BREYTA

Landsráðstefna SHA, 27.-28. nóv.

Samtök hernaðarandstæðinga efna til landsráðstefnu dagana 27.-28. nóvember n.k. í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Föstudagur 27. nóv. kl. 18 Setning landsráðstefnu & fordrykkur kl. 19 Hátíðarmálsverður (sjá auglýsingu að neðan) Laugardagur 28. nóv. kl. 11 Hefðbundin aðalfundarstörf og kynning ályktana kl. 12:30 Hádegisverður kl. 13-17 Málþing & afgreiðsla ályktanna. + + + Fullveldisfögnuður & hátíðarmálsverður Friðarhúss Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. nóvember og verður að þessu sinni boðið upp á glæsilegt jólahlaðborð. Guðrún Bóasdóttir sér um matseldina, en á matseðlinum er m.a. sænsk jólaskinka og fjölbreytt heimatilbúið meðlæti, s.s. heit lifrarkæfa, síld og reykt nautatunga. Hnetusteik fyrir grænmetisætur. Tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson mætir og tekur lagið. Borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 1.500. Allir velkomnir.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …