BREYTA

Lágfóta dældirnar smó - Fox-fréttamennska á NFS

Fox News Kristinn Schram og Kolbeinn Óttarsson Proppé fjalla um fréttaflutning af fundum andstæðinga Íraksstríðsins Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu 1. apríl 2006. „SIGGI var úti með ærnar í haga.“ Hann byrjar í léttri heiðríkju þessi söngtexti Jónasar Jónassonar en verður síðan einkennilega drungalegur. Sama má segja um kaffispjall okkar félaganna sem gekk aðallega út á gamansögur eins og vant er. En allar stukku þær suður í mó þegar samræðan barst að fréttaflutningi af fundum andstæðinga Íraksstríðsins laugardaginn 18. mars síðastliðinn. Þá voru þrjú ár liðin síðan Bandaríkjamenn, Bretar og bandamenn þeirra, þ.m.t. Íslendingar, gerðu árás á Írak. Þessa atburðar var minnst um víða veröld, þar á meðal hér á Íslandi með mótmælaaðgerðum á Ingólfstorgi og fundi í Háskólabíói. Eins og vera ber var fjallað um þessa atburði í fjölmiðlum landsins. Lítið er um fréttaflutning af atburðunum að segja, en þó vekur framganga Glúms Baldvinssonar, fréttamanns NFS, athygli. Hann tók annars vegar viðtal við Stefán Pálsson, formann Samtaka herstöðvaandstæðinga, og hins vegar Hans Kristján Árnason, einn aðstandenda Þjóðarhreyfingarinnar. Eftir nokkuð eðlilegar spurningar fengu þeir Stefán og Hans Kristján báðir furðulega spurningu frá fréttamanninum en svona var hún orðuð til þess síðarnefnda: "Nú réðust hryðjuverkamenn á New York og felldu turnana tvo, hvernig á að bregðast við slíku, hvernig á að bregðast við hryðjuverkamönnum?" Hvað vakti fyrir fréttamanninum með þessari spurningu? Er hann að halda því fram að innrásin í Írak hafi verið eðlileg vegna árása á Bandaríkin hinn 11. september 2001? Ef svo er væri athyglisvert að fá útskýringu frá fréttamanninum á þessum tengslum. Þekkir hann tengsl hryðjuverkanna 11. september og Íraksstríðsins, önnur en þau að innrásaraðilar notuðu þau sem afsökun? Lævís málflutningur Málflutningur Glúms er sem bergmál af málflutningi hægri öfgastöðvarinnar Fox í Bandaríkjunum. Með því að spyrða innrásina í Írak og 11. september saman í myndum og máli - og oft með jafn „sakleysislegum“ spurningum og fréttamaður NFS bar fram - tókst, a.m.k. til skamms tíma, að telja meirihluta Bandaríkjamanna trú um að innrásin hefði átt rétt á sér. Enginn veit neitt um meint gereyðingarvopn, sem voru ástæða innrásarinnar, og vitað er að allt tal um tengsl Íraks við hryðjuverkamenn var byggt á sandi, enda blómstra hryðjuverk þar sem aldrei fyrr. Í því ljósi verður að skoða fréttaflutning Fox-stöðvarinnar í aðdraganda og í kjölfar innrásarinnar. Með slíkri framsetningu er skákað í skjóli þjóðernistilfinninga Bandaríkjamanna og höfðað til þeirrar samstöðu sem hinar hryllilegu árásir á New York ólu af sér. Það að taka undir þessar fáránlegu tengingar er hins vegar meira en lítið furðulegt. Ekki einu sinni ráðamenn íslensku þjóðarinnar voga sér að bera slíkt á borð fyrir landsmenn og þó eiga þeir nokkuð undir því að stuðningur þeirra byggist ekki eingöngu á blekkingum. Bandaríkjamenn notuðu ýmsar tylliástæður til að koma vilja sínum fram, m.a.s. Hallór Ásgrímsson segist ekki hefðu stutt innrásina hefði hann vitað það þá sem hann veit í dag. En Glúmur Baldvinsson, fréttamaður NFS, virðist vita betur. Væntanlega megum við eiga von á því næst þegar stríði er mótmælt að hann spyrji fólk um gereyðingarvopn Saddams Husseins. Að spyrja, í þessu samhengi, mótmælendur gegn Íraksstríði hvað þeim finnist um 11. september jafngildir áróðri fyrir lygum Bandaríkjastjórnar. Eins væri hægt að spyrja hvað þeim finnist um árásir bandamanna á Dresden í seinni heimsstyrjöldinni - báðir atburðirnir eru jafnótengdir Íraksstríðinu. Leiksvið fáránleikans Og hvernig á að svara svona spurningu? Að vísu var svar Stefáns aldrei flutt í fréttatímanum og Hans Kristján sjálfsagt of dannaður til að benda á fáránleika spurningarinnar. Er okkur ætlað að svara svona spurningum með skynsemi? Það væri kannski eðlilegast að hleypa þessu öllu upp í vitleysu eins og gert er í skemmtifréttaþáttum vestra og svara bara: „Jú, ég hefði viljað ráðast á Holland. Þar er alveg fullt af múslimum og stutt að fara.“ Kannski ættum við að gefa okkur fáránleikanum algjörlega á vald og svara: „Siggi var úti með ærnar í haga.“ Skyldi nokkur taka eftir því? Erum við ekki hvort sem er svo firrt öllum veruleika og sannfærð um að okkar lóð séu svo létt að litlu skipti þó á vogarskálarnar séu látin? Slíkur er eflaust skilningur margra sem að forspurðu eru taldir til hinna „viljugu“ þjóða, en þá spyr maður: Hvar liggur ábyrgðin í lýðræðisríkjum? Nú vitum við sem sagt að lágfóta smýgur dældirnar og gýtur gráleitum augum á okkur auðtrúa æruleysingjana. Það væri svo sem ekkert skrýtið ef stríðsvargarnir litu slíkum augum á okkur. Við sem búum við það að tveir æðstu ráðamenn þjóðarinnar gera okkur fyrirhafnarlaust samsek að ólöglegri innrás ef það skyldi verða til þess að halda í nokkrar atvinnuskapandi herþotur. Okkur verður bara hugsað til þessara aumingjans ráðamanna sem nú vaga smeykir um holtin og skúmaskot Atlantshafsbandalagsins eða bíða þess skjálfandi á beinunum að „nýjar tillögur“ komi að vestan. Og við spyrjum: Þora þeir heim?

Færslur

SHA_forsida_top

Rússar hætta við flotaæfingar við Ísland

Rússar hætta við flotaæfingar við Ísland

Ekki verður annað séð af neðangreindri frétt Fréttablaðsins í dag en ályktanir og aðgerðir …

SHA_forsida_top

Velheppnuð mótmælastaða við bandaríska sendiráðið

Velheppnuð mótmælastaða við bandaríska sendiráðið

Um fjögur hundruð manns komu saman fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna kl. 17:30 í dag. Ögmundur …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherra vill vopnahlé í Libanon

Utanríkisráðherra vill vopnahlé í Libanon

Við vorum þungorð í garð Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra hér á Friðarvefnum fyrr í dag. Það …

SHA_forsida_top

Vinstri græn fara fram á fund í utanríkisnefnd

Vinstri græn fara fram á fund í utanríkisnefnd

Þingflokkur VG hefur sent frá sér ályktun vegna árása Ísraels á Líbanon og farið fram …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða við bandaríska sendiráðið í dag, föstudag, kl. 17:30 - Fjölmennum!

Mótmælastaða við bandaríska sendiráðið í dag, föstudag, kl. 17:30 - Fjölmennum!

Samtök herstöðvaandstæðinga hafa boðað til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið í dag, föstudaginn 28. júlí, kl. …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða við sendiráð BNA

Mótmælastaða við sendiráð BNA

Stríðsrekstri Ísraela í Líbanon mótmælt við sendiráð Bandaríkjanna, sem styðja hernaðinn með ráðum og dáð.

SHA_forsida_top

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórn Dagfara, tímarits SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 á föstudaginn

Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 á föstudaginn

Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 föstudaginn 28. júlí. Jafnframt …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. kertafleytingar

Undirbúningsfundur v. kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi til að undirbúa kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn.

SHA_forsida_top

Þingflokkur Samfylkingarinnar skorar á ríkisstjórnina að beita sér gegn mannréttindabrotum Ísraela

Þingflokkur Samfylkingarinnar skorar á ríkisstjórnina að beita sér gegn mannréttindabrotum Ísraela

Í ályktun sem þingflokkur Samfylkingarinnar hefur sent frá sér er skorað á ríkisstjórn Íslands að …

SHA_forsida_top

Árásirnar á Líbanon, undirskriftasafnanir, mótmælaaðgerðir víða um heim, ein prédikun og myndir

Árásirnar á Líbanon, undirskriftasafnanir, mótmælaaðgerðir víða um heim, ein prédikun og myndir

Hörmulegt hefur verið að fylgjast með árásum Ísraelshers á grannríkið Líbanon undanfarna daga. Hernaður þessi …

SHA_forsida_top

Hver er afstaða íslenskra stjórnvalda?

Hver er afstaða íslenskra stjórnvalda?

Á hverjum degi berast nýjar fregnir af voðaverkum Ísraelshers í Líbanon og þeim hörmungum sem …

SHA_forsida_top

Draumur herforingjanna

Draumur herforingjanna

Stun ber á góma, að það hafi þrátt fyrir allt verið tiltölulega öruggur tími. Rökin …

SHA_forsida_top

Varnarsamningurinn og NATO

Varnarsamningurinn og NATO

eftir Vigfús Geirdal Birtist í Morgunblaðinu 13. júlí 2006 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherraefni Samfylkingarinnar …

SHA_forsida_top

Niður með múrinn! Stöðvið stríðsglæpina!

Niður með múrinn! Stöðvið stríðsglæpina!

Mótmælafundur, fimmtudaginn 13. júlí á Austurvelli kl. 17:30 Síðastliðinn sunnudag (9. júlí) voru 2 ár …