BREYTA

Landsráðstefna SHA, 24. nóv. & breytingar á lögum

Ákveðið hefur verið að landsráðstefna SHA fari fram miðvikudagskvöldið 24. nóvember n.k. í Friðarhúsi frá kl. 18 til 22. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður þar rætt um stjórnarskránna og friðarmálin - en kosningar til stjórnlagaþings fara fram fáeinum dögum síðar. Kynntar hafa verið tillögur að breyttum lögum samtakanna, eru það einkum orðalagsbreytingar og smávægilegar lagfæringar. Betur verður gert grein fyrir breytingartillögum þessum í Dagfara, fréttabréfi SHA sem væntanlegt er á næstunni. Núgildandi lög SHA má finna hér, en gert er ráð fyrir að eftir breytingu verði lögin á þessa leið: 1. Samtökin heita Samtök hernaðarandstæðinga, skammstafað SHA. Merki SHA er Ísland úr Nató, herinn burt á bylgjumynduðu Íslandskorti í fánalitum, sem er frá 1976, höfundur Edda Sigurðardóttir. 2. Markmið Samtaka hernaðarandstæðinga eru þessi: a) að Ísland segi upp aðildinni að Nató og standi utan allra hernaðarbandalaga. b) að Ísland segi formlega upp herstöðvasamningnum við Bandaríki Norður-Ameríku. c) að aldrei verði leyfðar herstöðvar né heræfingar á Íslandi né í íslenskri landhelgi. d) að Ísland og íslensk landhelgi verði friðlýst fyrir notkun, umferð og geymslu kjarnorkuvopna. e) að sett verði í stjórnarskrá að Ísland fari aldrei með ófriði gegn öðrum þjóðum né styðji slíkar aðgerðir annarra þjóða í orði né verki. f) samtökin berjast gegn hverskonar kjarnorkuvígbúnaði í heiminum og taka þátt í alþjóðlegu friðarstarfi. 3. Allir þeir sem aðhyllast þessi markmið samtakanna og greiða árgjald til þeirra geta orðið félagar í Samtökum hernaðarandstæðinga, enda vinni þeir á engan hátt gegn málstað samtakanna. Félagsaðild er einstaklingsbundin. 4. Samtökin afla sér fjár með árgjöldum, frjálsum framlögum, útgáfustarfsemi og sérstökum fjáröflunaraðgerðum. 5. Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga fer með æðsta ákvörðunarvald samtakanna. Hann samþykkir stefnuskrá, svo og starfsáætlun til eins árs. Landsfundur kýs 9 manna miðnefnd, sem starfar í umboði hans og fer með ákvörðunarvald milli landsfunda. Allir skuldlausir félagar samtakanna eru kjörgengir og atkvæðisbærir á landsfundi. Landsfund skal halda að hausti ár hvert. Miðnefnd skal boða til hans með minnst tveggja vikna fyrirvara. Dagskrá landsfundar skal vera þessi: a) Skýrsla miðnefndar. b) Ársreikningar félagsins c) Starfsáætlun lögð fram til umræðu og samþykktar. d) Kosningar: Formaður skal kosinn sérstaklega, síðan 8 aðalmenn í miðnefnd og 3 til vara. Ennfremur 2 skoðunarmenn reikninga og 2 til vara. Kosið er til eins árs eða til næsta landsfundar. e) Ákvörðun um árgjald félagsmanna. f) Lagðar fram ályktanir frá miðnefnd til umræðu og afgreiðslu. g) Lagabreytingar. h) Önnur mál. 6. Miðnefnd kýs ritara og gjaldkera úr sínum hópi. Gjaldkeri annast reikningshald á hennar vegum og skilar reikningum til landsfundar. Allar helstu ákvarðanir miðnefndar verði kynntar á vefsíðu samtakanna og sendar út rafrænt á póstlista. 7. Formaður boðar miðnefndarfundi. Í forföllum formanns stýrir gjaldkeri fundi. Fundur miðnefndar er ákvörðunarfær ef minnst 5 atkvæðisbærir miðnefndarmenn sækja fund. Við atkvæðagreiðslu ræður einfaldur meirihluti af 9 úrslitum mála, þ.e. minnst 5 atkvæði. Fundargerðabók skal haldin og í hana skráð það sem gerist á miðnefndarfundum. Hætti formaður eða forfallist til lengri tíma skal miðnefnd ákveða hvernig við skal bregðast: a) Velja formann úr eigin hópi. b) Velja formann úr hópi kjörgengra félagsmanna. c) Starfa án formanns til næsta landsfundar. 8. Heimilt er hernaðarandstæðingum að mynda starfshópa og landshlutadeildir innan samtakanna sem vinni að verkefnum í samræmi við starfsáætlun landsfundar en hafi um það samstarf við miðnefnd. 9. Samtök hernaðarandstæðinga gefa út málgagnið Dagfara, halda úti vefsíðunni Friður.is og reka netpóstlista. Bóka og skjalasafn samtakanna er aðgengilegt almenningi. Miðnefnd hefur umsjón með allri útgáfu samtakanna. 10. Lögum þessum er aðeins heimilt að breyta á landsfundi og gildir þá einfaldur meirihluti greiddra atkvæða. Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist miðnefnd fyrir lok ágústmánaðar. Þær skulu fylgja fundarboði landsfundar. Breytingartillögur sem síðar koma fram má þó bera undir atkvæði, en þurfa þá samþykki ¾ hluta fundarmanna á landsfundi.

Færslur

SHA_forsida_top

Blog Masonry Fullwidth

Blog Masonry Fullwidth

SHA_forsida_top

Blog Masonry No Sidebar

Blog Masonry No Sidebar

SHA_forsida_top

Blog Standard No Sidebar

Blog Standard No Sidebar

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður marsmánaðar

Fjáröflunarmálsverður marsmánaðar

Föstudagskvöldið 28. mars verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn. Matseld verður í höndum MFÍK og er matseðillinn …

SHA_forsida_top

Úkraína og Krímskagi – félagsfundur SHA

Úkraína og Krímskagi – félagsfundur SHA

Málefni Úkraínu hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið vegna pólitísks óstöðugleika og rússneskrar …

SHA_forsida_top

Fjölmiðlar og friðarmálin

Fjölmiðlar og friðarmálin

Blaðamennirnir Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhansson á DV fengu á dögunum íslensku blaðamannaverðlaunin …

SHA_forsida_top

Hvað er á seyði í Suður-Súdan?

Hvað er á seyði í Suður-Súdan?

Suður-Súdan hefur komist í heimsfréttirnar upp á síðkastið vegna ófriðarástands í landinu. Guðrún Sif Friðriksdóttir …

SHA_forsida_top

NATO og norræn samvinna

NATO og norræn samvinna

Þegar Bandaríkjamenn réðust á Afghanistan í október 2001 höfðu þeir lítið lögmæti til þess. Eftir …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Föstudagskvöldið 28. febrúar n.k. verður annar fjáröflunarkvöldverður ársins haldinn í Friðarhúsi. Kokkur kvöldsins verður Geir …

SHA_forsida_top

Ályktun um loftrýmisgæslu 2014

Ályktun um loftrýmisgæslu 2014

Eins og rækilega hefur komið fram, standa nú hér á landi yfir umfangsmiklar heræfingar með …

SHA_forsida_top

Dæmisagan falska um Rúanda

Dæmisagan falska um Rúanda

Fyrst: um Bosníu og Kosovo Í fyrri grein var minnst á nokkur þau voðaverk á …

SHA_forsida_top

„Verndarskyldan“ – óskabúningur íhlutunarstefnunnar

„Verndarskyldan“ – óskabúningur íhlutunarstefnunnar

Spegillinn á Þrettándanum Þrettándadag jóla, 6. janúar, hafði Spegillinn í Ríkisútvarpinu (Pálmi Jónasson) innslag um …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður Friðarhúss

Janúarmálsverður Friðarhúss

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins verður haldinn í Friðarhúsi föstudagskvöldið 31. janúar n.k. Kokkar kvöldsins verður þríeykið …

SHA_forsida_top

Onoda á Norðurhjaranum

Onoda á Norðurhjaranum

Hiroo Onoda lést í Tókíó 91 árs að aldri. Onoda varð heimsfrægur árið 1974 þegar …

SHA_forsida_top

Bandaríkin og alþjóðalögin: félagsfundur SHA og MFÍK og fjáröflunarkvöldverður

Bandaríkin og alþjóðalögin: félagsfundur SHA og MFÍK og fjáröflunarkvöldverður

SHA og MFÍK efna til sameiginlegs félagsfundar þriðjudaginn 14. janúar í Friðarhúsi kl. 20. Þórhildur …