til utanríkisráðherra Íslands: Í rúm ellefu …

SHA_forsida_top

Til hamingju Sandgerði og Vogar!

Til hamingju Sandgerði og Vogar!

Langt er um liðið frá því að Samtök hernaðarandstæðinga urðu við ákalli erlendra friðarhreyfinga og …

SHA_forsida_top

Carl Sagan

Carl Sagan

SHA_forsida_top

Nýju stríðin og heilaþvottavélin mikla

Nýju stríðin og heilaþvottavélin mikla

eftir Þórarin Hjartarson Nýju stríðin og heilaþvottavélin mikla Voðaleg slagsíða er í fréttaflutningi íslenskra …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 26. október. Gestakokkur verður að þessu sinni hagfræðingurinn …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA

Ályktun frá SHA

Um liðna helgi drápu sveitir NATO þrjú börn í loftárás í Helmand-héraði í Afganistan. Dráp …

SHA_forsida_top

Friðarmerki á Klambratúni

Friðarmerki á Klambratúni

2. október er alþjóðlegur baráttudagur fyrir tilveru án obeldis. Að því tilefni hafa ýmis grasrótar- …

SHA_forsida_top

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Hinir sívinsælu málsverðir Friðarhúss hefjast að nýju föstudaginn 28. september. Haustgrænmetið verður í fyrirrúmi á …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna þotudrauma

Ályktun vegna þotudrauma

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga vekur athygli á nýlegum fréttum af hollenska fyrirtækinu ECA Programs, sem virðast …

SHA_forsida_top

Merkiskona fellur frá

Merkiskona fellur frá

Systir Anne Montgomery, einhver kunnasta baráttukona bandarískrar friðarhreyfingar, lést á dögunum. Hún tók virkan þátt …

SHA_forsida_top

Heræfingar nyrðra

Heræfingar nyrðra

Upp á síðkastið hefur portúgölsk flugsveit verið við heræfingar hér á landi. Meðal annars hafa …

SHA_forsida_top

Sýrland og vestræn hernaðarstefna

Sýrland og vestræn hernaðarstefna

Þórarinn Hjartarson flutti ræðu á kertafleytingu á Akureyri þann 9. ágúst sl. Á fimmta tug …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp Samstarfshóps friðarhreyfinga við kertafleytingu á Tjörninni í Reykjavík 9.ágúst 2012. Kertafleyting friðarsinna á …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hiroshima og Nagasaki

Aldrei aftur Hiroshima og Nagasaki

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn ÁG/HS Hin árlega kertafleyting til minningar fórnarlamba kjarnorkusprengjanna í Hiroshima og Nagasaki …