BREYTA

Kveðja frá Nagasaki

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur kveðju frá starfsbræðrum sínum í Hiroshima og Nagasaki til íslenskra friðarsinna. Hér er kveðjan frá borgarstjóra Nagasaki: Í tilefni af árlegri kertafleytingu við Tjörnina í Reykjavík langar mig til að mæla nokkur friðarorð fyrir hönd fólksins í Nagasaki. Fyrst af öllu vil ég þakka íbúum Reykjavíkur innilega fyrir friðarathafnir og stuðning gegnum árin. Kl. 11.02 þann 9. ágúst árið 1945 var Nagasaki eyðilögð með einni kjarnorkusprengju. 74 þúsund manns dóu samstundis í sprengingunni, 75 þúsund manns særðust og Nagasaki var lögð í rúst. Þeir sem sluppu lifandi fengu hræðileg líkamleg og sálræn sár sem geislunin í kjölfar sprengingarinnar olli. Margir þjást enn í dag, 66 árum síðar. Margt fólk fórst í jarðskjálftanum mikla og flóðbylgjunni sem fylgdi honum í Austur-Japan. Vegna skemmdanna sem urðu á kjarnorkuverinu í Fukushima Nr. 1 hafa flestir íbúar svæðisins neyðst til að flýja heimili sín vegna geislavirkni. Hjarta mitt engist vegna þeirra dýrmætu lífa sem glötuðust og áframhaldandi ógnar frá geislavirkni. Ég vona að Kertafleytingin verði til þess að Íslendingar dýpki skilning sinn á þeirri ómanneskjulegu ógn sem stafar af kjarnorkuvopnum og hjálpi til við að byggja heim án kjarnorkuvopna. Heim eilífs friðar. Að lokum langar mig að skila mínum bestu óskum um að þessi samkoma takist sem best og að fólkið sem safnast hefur saman hér í dag muni njóta góðrar heilsu og hamingju. Tomihisa Taue Borgarstjórinn í Nagasaki

Færslur

SHA_forsida_top

35 þúsund manns mótmæla Futenma-herstöðinni á Okinawa

35 þúsund manns mótmæla Futenma-herstöðinni á Okinawa

Nú munu vera um 50 þúsund hermenn í bandarískum herstöðvum í Japan. Flestir þeirra eru …

SHA_forsida_top

Menningardagskrá

Menningardagskrá

Á sunnudaginn kl. 14 er hluthöfum í Friðarhúsi og öðrum velunnurum þess boðið í heimsókn …

SHA_forsida_top

Menningardagskrá sunnudag

Menningardagskrá sunnudag

Á sunnudaginn kl. 14 er hluthöfum í Friðarhúsi og öðrum velunnurum þess boðið í heimsókn …

SHA_forsida_top

8. mars: Þróunaraðstoð – í þágu hverra?

8. mars: Þróunaraðstoð – í þágu hverra?

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Opinn fundur miðvikudaginn 8.mars 2006 kl.17 í …

SHA_forsida_top

30. mars-samkoma SHA

30. mars-samkoma SHA

Samkoma í Friðarhúsi í skugga minningarinnar um NATO-inngönguna 1949.

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu á Ingólfstorgi í Reykjavík 18. mars

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu á Ingólfstorgi í Reykjavík 18. mars

18. mars: Stöðvum stríðið í Írak! Alþjóðlegar mótmælaaðgerðir verða helgina 18.-19. mars í tilefni …

SHA_forsida_top

Friðarmiðstöðin Ísland

Friðarmiðstöðin Ísland

Þessi grein var send Fréttablaðinu til birtingar í byrjun febrúar þegar viðræður um framtíð …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 18. mars

Undirbúningsfundur v. 18. mars

Aðgerðir gegn Íraksstríði 18. mars n.k. undirbúnar í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Undirbúningur fyrir 18. mars, alþjóðlegan mótmæladag gegn stríðinu í Írak

Undirbúningur fyrir 18. mars, alþjóðlegan mótmæladag gegn stríðinu í Írak

Opinn fundur í Friðarhúsinu miðvikudag 1. mars kl. 20 Á miðvikudagskvöldið kl. 20 verður …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnavandinn snýst ekki um Íran

Kjarnorkuvopnavandinn snýst ekki um Íran

Þessi grein birtist í Fréttablaðinu laugardaginn 25. febrúar 2006 Viðleitni Íransstjórnar til að auðga …

SHA_forsida_top

Troðfullt Friðarhús

Troðfullt Friðarhús

Óhætt er að segja að fjáröflunarmatarboðið í Friðarhúsi á Safnanótt hafi tekist framar vonum. Meira …

SHA_forsida_top

Samfylkingin: Ekki verði hægt að lýsa yfir stuðningi við stríð án samþykkis Alþingis

Samfylkingin: Ekki verði hægt að lýsa yfir stuðningi við stríð án samþykkis Alþingis

Á haustþingi, þann 11. október, lagði þingflokkur Samfylkingarinnar fram frumvarp til stjórnskipunarlaga um breytingu á …

SHA_forsida_top

Evrópska samfélagsþingið – European Social Forum – í Aþenu 4.-7. maí

Evrópska samfélagsþingið – European Social Forum – í Aþenu 4.-7. maí

Það eru víst flestir Íslendingar með það á hreinu hvað gerist í Aþenu 20. maí …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur MFÍK vegna 8. mars í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórn Friðarhúss fundar.