BREYTA

Kveðjuför til Suðurnesja sunnudag kl. 12

Herstöðvaandstæðingar munu á morgun, sunnudaginn 1. október, halda til Suðurnesja í kveðjuför. Lagt verður af stað frá Friðarhúsinu, Njálsgötu 87, kl. 12. Farið verður á slóðir herstöðvarinnar og komið aftur í bæinn á sjötta tímanum. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst, t.d. með því að senda póst á netfangið sha@fridur.is. Það eru fleiri en Samtök herstöðvaandstæðinga sem fagna brottför hersins, enda er trúlegt að flestir Íslendingar séu því fegnir að þessari hersetu er loksins lokið. Þjóðarhreyfingin – með lýðræði heldur fund á NASA við Austurvöll kl. 14 á sunnudag. Aðalræðumaður þar verður Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra. Þá herstöðvaandstæðinga sem eru minnugri en gullfiskar rámar í það að Jón Baldvin hafi verið utanríkisráðherra árið 1994 þegar fyrri bókunin við herstöðvasamninginn var gerð vegna viðleitni Bandaríkjamanna til að draga úr umsvifum hersins og herstöðvarinnar. Viðbrögð utanríkisráðuneytisins við þeirri viðleitni voru að halda í herinn og starfrækslu herstöðvarinnar. Það er virkilega fagnaðarefni að þáverandi utanríkisráðherra skuli nú sjá tilefni til að fagna brottför hersins. Rétt er, þótt nú sé ærið tilefni til að fagna, að gleyma sér ekki í fögnuðinum. Það hefur allt verið krafa Samtaka herstöðvaandstæðinga að herstöðvasamningnum, eða varnarsamningnum eins og hann heitir opinberlega, verði sagt upp og Ísland gangi úr NATO. En nú er ætlunin að flækja Ísland og íslenskar stofnanir, eins og lögreglu og landhelgisgæsluna, í allskyns samstarf við bandarískar stofnanir, bæði borgaralegar og hernaðarlegar, bandaríski herinn fær árlega aðstöðu hér til heræfinga, sérstakt svæði verður skilgreint á Keflavíkurflugvelli til þessara æfinga og annarra hernaðarþarfa og bandaríski herinn mun áfram „halda fjarskiptastöðinni við Grindavík sem varnarsvæði“. Þessu er sem sagt alls ekki lokið. Jafnframt hefur NATO að undanförnu verið að þróast úr staðbundnu bandalagi í herskátt hernaðarbandalag sem lætur til sín taka langt út fyrir sitt svæði og er t.d. núna í blóðugri styrjöld í Afganistan. Aldrei hefur verið jafnmikil ástæða til að segja skilið við NATO og einmitt nú. Ísland úr NATO – segjum herstöðvasamningnum upp! Ritstjóri

Færslur

SHA_forsida_top

Myndband um NATO-væðinguna

Myndband um NATO-væðinguna

Ung Vinstri græn hafa sett á netið myndband sem þau kalla NATO-væðing Íslands. Myndbandið …

SHA_forsida_top

Heiða spilar á föstudagsmálsverði

Heiða spilar á föstudagsmálsverði

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. apríl. Systa sér um matseldina og …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi

1. maí kaffi

Morgunkaffi í Friðarhúsi á baráttudegi verkalýðsins.

SHA_forsida_top

Friðarhús miðvikudagskvöld: fundur um friðarráðstefnu í Kaíró

Friðarhús miðvikudagskvöld: fundur um friðarráðstefnu í Kaíró

Miðvikudagskvöldið 23. apríl kl. 20 munu Rósa Eyvindardóttir og Vésteinn Valgarðsson segja frá ferð sinni …

SHA_forsida_top

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Fundur um friðarráðstefnu í Kaíró

Fundur um friðarráðstefnu í Kaíró

Rósa Eyvindardóttir og Vésteinn Valgarðsson segja frá ferð sinni á alþjóðlega friðarráðstefnu í Kaíró á …

SHA_forsida_top

Söngvaskáld í Friðarhúsi & Kaírófundur

Söngvaskáld í Friðarhúsi & Kaírófundur

Nýverið kom út vegleg söngbók með norrænum baráttuljóðum, en undirbúningur útgáfunnar hefur staðið í mörg …

SHA_forsida_top

Per Warming

Per Warming

Danski tónlistar- og fræðimaðurinn Per Warming fjallar um tónlist og stjórnmál í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Miðjarðarhafsmatur í Friðarhúsi, 25. ap.

Miðjarðarhafsmatur í Friðarhúsi, 25. ap.

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. apríl. Matseldin verður að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Deilt og drottnað í Darfúr og Tíbet

Deilt og drottnað í Darfúr og Tíbet

eftir Þórarin Hjartarson „Declare independance“, hrópar Björk í Kína og í Serbíu. Vestrænar fréttastofur hafa …

SHA_forsida_top

Miðjarðarhafsmatur í Friðarhúsi, 25. ap.

Miðjarðarhafsmatur í Friðarhúsi, 25. ap.

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. apríl. Matseldin verður að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Varnarmálalög samþykkt - hernaðarhyggjan lögfest

Varnarmálalög samþykkt - hernaðarhyggjan lögfest

Í gær, 16. apríl, var frumvarp utanríkisráðherra um varnarmálalög samþykkt. Samtök hernaðarandstæðinga sendu utanríkismálanefnd Alþingis …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.