BREYTA

Kveðja frá Hiroshima

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur kveðju frá starfsbræðrum sínum í Hiroshima og Nagasaki til íslenskra friðarsinna. Hér er kveðjan frá borgarstjóra Hiroshima: Það er mikill heiður að fá að senda hamingjuóskir vegna kertafleytingarinnar við Tjörnina í Reykjavík. 6. ágúst, 1945, breytti kjarnorkusprengja Hiroshima í ösku og þurrkaði út tugþúsundir dýrmætra lífa. Sársaukinn sem íbúar Hiroshimo urðu fyrir er einfaldlega ólýsanlegur – ástkær heimabær þeirra var þurrkaður út, fjölskylda og vinir týnd að eilífu. Mörg fórnarlambanna (hibakushu) eru að eldast og mörg þeirra þjást enn af völdum geislavirkni. Ég er staðráðinn í því að koma lífsreynslu þeirra og þrá eftir friði til kynslóða framtíðarinnar. Von mín er sú að þessi sterka þrá breiðist út um allan heim. Ég er sannfærður um að skilaboð hibakushu muni á endanum leiða til þess að heitasta ósk þeirra rætist, sem er eyðing allra kjarnorkuvopna. Til að ná þessu takmarki hefur Hiroshima borg, ásamt rúmlega 4.800 borgum sem eru aðilar að samtökunum Borgarstjórar fylgjandi friði (Mayors for Peace), ýtt af stað 2020 Vision herferðinni sem berst fyrir eyðingu allra kjarnorkuvopna fyrir 2020. Eftir sprenginguna var talið að ekkert myndi þrífast í Hiroshima í 75 ár. Árið 2020 verða liðin 75 ár frá því sprengjan féll. Ég kanna nú möguleikana á því að bjóða heim ráðstefnu um kjarnorkuvá árið 2015 þar sem farið verður yfir þá ógn sem stafar af kjarnavopnum. Á þessari ráðstefnu myndu þjóðarleiðtogar og sendiherrar frá öllum þjóðríkjum heims, þar á meðal frá þeim ríkjum sem ráða yfir kjarnorkuvopnum, koma saman í Hiroshima. Ég vil að þjóðarleiðtogar og milljónir manna frá öllum heiminum komi til Hiroshima og skynji sorglega minningu um atómsprenginguna sem þar er enn ljóslifandi. Ég vil að allir skilji þá hræðilegu afleiðingu sem beiting kjarnavopna hefur á fólk og um leið vil ég uppfylla óskir fórnarlamba sprengjunnar. Ég vil biðja ykkur um að gera ósk Hiroshima að ykkar eigin. Vinsamlega styðjið Borgarstjóra fylgjandi friði og 2020 Vision herferðina og vinnið með okkur að varanlegum heimsfriði fyrir allt mannkynið. Að lokum óska ég þess að kertafleytingin við Tjörnina í Reykjavík takist vel. Matsui Kazumi Borgarstjóri í Hiroshima & forseti Mayors for Peace

Færslur

SHA_forsida_top

Feministafélag fundar í Friðarhúsi

Feministafélag fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

MFÍK í Friðarhúsi

MFÍK í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Gamalt baráttumál nær fram að ganga

Gamalt baráttumál nær fram að ganga

Þær ánægjulegu fregnir bárust í dag að borgarstjórn Reykjavíkur hefði samþykkt að gerast aðili að …

SHA_forsida_top

Áhugaverður fyrirlestur & kvikmyndasýning

Áhugaverður fyrirlestur & kvikmyndasýning

How long does 'Post-War' last for Women? Some Feminist Clues Næstkomandi fimmtudag, 14. október, …

SHA_forsida_top

Friðarmerki á Klambratúni

Friðarmerki á Klambratúni

Laugardaginn 2. október n.k. munu ýmis félagasamtök og friðarhreyfingar efna samkomu á Klambratúni, þar sem …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður, föstudag

Fjáröflunarmálsverður, föstudag

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu haustmisseri verður haldinn föstudagskvöldið 24. september. Matseðillinn verður á …

SHA_forsida_top

Opinn félagsfundur MFÍK á alþjóðlegum degi friðar 21. sept.

Opinn félagsfundur MFÍK á alþjóðlegum degi friðar 21. sept.

Sameinuðu þjóðirnar hafa tilnefnt 21. september sem alþjóðlegan dag friðar og er fólk víðsvegar um …

SHA_forsida_top

Myndasýning Íslands-Palestínu

Myndasýning Íslands-Palestínu

Ísland-Palestína stendur fyrir myndasýningu í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ályktun vegna ECA-umræðu

Ályktun vegna ECA-umræðu

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með að enn á ný sé hafin umræða um að …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Vel heppnuð kertafleyting á Akureyri

Vel heppnuð kertafleyting á Akureyri

Um 150 manns sóttu kertafleytingu til minningar fórnarlamba kjarnavopnaárásanna á Hiroshimo og Nagasaki. Þátttakan fór …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn, 9. ágúst

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn, 9. ágúst

Samstarfshópur friðarhreyfinga stendur að venju fyrir kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn mánudagaskvöldið 9. ágúst kl. 22:30 í …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (ALE)

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (ALE)

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Ályktun vegna uppljóstrana Wikileaks

Ályktun vegna uppljóstrana Wikileaks

Samtök hernaðarandstæðinga fagna því að hernaður Nató-ríkja í Afganistan hafi verið afhúpaður með þeim hætti …

SHA_forsida_top

Er Evrópusambandið ekki friðarbandalag?

Er Evrópusambandið ekki friðarbandalag?

Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði við Háskóla Íslands og áhugamaður um friðar- og alþjóðamál …