Jóhann Ludwig Torfason myndlistarmaður vann kápumyndina sérstaklega í tilefni af Nóbelsræðu Pinters. Glöggir menn munu kannast við hermanninn unga á myndinni.
Þegar Harold Pinter tók við Bókmenntaverðlaunum Nóbels 7. desember sl. flutti hann ræðu sem vakti mikla athygli, ekki síst fyrir beinskeytta gagnrýni á utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Við sögðum lítillega frá henni hér á Friðarvefnum 14. desember og vísuðum þar á hvernig hægt er að nálgast hana á ensku og sænsku á internetinu. Það er ástæða til að vekja athygli á því að nú hefur þessi ræða birst í íslenskri þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur í Tímariti Máls og menningar, þannig að þeir sem kjósa að lesa hana á íslensku geta nálgast hana þar, og hvetjum við fólk til að nálgast tímaritið annað hvort með því að kaupa það eða drífa sig á næsta bókasafn, enda er ýmislegt fleira áhugavert í því.
Í leiðinni minnum við á átakið og undirskriftasöfnunina gegn hugsanlegri árás Bandaríkjanna á Íran, sem Harold Pinter hefur ásamt öðrum haft frumkvæði að og við greindum frá um daginn. Nánari upplýsingar um það má nálgast með því að klikka á fyrirsögnina Gegn innrás í Íran - stöðvum stríðið áður en það byrjar! hér til hliðar.

Atlantshafsbandalagið, NATO, verður sextíu ára í vor. Það var stofnað 4. apríl 1949. Dagana 2. …

MFÍK fundar í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 27. febrúar eins og áður hefur verið kynnt. Sérstakur …

Félagsfundur SHA með Árna Þór Sigurðssyni, formanni utanríkismálanefndar, mánudagskvöldið 23. febrúar , var afar fróðlegur. …

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. febrúar n.k. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um …

Samtök hernaðarandstæðinga efna til opins félagsfundar mánudagskvöldið 23. febrúar kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 89. …

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

Samtök hernaðarandstæðinga vekja athygli á fregnum sem borist hafa af árekstri tveggja kjarnorkukafbáta á Atlantshafi. …

Fundur útgáfuhóps SHA

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Í dag, 1. febrúar, lauk í bænum Belém do Pará í norðanverðri Brasilíu níunda alþjóðlega …

Eins og fram hefur komið hér á Friðarvefnum, með tilvísunum í fjölmiðla, voru sex …

Útlit er fyrir að Ísland sé að fá nýja ríkisstjórn. Því munu væntanlega ýmsir félagsmenn …