BREYTA

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Þessi grein Maríu S. Gunnarsdóttur, formanns MFÍK, birtist í Morgunblaðinu mánudaginn 24. okt. 2005. BARÁTTA og afmælishald fara illa saman. Barátta horfir fram á veg og er orka sem nýta má til breytinga. Afmæli eru hins vegar tímamót, sem kalla alltaf á einhvers konar uppgjör. Og þau eru mörg afmælin á þessu ári: 60 ár liðin frá lokum seinni heimsstyrjaldar og sigurs lýðræðis yfir fasisma, 60 ár frá Híróshimasprengju, 60 ár frá því útrýmingarbúðir nasista voru opnaðar og þeim sem enn lifðu hleypt út. Ýmsar alþjóðastofnanir og samtök eiga líka afmæli um þessar mundir, m.a. Sameinuðu þjóðirnar, UNESCO og Alþjóðasamtök lýðræðissinnaðra kvenna, sem Menningar- og friðarsamtökin MFÍK eiga aðild að. Margt hefur breyst í samfélaginu á 30 árum þótt enn sé krafan um launajafnrétti efst. Fyrirmyndir barna sem alast upp í dag eru um margt ólíkar þeim sem ól fyrri kynslóðir upp. Það er ekki bara konum, sem eiga góðar minningar frá 24. október 1975, að þakka. Það er samvinnuverkefni karla og kvenna. Því á meðan karlar og konur hafa ekki áhuga á að vinna í sameiningu að jafnrétti og jöfnuði getum við gleymt þessu. Síðan kemur það í ljós hjá unga fólkinu hvort kynbundin hlutverk heyri sögunni til. Ótrúlegasta fólk hefur heyrt um atburðinn fyrir 30 árum, þegar konur á Íslandi lögðu niður vinnu á degi Sameinuðu þjóðanna. Erlendis er oft haldið að jafnrétti sé lengra komið hér en annars staðar, af því að ekkert standi í vegi fyrir samtakamætti slíkra kvenna. En hvert varð framhaldið? Atburðarins var fyrst minnst formlega árið 1985 með Kvennasmiðju, útifundi og umræðu um launamisrétti og árið 2000 hafði MFÍK forgöngu um göngu og útifund á Ingólfstorgi í samvinnu við fjölda kvennasamtaka og stéttarfélaga. Sá fundur hafði að yfirskrift Gegn örbirgð og ofbeldi og tengdist alþjóðlegri hreyfingu, Heimsgöngu kvenna, sem var átak um allan heim til að knýja fram breytingar í heiminum á högum kvenna. Sameinuðu þjóðunum og aðildarríkjum þeirra voru sendar kröfur um aðgerðir gegn fátækt og til að jafna skiptingu auðæfa heimsins milli ríkra og fátækra, karla og kvenna og þess krafist að komið yrði í veg fyrir ofbeldi gegn konum og tryggður jafn réttur kynja. Mörgum fannst stemningin ekki jafn fjörug á þessum fundi og tónninn var af sumum sagður kannski of pólitískur. Í afmælum er best að minnast ekki á það sem getur valdið deilum. Enn er blásið til leiks og launamunur kynjanna er áfram á dagskrá. Konur eru hvattar til að hafa hátt undir merkjum eldhúsáhalda. Sitt sýnist hverjum og í mörgum eru ónot út af því hvernig þessi "baráttudagur" er notaður og á hvaða nótum baráttumál okkar, sem köllumst ríkar Vesturlandakonur, eru. Þau eru mörg stríðin sem herja umhverfis okkur, til viðbótar við þau sem ríkisstjórn Íslands hefur bendlað herlausa þjóðina við: verðstríð, efnahagsstríð og útrás. Konur verða líka að taka afstöðu til þessa. Er það draumur kvenna að komast líka í vellaunuðu störfin sem fá það hlutverk að að segja upp hundruðum manna hjá erlendum fyrirtækjum fyrir íslenska auðmenn? Eða að stjórna fyrirtækjum sem græða á útlendingum á lægri launum en nokkur Íslendingur væri tilbúinn að líta við? Kvennaársnefndin, sem skipuleggur 24. október í ár, sá sér ekki fært að veita Menningar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna, elstu starfandi friðarhreyfingu á Íslandi, aðgang að dagskránni á Ingólfstorgi. Kannski skiljanlegt - það hefur aldrei verið trygging fyrir góðri samvisku að taka þátt í starfsemi MFÍK. Við erfum það ekki og félagar í Menningar- og friðarsamtökunum MFÍK ætla að nota daginn til að vekja athygli á starfi íslenskrar friðarhreyfingar og segja já við kvennabaráttu sem baráttu fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi. Við bjóðum öllu jafnréttissinnuðu fólki, körlum jafnt sem konum, að koma og standa með okkur undir merkjum friðar á Ingólfstorgi mánudaginn 24. október. María S. Gunnarsdóttir

Færslur

SHA_forsida_top

Ljóðakryddað sjávarfang

Ljóðakryddað sjávarfang

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. nóvember, eins og áður hefur verið kynnt á …

SHA_forsida_top

Takið frá helgina!

Takið frá helgina!

Það verður margt á seyði í Friðarhúsi um næstu helgi og því fyllsta ástæða fyrir …

SHA_forsida_top

Opinn miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Opinn miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi kl. 20. Fundurinn er opinn öllum, en meðal þess sem …

SHA_forsida_top

Milan Rai í fangelsi

Milan Rai í fangelsi

Friðar- og umhverfisverndarsinninn Milan Rai heimsótti Ísland sumarið 2004 í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga, flutti erindi …

SHA_forsida_top

Góðar gjafir

Góðar gjafir

Hinu nýja húsnæði SHA, Friðarhúsi á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, berast sífellt nýjar gjafir. Nú …

SHA_forsida_top

Friðarráðstefna á laugardag

Friðarráðstefna á laugardag

Vert er að vekja athygli friðarsinna á ráðstefnu um ungt fólk, friðar- og mannréttindamál sem …

SHA_forsida_top

Líflegar baráttuaðferðir

Líflegar baráttuaðferðir

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum í Friðarhúsi. Fimmtudagsfundurinn að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Líflegar baráttuaðferðir

Líflegar baráttuaðferðir

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Að þessu sinni verður fjallað um …

SHA_forsida_top

Friðarráðstefna í Ráðhúsi Rvk.

Friðarráðstefna í Ráðhúsi Rvk.

Friðar- og mannréttindaráðstefna ungs fólks er haldin í Ráðhúsinu laugardaginn 19. nóvember frá kl. 14 …

SHA_forsida_top

Það vantar spýtur og það vantar sög...

Það vantar spýtur og það vantar sög...

Friðarhúsið hefur verið ásetið undanfarna daga. Hópar á vegum SHA hafa verið duglegir við að …

SHA_forsida_top

Miðnefnd skiptir með sér störfum

Miðnefnd skiptir með sér störfum

Nýkjörin miðnefnd SHA kom saman til opins fundar í Friðarhúsi fyrr í kvöld. Rétt er …

SHA_forsida_top

Til hvers að berjast gegn hernum?

Til hvers að berjast gegn hernum?

Fyrir nokkrum misserum bað tímaritið Orðlaus Steinunni Þóru Árnadóttur, þáverandi miðnefndarfulltrúa í SHA, um að …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðargöngur verða haldnar á Þorláksmessu víðsvegar um land. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Opið hús í friðarhúsi

Opið hús í friðarhúsi

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Fyrsti fundur miðnefndar

Fyrsti fundur miðnefndar

Fyrsti fundur nýkjörinnar miðnefndar SHA verður í Friðarhúsi fimmtudaginn 10. nóvember og hefst kl. 20. …