BREYTA

Kveðjuför til Suðurnesja sunnudag kl. 12

Herstöðvaandstæðingar munu á morgun, sunnudaginn 1. október, halda til Suðurnesja í kveðjuför. Lagt verður af stað frá Friðarhúsinu, Njálsgötu 87, kl. 12. Farið verður á slóðir herstöðvarinnar og komið aftur í bæinn á sjötta tímanum. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst, t.d. með því að senda póst á netfangið sha@fridur.is. Það eru fleiri en Samtök herstöðvaandstæðinga sem fagna brottför hersins, enda er trúlegt að flestir Íslendingar séu því fegnir að þessari hersetu er loksins lokið. Þjóðarhreyfingin – með lýðræði heldur fund á NASA við Austurvöll kl. 14 á sunnudag. Aðalræðumaður þar verður Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra. Þá herstöðvaandstæðinga sem eru minnugri en gullfiskar rámar í það að Jón Baldvin hafi verið utanríkisráðherra árið 1994 þegar fyrri bókunin við herstöðvasamninginn var gerð vegna viðleitni Bandaríkjamanna til að draga úr umsvifum hersins og herstöðvarinnar. Viðbrögð utanríkisráðuneytisins við þeirri viðleitni voru að halda í herinn og starfrækslu herstöðvarinnar. Það er virkilega fagnaðarefni að þáverandi utanríkisráðherra skuli nú sjá tilefni til að fagna brottför hersins. Rétt er, þótt nú sé ærið tilefni til að fagna, að gleyma sér ekki í fögnuðinum. Það hefur allt verið krafa Samtaka herstöðvaandstæðinga að herstöðvasamningnum, eða varnarsamningnum eins og hann heitir opinberlega, verði sagt upp og Ísland gangi úr NATO. En nú er ætlunin að flækja Ísland og íslenskar stofnanir, eins og lögreglu og landhelgisgæsluna, í allskyns samstarf við bandarískar stofnanir, bæði borgaralegar og hernaðarlegar, bandaríski herinn fær árlega aðstöðu hér til heræfinga, sérstakt svæði verður skilgreint á Keflavíkurflugvelli til þessara æfinga og annarra hernaðarþarfa og bandaríski herinn mun áfram „halda fjarskiptastöðinni við Grindavík sem varnarsvæði“. Þessu er sem sagt alls ekki lokið. Jafnframt hefur NATO að undanförnu verið að þróast úr staðbundnu bandalagi í herskátt hernaðarbandalag sem lætur til sín taka langt út fyrir sitt svæði og er t.d. núna í blóðugri styrjöld í Afganistan. Aldrei hefur verið jafnmikil ástæða til að segja skilið við NATO og einmitt nú. Ísland úr NATO – segjum herstöðvasamningnum upp! Ritstjóri

Færslur

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning Feministafélagsins

Bókmenntakynning Feministafélagsins

SHA_forsida_top

Njósnað um gest SHA!

Njósnað um gest SHA!

Martyn Lowe, bókavörður, friðarsinni og aktívisti, verður gestur á félagsfundi SHA miðvikudaginn 26. október …

SHA_forsida_top

Málsverður frestast

Málsverður frestast

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hafa yfirleitt verið haldnir síðasta föstudagskvöld í mánuði. Næstu tvö skiptin verður breyting …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Góður gestur frá Bretlandi

Félagsfundur SHA: Góður gestur frá Bretlandi

Miðvikudagskvöldið 26. október kl. 20 efna Samtök hernaðarandstæðinga til félagsfundar í Friðarhúsi. Tilefnið er …

SHA_forsida_top

Ríkisfang: Ekkert

Ríkisfang: Ekkert

Opinn félagsfundur MFÍK verður í Friðarhúsi miðvikudaginn 19. október kl. 19.00. Sigríður Víðis Jónsdóttir mun …

SHA_forsida_top

Málþing í þágu friðar

Málþing í þágu friðar

Vakin er athygli á þessu málþingi á vegum Reykjavíkurborgar: Á morgun laugardaginn 15. október verður …

SHA_forsida_top

SHA og MFÍK funda um þjóðernisöfgastefnur

SHA og MFÍK funda um þjóðernisöfgastefnur

Samtök hernaðarandstæðinga og MFÍK efna til sameiginlegs fundar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, mánudagskvöldið 10. október …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Þann 26. sept var haldinn á Akureyri aðalfundur hjá Norðurlandsdeild SHA sem jafnframt var opinn …

SHA_forsida_top

Mannlegt friðarmerki, 2. október

Mannlegt friðarmerki, 2. október

2. október er fæðingardagur Mahatma Gandhi og hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað daginn baráttunni fyrir tilveru …

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 30. september. Kokkar kvöldsins …

SHA_forsida_top

Norðlendingar í fullu fjöri

Norðlendingar í fullu fjöri

Norðurlandsdeild SHA stóð fyrir félagsfundi á Akureyri sk. mánudagskvöld. Umræðuefnið var „Nýja Nató og þátttaka …

SHA_forsida_top

Samstaða með sjálfstæðri Palestínu

Samstaða með sjálfstæðri Palestínu

Vakin er athygli á mótmælastöðu Íslands-Palestínu fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna fimmtudaginn 22.september klukkan 17:00. Elva …

SHA_forsida_top

Farsinn í héraðsdómi

Farsinn í héraðsdómi

Mánudaginn 19. september kl. 15 hefst næsti þáttur í farsanum Ákæruvaldið gegn Lalla sjúkraliða. …

SHA_forsida_top

Hiroshima

Hiroshima

(Ljóð þetta var flutt á kertafleytingu friðarsinna á Egilsstöðum í ágúst sl.) Og enn þann …

SHA_forsida_top

The Opportunity: After Utøya

The Opportunity: After Utøya

Í tilefni minningarathafnar um fórnarlömb hryðjuverkanna í Noregi birtir Friðarvefurinn hugvekju Davíðs Stefánssonar á íslensku …