BREYTA

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Þessi grein Maríu S. Gunnarsdóttur, formanns MFÍK, birtist í Morgunblaðinu mánudaginn 24. okt. 2005. BARÁTTA og afmælishald fara illa saman. Barátta horfir fram á veg og er orka sem nýta má til breytinga. Afmæli eru hins vegar tímamót, sem kalla alltaf á einhvers konar uppgjör. Og þau eru mörg afmælin á þessu ári: 60 ár liðin frá lokum seinni heimsstyrjaldar og sigurs lýðræðis yfir fasisma, 60 ár frá Híróshimasprengju, 60 ár frá því útrýmingarbúðir nasista voru opnaðar og þeim sem enn lifðu hleypt út. Ýmsar alþjóðastofnanir og samtök eiga líka afmæli um þessar mundir, m.a. Sameinuðu þjóðirnar, UNESCO og Alþjóðasamtök lýðræðissinnaðra kvenna, sem Menningar- og friðarsamtökin MFÍK eiga aðild að. Margt hefur breyst í samfélaginu á 30 árum þótt enn sé krafan um launajafnrétti efst. Fyrirmyndir barna sem alast upp í dag eru um margt ólíkar þeim sem ól fyrri kynslóðir upp. Það er ekki bara konum, sem eiga góðar minningar frá 24. október 1975, að þakka. Það er samvinnuverkefni karla og kvenna. Því á meðan karlar og konur hafa ekki áhuga á að vinna í sameiningu að jafnrétti og jöfnuði getum við gleymt þessu. Síðan kemur það í ljós hjá unga fólkinu hvort kynbundin hlutverk heyri sögunni til. Ótrúlegasta fólk hefur heyrt um atburðinn fyrir 30 árum, þegar konur á Íslandi lögðu niður vinnu á degi Sameinuðu þjóðanna. Erlendis er oft haldið að jafnrétti sé lengra komið hér en annars staðar, af því að ekkert standi í vegi fyrir samtakamætti slíkra kvenna. En hvert varð framhaldið? Atburðarins var fyrst minnst formlega árið 1985 með Kvennasmiðju, útifundi og umræðu um launamisrétti og árið 2000 hafði MFÍK forgöngu um göngu og útifund á Ingólfstorgi í samvinnu við fjölda kvennasamtaka og stéttarfélaga. Sá fundur hafði að yfirskrift Gegn örbirgð og ofbeldi og tengdist alþjóðlegri hreyfingu, Heimsgöngu kvenna, sem var átak um allan heim til að knýja fram breytingar í heiminum á högum kvenna. Sameinuðu þjóðunum og aðildarríkjum þeirra voru sendar kröfur um aðgerðir gegn fátækt og til að jafna skiptingu auðæfa heimsins milli ríkra og fátækra, karla og kvenna og þess krafist að komið yrði í veg fyrir ofbeldi gegn konum og tryggður jafn réttur kynja. Mörgum fannst stemningin ekki jafn fjörug á þessum fundi og tónninn var af sumum sagður kannski of pólitískur. Í afmælum er best að minnast ekki á það sem getur valdið deilum. Enn er blásið til leiks og launamunur kynjanna er áfram á dagskrá. Konur eru hvattar til að hafa hátt undir merkjum eldhúsáhalda. Sitt sýnist hverjum og í mörgum eru ónot út af því hvernig þessi "baráttudagur" er notaður og á hvaða nótum baráttumál okkar, sem köllumst ríkar Vesturlandakonur, eru. Þau eru mörg stríðin sem herja umhverfis okkur, til viðbótar við þau sem ríkisstjórn Íslands hefur bendlað herlausa þjóðina við: verðstríð, efnahagsstríð og útrás. Konur verða líka að taka afstöðu til þessa. Er það draumur kvenna að komast líka í vellaunuðu störfin sem fá það hlutverk að að segja upp hundruðum manna hjá erlendum fyrirtækjum fyrir íslenska auðmenn? Eða að stjórna fyrirtækjum sem græða á útlendingum á lægri launum en nokkur Íslendingur væri tilbúinn að líta við? Kvennaársnefndin, sem skipuleggur 24. október í ár, sá sér ekki fært að veita Menningar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna, elstu starfandi friðarhreyfingu á Íslandi, aðgang að dagskránni á Ingólfstorgi. Kannski skiljanlegt - það hefur aldrei verið trygging fyrir góðri samvisku að taka þátt í starfsemi MFÍK. Við erfum það ekki og félagar í Menningar- og friðarsamtökunum MFÍK ætla að nota daginn til að vekja athygli á starfi íslenskrar friðarhreyfingar og segja já við kvennabaráttu sem baráttu fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi. Við bjóðum öllu jafnréttissinnuðu fólki, körlum jafnt sem konum, að koma og standa með okkur undir merkjum friðar á Ingólfstorgi mánudaginn 24. október. María S. Gunnarsdóttir

Færslur

SHA_forsida_top

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Kertafleyting í Reykjavík og Akureyri í kvöld, 9. ágúst, kl. 22:30 – sjá hér …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Árleg kertafleyting samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn.

SHA_forsida_top

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Friðarvefurinn tekur undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum á …

SHA_forsida_top

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Fundur Landverndar og sex norrænna náttúruverndarsamtaka sem haldin var í Færeyjum dagana 31. júlí – …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

verður haldin við Tjörnina í Reykjavík og á Akureyri við tjörnina framan við …

SHA_forsida_top

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Um allan heim leita menn leiða til að stöðva blóðbaðið í Líbanon og Palestínu. Því …

SHA_forsida_top

Viðskiptabann á Ísrael

Viðskiptabann á Ísrael

Í grein eftir Þorleif Gunnlaugsson, formann Vinstrihreyfingarinnar græns farmboðs í Reykjavik, á heimasíðu Ögmundar Jónassonar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Í dag, laugadaginn 5. ágúst, eru víða mótmælaaðgerðir gegn ofbeldi Ísrales í Líbanon og Palestínu. …

SHA_forsida_top

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Í morgun, 2. ágúst, kom utanríkismálanefnd Alþingis saman að beiðni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til …

SHA_forsida_top

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bandarískar friðarhreyfingar leggja áherslu á að dagana 6.-9. ágúst verði höfð uppi mótmæli við …

SHA_forsida_top

Stöðvið morðin núna

Stöðvið morðin núna

Ávarp Ögmundar Jónassonar á mótmælafundi gegn árásum Ísraels á Líbanon fundi við bandaríska sendiráðið …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Í eftirfarandi grein, sem birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2006, gagnrýnir Ögmundur Jónasson þingmaður …

SHA_forsida_top

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Elías Davíðsson, 30. júlí 2006 Sunnudaginn, 23. júlí 2006, birti Morgunblaðið „Reykjavíkurbréf“ sem þandi sig …

SHA_forsida_top

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Í dálkinum „Frá degi til dags“ í Fréttablaðinu 30. júlí veltir blaðamaður fyrir sér fjölda …

SHA_forsida_top

Hvað er ályktun 377?

Hvað er ályktun 377?

Bent hefur verið á þann möguleika að kalla saman Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsins í …