BREYTA

Kveðja frá Nagasaki

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur kveðju frá starfsbræðrum sínum í Hiroshima og Nagasaki til íslenskra friðarsinna. Hér er kveðjan frá borgarstjóra Nagasaki: Í tilefni af árlegri kertafleytingu við Tjörnina í Reykjavík langar mig til að mæla nokkur friðarorð fyrir hönd fólksins í Nagasaki. Fyrst af öllu vil ég þakka íbúum Reykjavíkur innilega fyrir friðarathafnir og stuðning gegnum árin. Kl. 11.02 þann 9. ágúst árið 1945 var Nagasaki eyðilögð með einni kjarnorkusprengju. 74 þúsund manns dóu samstundis í sprengingunni, 75 þúsund manns særðust og Nagasaki var lögð í rúst. Þeir sem sluppu lifandi fengu hræðileg líkamleg og sálræn sár sem geislunin í kjölfar sprengingarinnar olli. Margir þjást enn í dag, 66 árum síðar. Margt fólk fórst í jarðskjálftanum mikla og flóðbylgjunni sem fylgdi honum í Austur-Japan. Vegna skemmdanna sem urðu á kjarnorkuverinu í Fukushima Nr. 1 hafa flestir íbúar svæðisins neyðst til að flýja heimili sín vegna geislavirkni. Hjarta mitt engist vegna þeirra dýrmætu lífa sem glötuðust og áframhaldandi ógnar frá geislavirkni. Ég vona að Kertafleytingin verði til þess að Íslendingar dýpki skilning sinn á þeirri ómanneskjulegu ógn sem stafar af kjarnorkuvopnum og hjálpi til við að byggja heim án kjarnorkuvopna. Heim eilífs friðar. Að lokum langar mig að skila mínum bestu óskum um að þessi samkoma takist sem best og að fólkið sem safnast hefur saman hér í dag muni njóta góðrar heilsu og hamingju. Tomihisa Taue Borgarstjórinn í Nagasaki

Færslur

SHA_forsida_top

Samkomulag milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál

Samkomulag milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál

Niðurstöðurnar af samningaviðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda má nálgast á vefsíðu stjórnarráðsins. Um er …

SHA_forsida_top

Sagan öll

Sagan öll

Sagnfræðingurinn Vigfús Geirdal rifjar upp ýmsa þætti úr sögu bandarísku hersetunnar og herstöðvarinnar á Miðnesheiði. …

SHA_forsida_top

Dagskrá næstu daga

Dagskrá næstu daga

Það er margt á döfinni hjá Samtökum herstöðvaandstæðinga í Friðarhúsi þessa vikuna. Föstudagskvöldið 29. september …

SHA_forsida_top

STASI-kennd viðbrögð íslenskra stjórnvalda

STASI-kennd viðbrögð íslenskra stjórnvalda

Nýlegar fréttir um símahleranir og aðra njósnastarfsemi um borgarana kemur þeim ekki verulega á óvart …

SHA_forsida_top

Sáttaferli á átakasvæðum heimsins - ráðstefna í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju 22. september

Sáttaferli á átakasvæðum heimsins - ráðstefna í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju 22. september

Frá Hafnarfjarðarkirkju Dr. Rodney Petersen forstöðumaður Guðfræðistofnunarinnar í Boston, Boston theological Institute og dr. Raymond …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í friðarhúsi.

SHA_forsida_top

NATO og Ísrael

NATO og Ísrael

Að undanförnu hafa tengsl milli NATO og Ísraels verið að styrkjast. Nánast engin tengsl voru …

SHA_forsida_top

Herinn að fara - Björgunarskóli á Suðurnesjum?

Herinn að fara - Björgunarskóli á Suðurnesjum?

Í eftirfarandi grein, sem Ólafur Þór Gunnarsson læknir birti á vefsíðu sinni 16. mars 2006, …

SHA_forsida_top

Rannsóknarstöð í jarðvísindum reist á rústum herstöðvar

Rannsóknarstöð í jarðvísindum reist á rústum herstöðvar

Eftirfarandi hugmynd var birt á vefsíðu Ögmundar Jónassonar, ogmundur.is, 8. september síðastliðinn: Hugmynd um …

SHA_forsida_top

Snautleg brottför

Snautleg brottför

Á vefritinu Múrnum 11. september fjallaði Ármann Jakobsson um snautlega brottför bandaríska hersins og tilgangsleysi …

SHA_forsida_top

11. september: ein öld liðin frá því að hreyfing Gandhis varð til

11. september: ein öld liðin frá því að hreyfing Gandhis varð til

Í dag eru fjölmiðlar uppteknir af atburðunum í Bandaríkjunum fyrir 5 árum, sem vonlegt er. …

SHA_forsida_top

Kók framleitt að nýju í Afganistan

Kók framleitt að nýju í Afganistan

Eftirfarandi frétt birtist í Fréttablaðinu og á visir.is í dag, 11. september: Fréttablaðið, 11. …

SHA_forsida_top

NATO: hernámslið í Afganistan

NATO: hernámslið í Afganistan

Fáir virðast sakna bandaríska hersins nú þegar hann er næstum farinn nema fáeinir staðnaðir kaldastríðsmenn …

SHA_forsida_top

Við hvað erum við hrædd?

Við hvað erum við hrædd?

eftir Sigurð Eyberg Jóhannesson Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu 3. september 2006 Þú og …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.