BREYTA

Landsbankinn og Marel í hergagnaframleiðslu

Föstudaginn 30. nóvember birtust tvær litlar en athyglisverðar fréttir í Fréttablaðinu. Hin fyrri bar fyrirsögnina: Eyrir Invest og Landsbankinn gerðu tilboð um að taka yfir Stork N.V. í Hollandi: Taka þátt í hergagnaframleiðslu. Samkvæmt fréttinni eiga Íslendingar með þessu í fyrsta sinn svo vitað sé með beinum hætti hlut í félagi sem framleiðir hergögn. Um er að ræða iðnaðarsamstæðuna Stork N.V. í Hollandi sem þjónustar hergagnaiðnað og smíðar hluti sem notaðir eru í margvíslegum lofthernaði auk þess að sinna viðhaldi. Eyrir Invest, Marel og Landsbankinn hafa átt í þessu félagi, segir blaðið. Stork N.V. er skipt í fjögur svið, þar á meðal Stork Food Systems og Stork Aerospace. Samkvæmt annarri frétt í sama blaði er stefnt að hlutafjárútboði Marel Food Systems eftir áramótin til að fjármagna kaup félagsins á Stork Food Systems. Þetta er reyndar ekki alveg ný frétt. Í júlí síðastliðnum birti stjórnarformaður Marel Food Systems yfirlýsingu um að LME, félag í eigu Landsbanka Íslands, Marel Food Systems og Eyris Invest, hafi eignast um 19,50% hlut í Stork N.V. fyrirtækjasamstæðunni. LME er því stærsti einstaki hluthafinn í Stork N.V., segir í yfirlýsingunni (sjá hér). Þannig eiga þessi íslensku fyrirtæki ekki bara hlut í matvælaframleiðslusviði fyrirtækisins heldur fyrirtækinu sjálfu með því sviði sem sinnir hergagnaframleiðslunni. Það er Stork Aerospace sem sinnir hergagnaiðnaðinum og er lauslega gerð grein fyrir þeirri starfsemi í fyrri frétt Fréttablaðsins:
    „Stork Aerospace framleiðir meðal annars hluti í F-16 orrustuþotur Lockheed Martin, kemur að smíði stéls og fleiri hluta í NH90 herþyrlunni fyrir Eurocopter og smíðar vélarhluta í Tiger-bardagaþyrluna. Þá er hergagnaframleiðandinn Raytheon meðal viðskiptavina Stork, en fyrirtækið kemur meðal annars að gerð skotrörs MK56-eldflaugaskotpallsins. Sömuleiðis framleiðir Stork búnað fyrir hergagnaframleiðandann Thales. Í fyrra nam velta Aerospace, hluta Stork N.V., 549 milljónum evra, eða um fimmtíu milljörðum króna. Í framleiðsluhluta Stork Aerospace falla 53 prósent undir loftvarnasvið, en 47 prósent undir borgaralegan flugiðnað. Í þjónustuhlutanum nemur hlutdeild loftvarna hins vegar ellefu prósentum. Eignarhaldsfélagið LME hafði safnað að sér 43 prósenta hlut í iðnaðarsamstæðunni Stork N.V. í Hollandi. Með yfirtöku Marels á Stork Food Systems, sem er nú að ganga í gegn, selur LME allan hlut sinn. Eyrir Invest og Landsbankinn, sem áttu LME með Marel, taka þátt í yfirtökutilboði London Acquisition á Stork N.V. Eyrir Invest fer með fimmtán prósenta eignarhlut í London Aquisition og Landsbankinn tíundapart.“ (www.visir.is/article/20071130/FRETTIR01/111300231)
24 stundir taka fréttina upp laugardaginn 1. desember. Þar er sagt að Marel dragi sig út úr Stork N.V. en eignist eitt dótturfélaga þess, Stork Food Systems. Eyrir og Landsbankinn munu þó áfram eiga í Stork N.V. Þess má geta að Eyrir er nátengt Marel, en einn af aðaleigendum þess, Árni Oddur Þórðarson, er stjórnarformaður Marels. Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, staðfesti samkvæmt frétt 24 stunda að Marel ætti í Stork Aerospace. „Hinsvegar segir hann fyrirtækið ekki framleiða vopn heldur taki t.d. þátt í framleiðslu á hlutum í orrustuflugvélar.“ Fleiri fréttir um þetta hafa birst í íslenskum fjölmiðlum eins og sjá má ef sett eru inn orðin „marel“ og “stork“ á leitarvélar á netinu. Þar hefur þó yfirleitt ekki verið lögð áhersla á hergagnaframleiðsluna. Í frétt Fréttablaðsins er getið um þátt Stork í framleiðslu F-16 orrustuþotna Lockheed Martin, sem er einn af mikilvægari hergagnaframleiðendum í Bandaríkjunum, en fyrirtækið hefur átt þátt í fleiri vörum Lockheed Martin eins og sjá má af frétt í Defense Industry Daily 21. nóv. 2005.

Færslur

SHA_forsida_top

Reykjanesbær hyggst ekki komast yfir kjarnorkuvopn

Reykjanesbær hyggst ekki komast yfir kjarnorkuvopn

Eftirfarandi frétt birtist í Víkurfréttum 11. jan. 2006, sjá: http://vf.is/frettir/numer/29830/default.aspx „Íbúar Reykjanesbæjar geta sofið …

SHA_forsida_top

Útúrsnúningar bæjarfulltrúans

Útúrsnúningar bæjarfulltrúans

Á vef Víkurfrétta, fimmtudaginn 11. janúar sl., mátti lesa frásögn af umræðum í bæjarstjórn Reykjanesbæjar …

SHA_forsida_top

Leynist í þér rótari?

Leynist í þér rótari?

Samtök hernaðarandstæðinga hafa á síðustu misserum komið sér upp góðu hljóðkerfi fyrir fundi af ýmsu …

SHA_forsida_top

Amnesty mótmælir á Lækjartorgi

Amnesty mótmælir á Lækjartorgi

Fimmtudaginn 11. janúar n.k. verða fimm ár liðin frá því að Bandaríkjaher flutti fyrstu fangana …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur f. 8. mars

Undirbúningsfundur f. 8. mars

MFÍK heldur undirbúningsfund í Friðarhúsi fyrir 8. mars.

SHA_forsida_top

HM, Ísland:Ástralía

HM, Ísland:Ástralía

Sýnt verður beint frá leikjum Íslands á HM í handbolta í Friðarhúsi. Ísland og Ástralía …

SHA_forsida_top

Frá miðnefnd SHA

Frá miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga kom saman til fundar s.l. fimmtudag. Rétt er að minna á að …

SHA_forsida_top

Hljóðkerfisnámskeið SHA

Hljóðkerfisnámskeið SHA

Samtök hernaðarandstæðinga eiga öflugt hljóðkerfi fyrir fundi og samkomur. Nú gefst félagsmönnum tækifæri til að …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í kvöld í útleigu til einkaaðila.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Friðarmiðstöð á Suðurnesjum

Friðarmiðstöð á Suðurnesjum

Eftirfarandi grein eftir Þórarinn Eyfjörð birtist í Morgunblaðinu 27. desember 2006. Hún er birt …

SHA_forsida_top

Friðarávarp frá Ísafirði

Friðarávarp frá Ísafirði

Við lok friðargöngu á Ísafirði á Þorláksmessu flutti Eiríkur Örn Norðdahl skáld og blaðamaður ávarp: …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA í Ísafold

Landsfundur SHA í Ísafold

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga var haldinn í lok nóvember. Erla Hlynsdóttir, blaðakona á tímaritinu Ísafold, sat …

SHA_forsida_top

Ávarp við lok friðargöngu á Þorláksmessu

Ávarp við lok friðargöngu á Þorláksmessu

Falasteen Abu Libdeh flutti ávarp á Lækjartorgi við lok friðargöngunnar á Þorláksmessu. Það birtist hér …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur Indymedia.is

Undirbúningsfundur Indymedia.is

Fundur á vegum undirbúningshóps Indymedia.is