BREYTA

Kveðjuför til Suðurnesja sunnudag kl. 12

Herstöðvaandstæðingar munu á morgun, sunnudaginn 1. október, halda til Suðurnesja í kveðjuför. Lagt verður af stað frá Friðarhúsinu, Njálsgötu 87, kl. 12. Farið verður á slóðir herstöðvarinnar og komið aftur í bæinn á sjötta tímanum. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst, t.d. með því að senda póst á netfangið sha@fridur.is. Það eru fleiri en Samtök herstöðvaandstæðinga sem fagna brottför hersins, enda er trúlegt að flestir Íslendingar séu því fegnir að þessari hersetu er loksins lokið. Þjóðarhreyfingin – með lýðræði heldur fund á NASA við Austurvöll kl. 14 á sunnudag. Aðalræðumaður þar verður Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra. Þá herstöðvaandstæðinga sem eru minnugri en gullfiskar rámar í það að Jón Baldvin hafi verið utanríkisráðherra árið 1994 þegar fyrri bókunin við herstöðvasamninginn var gerð vegna viðleitni Bandaríkjamanna til að draga úr umsvifum hersins og herstöðvarinnar. Viðbrögð utanríkisráðuneytisins við þeirri viðleitni voru að halda í herinn og starfrækslu herstöðvarinnar. Það er virkilega fagnaðarefni að þáverandi utanríkisráðherra skuli nú sjá tilefni til að fagna brottför hersins. Rétt er, þótt nú sé ærið tilefni til að fagna, að gleyma sér ekki í fögnuðinum. Það hefur allt verið krafa Samtaka herstöðvaandstæðinga að herstöðvasamningnum, eða varnarsamningnum eins og hann heitir opinberlega, verði sagt upp og Ísland gangi úr NATO. En nú er ætlunin að flækja Ísland og íslenskar stofnanir, eins og lögreglu og landhelgisgæsluna, í allskyns samstarf við bandarískar stofnanir, bæði borgaralegar og hernaðarlegar, bandaríski herinn fær árlega aðstöðu hér til heræfinga, sérstakt svæði verður skilgreint á Keflavíkurflugvelli til þessara æfinga og annarra hernaðarþarfa og bandaríski herinn mun áfram „halda fjarskiptastöðinni við Grindavík sem varnarsvæði“. Þessu er sem sagt alls ekki lokið. Jafnframt hefur NATO að undanförnu verið að þróast úr staðbundnu bandalagi í herskátt hernaðarbandalag sem lætur til sín taka langt út fyrir sitt svæði og er t.d. núna í blóðugri styrjöld í Afganistan. Aldrei hefur verið jafnmikil ástæða til að segja skilið við NATO og einmitt nú. Ísland úr NATO – segjum herstöðvasamningnum upp! Ritstjóri

Færslur

SHA_forsida_top

Det Danske Fredsakademi

Det Danske Fredsakademi

Það er full ástæða til að vekja athygli á danska vefnum Det Danske Fredsakademi. …

SHA_forsida_top

Íslenska friðargæslan?

Íslenska friðargæslan?

Sjá myndbandið The Icelandic Crisis Response Unit

SHA_forsida_top

Þörf á ítarlegri rannsókn á mengun á herstöðvasvæðunum

Þörf á ítarlegri rannsókn á mengun á herstöðvasvæðunum

Í Blaðinu hefur undanfarna daga verið fjallað um mengun af völdum hersins á Suðurnesjum. Margir …

SHA_forsida_top

Hvers vegna?

Hvers vegna?

Í þessari grein, sem birtist í Morgunblaðinu 4. júní 2006, hrekur Vigfús Geirdal staðhæfingar …

SHA_forsida_top

Friðarsinnar eða heimsvaldaandstæðingar?

Friðarsinnar eða heimsvaldaandstæðingar?

eftir Þórarin Hjartarson Vér herstöðvaandstæðingar verðum að ræða grundvöll starfs SHA í breyttu landi …

SHA_forsida_top

Menningarnótt í Friðarhúsi

Menningarnótt í Friðarhúsi

Dagskrá á vegum SHA í Friðarhúsi í tilefni Menningarnætur. Húsið verður opnað kl. 15 og …

SHA_forsida_top

Spennandi dagskrá á Menningarnótt

Spennandi dagskrá á Menningarnótt

Næstkomandi laugardag verður efnt til menningarnætur í Reykjavík. Að því tilefni verður staðið fyrir margvíslegri …

SHA_forsida_top

Þegar vopnahlé er ekki vopnahlé

Þegar vopnahlé er ekki vopnahlé

STOP THE WAR COALITION - NEWSLETTER No. 2006/34 15 August 2006 Ef ályktun Öryggisráðs …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Fundur VIMA

Fundur VIMA

Fundur VIMA í Friðahúsi

SHA_forsida_top

Þá eru þær farnar - hverjum er ekki sama?

Þá eru þær farnar - hverjum er ekki sama?

Stöndum frekar saman - fordómalaus!

SHA_forsida_top

http://fridur.is/libanon/

http://fridur.is/libanon/

Við höfum tekið saman lista yfir efni tengt átökunum í Líbanon sem hefur birst á …

SHA_forsida_top

Minnumst kjarnorkuárásanna á Hirósíma og Nagasakí

Minnumst kjarnorkuárásanna á Hirósíma og Nagasakí

Ræða Ragnars Stefánssonar við kertafleytingu á Akureyri, 9. ágúst, 2006 Þessi grimmdarlega árás endurspeglaði …

SHA_forsida_top

Velheppnaðar kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Velheppnaðar kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleytingar fóru fram í gærkvöldi, 9. ágúst, í Reykjavík og á Akureyri í minningu fórnarlamba …

SHA_forsida_top

Lítið samráð við verkalýðshreyfinguna vegna brottfarar hersins - framtíð 360 starfsmanna enn óráðin

Lítið samráð við verkalýðshreyfinguna vegna brottfarar hersins - framtíð 360 starfsmanna enn óráðin

Skv. frétt í Ríkisútvarpinu í dag hefur formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis gagnrýnt …