BREYTA

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Þessi grein Maríu S. Gunnarsdóttur, formanns MFÍK, birtist í Morgunblaðinu mánudaginn 24. okt. 2005. BARÁTTA og afmælishald fara illa saman. Barátta horfir fram á veg og er orka sem nýta má til breytinga. Afmæli eru hins vegar tímamót, sem kalla alltaf á einhvers konar uppgjör. Og þau eru mörg afmælin á þessu ári: 60 ár liðin frá lokum seinni heimsstyrjaldar og sigurs lýðræðis yfir fasisma, 60 ár frá Híróshimasprengju, 60 ár frá því útrýmingarbúðir nasista voru opnaðar og þeim sem enn lifðu hleypt út. Ýmsar alþjóðastofnanir og samtök eiga líka afmæli um þessar mundir, m.a. Sameinuðu þjóðirnar, UNESCO og Alþjóðasamtök lýðræðissinnaðra kvenna, sem Menningar- og friðarsamtökin MFÍK eiga aðild að. Margt hefur breyst í samfélaginu á 30 árum þótt enn sé krafan um launajafnrétti efst. Fyrirmyndir barna sem alast upp í dag eru um margt ólíkar þeim sem ól fyrri kynslóðir upp. Það er ekki bara konum, sem eiga góðar minningar frá 24. október 1975, að þakka. Það er samvinnuverkefni karla og kvenna. Því á meðan karlar og konur hafa ekki áhuga á að vinna í sameiningu að jafnrétti og jöfnuði getum við gleymt þessu. Síðan kemur það í ljós hjá unga fólkinu hvort kynbundin hlutverk heyri sögunni til. Ótrúlegasta fólk hefur heyrt um atburðinn fyrir 30 árum, þegar konur á Íslandi lögðu niður vinnu á degi Sameinuðu þjóðanna. Erlendis er oft haldið að jafnrétti sé lengra komið hér en annars staðar, af því að ekkert standi í vegi fyrir samtakamætti slíkra kvenna. En hvert varð framhaldið? Atburðarins var fyrst minnst formlega árið 1985 með Kvennasmiðju, útifundi og umræðu um launamisrétti og árið 2000 hafði MFÍK forgöngu um göngu og útifund á Ingólfstorgi í samvinnu við fjölda kvennasamtaka og stéttarfélaga. Sá fundur hafði að yfirskrift Gegn örbirgð og ofbeldi og tengdist alþjóðlegri hreyfingu, Heimsgöngu kvenna, sem var átak um allan heim til að knýja fram breytingar í heiminum á högum kvenna. Sameinuðu þjóðunum og aðildarríkjum þeirra voru sendar kröfur um aðgerðir gegn fátækt og til að jafna skiptingu auðæfa heimsins milli ríkra og fátækra, karla og kvenna og þess krafist að komið yrði í veg fyrir ofbeldi gegn konum og tryggður jafn réttur kynja. Mörgum fannst stemningin ekki jafn fjörug á þessum fundi og tónninn var af sumum sagður kannski of pólitískur. Í afmælum er best að minnast ekki á það sem getur valdið deilum. Enn er blásið til leiks og launamunur kynjanna er áfram á dagskrá. Konur eru hvattar til að hafa hátt undir merkjum eldhúsáhalda. Sitt sýnist hverjum og í mörgum eru ónot út af því hvernig þessi "baráttudagur" er notaður og á hvaða nótum baráttumál okkar, sem köllumst ríkar Vesturlandakonur, eru. Þau eru mörg stríðin sem herja umhverfis okkur, til viðbótar við þau sem ríkisstjórn Íslands hefur bendlað herlausa þjóðina við: verðstríð, efnahagsstríð og útrás. Konur verða líka að taka afstöðu til þessa. Er það draumur kvenna að komast líka í vellaunuðu störfin sem fá það hlutverk að að segja upp hundruðum manna hjá erlendum fyrirtækjum fyrir íslenska auðmenn? Eða að stjórna fyrirtækjum sem græða á útlendingum á lægri launum en nokkur Íslendingur væri tilbúinn að líta við? Kvennaársnefndin, sem skipuleggur 24. október í ár, sá sér ekki fært að veita Menningar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna, elstu starfandi friðarhreyfingu á Íslandi, aðgang að dagskránni á Ingólfstorgi. Kannski skiljanlegt - það hefur aldrei verið trygging fyrir góðri samvisku að taka þátt í starfsemi MFÍK. Við erfum það ekki og félagar í Menningar- og friðarsamtökunum MFÍK ætla að nota daginn til að vekja athygli á starfi íslenskrar friðarhreyfingar og segja já við kvennabaráttu sem baráttu fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi. Við bjóðum öllu jafnréttissinnuðu fólki, körlum jafnt sem konum, að koma og standa með okkur undir merkjum friðar á Ingólfstorgi mánudaginn 24. október. María S. Gunnarsdóttir

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun um laxveiðar og herþyrlur

Ályktun um laxveiðar og herþyrlur

Ályktun frá Samtökun hernaðarandstæðinga: Samtök hernaðarandstæðinga lýsa ánægju sinni yfir fréttum af laxveiðiferðum íslenskra banka- …

SHA_forsida_top

Hugað að viðhaldinu

Hugað að viðhaldinu

Sumarið er tími framkvæmda. Um þessar mundir er unnið að ýmis konar viðhaldsverkefnum í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Ferðasaga í Friðarhúsi

Ferðasaga í Friðarhúsi

Gríðarmiklar mótmælaaðgerðir voru skipulagðar í frönsku borginni Strasbourg í tengslum við sextíu ára afmæli Nató …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Hvað er að gerast í Rússlandi?

Félagsfundur SHA: Hvað er að gerast í Rússlandi?

Rússland hefur komið mikið við sögu alþjóðamála upp á síðkastið. Miðvikudagskvöldið 20. maí kl. 20 …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Til stuðnings flóttamanni

Til stuðnings flóttamanni

Stríðsátök og afleiðingar þeirra eru helstu ástæður þess að fólk neyðist til að flýja heimalönd …

SHA_forsida_top

1. maí í Friðarhúsi

1. maí í Friðarhúsi

Hið árvissa og sívinsæla 1. maí kaffi SHA verður í Friðarhúsi og hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Hlutabréf í Friðarhúsi SHA ehf - einstakt tilboð til 30. apríl

Hlutabréf í Friðarhúsi SHA ehf - einstakt tilboð til 30. apríl

Eftir 30. apríl hækkar hlutur í Friðarhúsi SHA ehf úr 10 þúsund krónum í …

SHA_forsida_top

ESB, Evrópuherinn og Lissabonsáttmálinn

ESB, Evrópuherinn og Lissabonsáttmálinn

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi fimmtudaginn 16. apríl kl. 20. Evrópusambandið hefur tekið örum breytingum …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Fundur í söguhópi í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Sýning í Friðarhúsi: Frá inngöngunni í Nató til bankahruns og búsáhaldabyltingar

Sýning í Friðarhúsi: Frá inngöngunni í Nató til bankahruns og búsáhaldabyltingar

Í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 hefur verið sett hefur verið upp myndlistarsýningin 1949 til 2009: Frá …