BREYTA

Landsfundur SHA 2022

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn í Friðarhúsi laugardaginn 2. apríl kl. 11.
Fundurinn hefst á almennum fundarstörfum þar sem verður farið yfir starf síðasta árs, línurnar lagðar fyrir næsta starfsár og kosið í miðnefnd samtakanna. Allir borgandi meðlimir hafa atkvæðisrétt.
Kl. 12:30 fáum við Nínu Helgadóttur frá Rauða krossinum í heimsókn til að fræða okkur um móttöku flóttamanna frá Úkraínu og mál flóttamanna almennt. Svo verða opnar umræður um stríðið í Úkraínu og önnur mál í deiglunni.
Sjáumst á laugardaginn.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …