BREYTA

Kveðja frá Nagasaki

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur kveðju frá starfsbræðrum sínum í Hiroshima og Nagasaki til íslenskra friðarsinna. Hér er kveðjan frá borgarstjóra Nagasaki: Í tilefni af árlegri kertafleytingu við Tjörnina í Reykjavík langar mig til að mæla nokkur friðarorð fyrir hönd fólksins í Nagasaki. Fyrst af öllu vil ég þakka íbúum Reykjavíkur innilega fyrir friðarathafnir og stuðning gegnum árin. Kl. 11.02 þann 9. ágúst árið 1945 var Nagasaki eyðilögð með einni kjarnorkusprengju. 74 þúsund manns dóu samstundis í sprengingunni, 75 þúsund manns særðust og Nagasaki var lögð í rúst. Þeir sem sluppu lifandi fengu hræðileg líkamleg og sálræn sár sem geislunin í kjölfar sprengingarinnar olli. Margir þjást enn í dag, 66 árum síðar. Margt fólk fórst í jarðskjálftanum mikla og flóðbylgjunni sem fylgdi honum í Austur-Japan. Vegna skemmdanna sem urðu á kjarnorkuverinu í Fukushima Nr. 1 hafa flestir íbúar svæðisins neyðst til að flýja heimili sín vegna geislavirkni. Hjarta mitt engist vegna þeirra dýrmætu lífa sem glötuðust og áframhaldandi ógnar frá geislavirkni. Ég vona að Kertafleytingin verði til þess að Íslendingar dýpki skilning sinn á þeirri ómanneskjulegu ógn sem stafar af kjarnorkuvopnum og hjálpi til við að byggja heim án kjarnorkuvopna. Heim eilífs friðar. Að lokum langar mig að skila mínum bestu óskum um að þessi samkoma takist sem best og að fólkið sem safnast hefur saman hér í dag muni njóta góðrar heilsu og hamingju. Tomihisa Taue Borgarstjórinn í Nagasaki

Færslur

SHA_forsida_top

Hvert er verkefni NATO-fundarins í Osló?

Hvert er verkefni NATO-fundarins í Osló?

Eftir Erling Folkvord borgarfulltrúa Rauða kosningabandalagsins í Osló Aths. þýðanda: Eftirfarandi grein birtist …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Vinnufundur í Friðarhúsi

Vinnufundur í Friðarhúsi

Í kvöld verður límt á Dagfara og hann svo sendur/borinn út til félagsmanna í SHA. …

SHA_forsida_top

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld. Að þessu sinni verður matreiðslan í höndum …

SHA_forsida_top

Eru menn gengnir af göflunum?

Eru menn gengnir af göflunum?

Fregnir berast nú af því að íslensk og norsk stjórnvöld muni síðar í vikunni undirrita …

SHA_forsida_top

Áhugaverð sýning í Kvikmyndasafni Íslands

Áhugaverð sýning í Kvikmyndasafni Íslands

Rétt er að vekja athygli hernaðarandstæðinga á myndasýningu á vegum Kvikmyndasafns þriðjudaginn 24. apríl kl. …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aðalfundi Friðarhúss lokið

Aðalfundi Friðarhúss lokið

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. var haldinn í dag, laugardag. 210 einstaklingar eiga nú hlut í …

SHA_forsida_top

Friðarhús um helgina: aðalfundur og fyrirlestur

Friðarhús um helgina: aðalfundur og fyrirlestur

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn laugardaginn 21. apríl n.k. kl. 14 í Friðarhúsi. Á …

SHA_forsida_top

Öld ófriðar: Bretland, Bandaríkin og hin nýja heimskipan

Öld ófriðar: Bretland, Bandaríkin og hin nýja heimskipan

Fyrirlestur um alþjóðamál í ReykjavíkurAkademíunni og Friðarhúsinu Þýski hagfræðingurinn og rithöfundurinn F. William Engdahl, …

SHA_forsida_top

Björgum ekki hernaðarhyggjunni

Björgum ekki hernaðarhyggjunni

Eftirfarandi grein Soffíu Sigurðardóttur birtist í Fréttablaðinu fimmtudaginn 12. apríl. Jón Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA í Friðarhýsi

SHA_forsida_top

Á fjölunum

Á fjölunum

Friðarvefurinn hefur verið beðinn um að vekja athygli á áhugaverðri leiksýningu í Þjóðleikhúsinu sem átt …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss ehf

Stjórnarfundur Friðarhúss ehf

Stjórn Friðarhúss SHA ehf. fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Bókabúð Slagsíðunnar

Bókabúð Slagsíðunnar

Friðarvefurinn vill vekja athygli lesenda sinna á bókabúð Slagsíðunnar, sem var opnuð nýlega. Í Bókabúð …