BREYTA

Kveðja frá Nagasaki

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur kveðju frá starfsbræðrum sínum í Hiroshima og Nagasaki til íslenskra friðarsinna. Hér er kveðjan frá borgarstjóra Nagasaki: Í tilefni af árlegri kertafleytingu við Tjörnina í Reykjavík langar mig til að mæla nokkur friðarorð fyrir hönd fólksins í Nagasaki. Fyrst af öllu vil ég þakka íbúum Reykjavíkur innilega fyrir friðarathafnir og stuðning gegnum árin. Kl. 11.02 þann 9. ágúst árið 1945 var Nagasaki eyðilögð með einni kjarnorkusprengju. 74 þúsund manns dóu samstundis í sprengingunni, 75 þúsund manns særðust og Nagasaki var lögð í rúst. Þeir sem sluppu lifandi fengu hræðileg líkamleg og sálræn sár sem geislunin í kjölfar sprengingarinnar olli. Margir þjást enn í dag, 66 árum síðar. Margt fólk fórst í jarðskjálftanum mikla og flóðbylgjunni sem fylgdi honum í Austur-Japan. Vegna skemmdanna sem urðu á kjarnorkuverinu í Fukushima Nr. 1 hafa flestir íbúar svæðisins neyðst til að flýja heimili sín vegna geislavirkni. Hjarta mitt engist vegna þeirra dýrmætu lífa sem glötuðust og áframhaldandi ógnar frá geislavirkni. Ég vona að Kertafleytingin verði til þess að Íslendingar dýpki skilning sinn á þeirri ómanneskjulegu ógn sem stafar af kjarnorkuvopnum og hjálpi til við að byggja heim án kjarnorkuvopna. Heim eilífs friðar. Að lokum langar mig að skila mínum bestu óskum um að þessi samkoma takist sem best og að fólkið sem safnast hefur saman hér í dag muni njóta góðrar heilsu og hamingju. Tomihisa Taue Borgarstjórinn í Nagasaki

Færslur

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA & uppstillingarnefnd

Landsfundur SHA & uppstillingarnefnd

Landsfundur SHA verður haldinn sunnudaginn 2. desember nk. í Friðarhúsi. Skipuð hefur verið uppstillingarnefnd sem …

SHA_forsida_top

Meistaramánuður Nató - ályktun frá SHA

Meistaramánuður Nató - ályktun frá SHA

Eftirfarandi er ályktun frá Samtökum hernaðarandstæðinga og áskorun til utanríkisráðherra Íslands: Í rúm ellefu …

SHA_forsida_top

Til hamingju Sandgerði og Vogar!

Til hamingju Sandgerði og Vogar!

Langt er um liðið frá því að Samtök hernaðarandstæðinga urðu við ákalli erlendra friðarhreyfinga og …

SHA_forsida_top

Carl Sagan

Carl Sagan

SHA_forsida_top

Nýju stríðin og heilaþvottavélin mikla

Nýju stríðin og heilaþvottavélin mikla

eftir Þórarin Hjartarson Nýju stríðin og heilaþvottavélin mikla Voðaleg slagsíða er í fréttaflutningi íslenskra …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 26. október. Gestakokkur verður að þessu sinni hagfræðingurinn …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA

Ályktun frá SHA

Um liðna helgi drápu sveitir NATO þrjú börn í loftárás í Helmand-héraði í Afganistan. Dráp …

SHA_forsida_top

Friðarmerki á Klambratúni

Friðarmerki á Klambratúni

2. október er alþjóðlegur baráttudagur fyrir tilveru án obeldis. Að því tilefni hafa ýmis grasrótar- …

SHA_forsida_top

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Hinir sívinsælu málsverðir Friðarhúss hefjast að nýju föstudaginn 28. september. Haustgrænmetið verður í fyrirrúmi á …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna þotudrauma

Ályktun vegna þotudrauma

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga vekur athygli á nýlegum fréttum af hollenska fyrirtækinu ECA Programs, sem virðast …

SHA_forsida_top

Merkiskona fellur frá

Merkiskona fellur frá

Systir Anne Montgomery, einhver kunnasta baráttukona bandarískrar friðarhreyfingar, lést á dögunum. Hún tók virkan þátt …

SHA_forsida_top

Heræfingar nyrðra

Heræfingar nyrðra

Upp á síðkastið hefur portúgölsk flugsveit verið við heræfingar hér á landi. Meðal annars hafa …

SHA_forsida_top

Sýrland og vestræn hernaðarstefna

Sýrland og vestræn hernaðarstefna

Þórarinn Hjartarson flutti ræðu á kertafleytingu á Akureyri þann 9. ágúst sl. Á fimmta tug …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp Samstarfshóps friðarhreyfinga við kertafleytingu á Tjörninni í Reykjavík 9.ágúst 2012. Kertafleyting friðarsinna á …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hiroshima og Nagasaki

Aldrei aftur Hiroshima og Nagasaki

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn ÁG/HS Hin árlega kertafleyting til minningar fórnarlamba kjarnorkusprengjanna í Hiroshima og Nagasaki …