Jóhann Ludwig Torfason myndlistarmaður vann kápumyndina sérstaklega í tilefni af Nóbelsræðu Pinters. Glöggir menn munu kannast við hermanninn unga á myndinni.
Þegar Harold Pinter tók við Bókmenntaverðlaunum Nóbels 7. desember sl. flutti hann ræðu sem vakti mikla athygli, ekki síst fyrir beinskeytta gagnrýni á utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Við sögðum lítillega frá henni hér á Friðarvefnum 14. desember og vísuðum þar á hvernig hægt er að nálgast hana á ensku og sænsku á internetinu. Það er ástæða til að vekja athygli á því að nú hefur þessi ræða birst í íslenskri þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur í Tímariti Máls og menningar, þannig að þeir sem kjósa að lesa hana á íslensku geta nálgast hana þar, og hvetjum við fólk til að nálgast tímaritið annað hvort með því að kaupa það eða drífa sig á næsta bókasafn, enda er ýmislegt fleira áhugavert í því.
Í leiðinni minnum við á átakið og undirskriftasöfnunina gegn hugsanlegri árás Bandaríkjanna á Íran, sem Harold Pinter hefur ásamt öðrum haft frumkvæði að og við greindum frá um daginn. Nánari upplýsingar um það má nálgast með því að klikka á fyrirsögnina Gegn innrás í Íran - stöðvum stríðið áður en það byrjar! hér til hliðar.




Föstudagskvöldið 28. mars verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn. Matseld verður í höndum MFÍK og er matseðillinn …

Málefni Úkraínu hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið vegna pólitísks óstöðugleika og rússneskrar …

Blaðamennirnir Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhansson á DV fengu á dögunum íslensku blaðamannaverðlaunin …

Suður-Súdan hefur komist í heimsfréttirnar upp á síðkastið vegna ófriðarástands í landinu. Guðrún Sif Friðriksdóttir …

Þegar Bandaríkjamenn réðust á Afghanistan í október 2001 höfðu þeir lítið lögmæti til þess. Eftir …

Föstudagskvöldið 28. febrúar n.k. verður annar fjáröflunarkvöldverður ársins haldinn í Friðarhúsi. Kokkur kvöldsins verður Geir …

Eins og rækilega hefur komið fram, standa nú hér á landi yfir umfangsmiklar heræfingar með …

Fyrst: um Bosníu og Kosovo Í fyrri grein var minnst á nokkur þau voðaverk á …

Spegillinn á Þrettándanum Þrettándadag jóla, 6. janúar, hafði Spegillinn í Ríkisútvarpinu (Pálmi Jónasson) innslag um …

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins verður haldinn í Friðarhúsi föstudagskvöldið 31. janúar n.k. Kokkar kvöldsins verður þríeykið …

Hiroo Onoda lést í Tókíó 91 árs að aldri. Onoda varð heimsfrægur árið 1974 þegar …

SHA og MFÍK efna til sameiginlegs félagsfundar þriðjudaginn 14. janúar í Friðarhúsi kl. 20. Þórhildur …