Jóhann Ludwig Torfason myndlistarmaður vann kápumyndina sérstaklega í tilefni af Nóbelsræðu Pinters. Glöggir menn munu kannast við hermanninn unga á myndinni.
Þegar Harold Pinter tók við Bókmenntaverðlaunum Nóbels 7. desember sl. flutti hann ræðu sem vakti mikla athygli, ekki síst fyrir beinskeytta gagnrýni á utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Við sögðum lítillega frá henni hér á Friðarvefnum 14. desember og vísuðum þar á hvernig hægt er að nálgast hana á ensku og sænsku á internetinu. Það er ástæða til að vekja athygli á því að nú hefur þessi ræða birst í íslenskri þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur í Tímariti Máls og menningar, þannig að þeir sem kjósa að lesa hana á íslensku geta nálgast hana þar, og hvetjum við fólk til að nálgast tímaritið annað hvort með því að kaupa það eða drífa sig á næsta bókasafn, enda er ýmislegt fleira áhugavert í því.
Í leiðinni minnum við á átakið og undirskriftasöfnunina gegn hugsanlegri árás Bandaríkjanna á Íran, sem Harold Pinter hefur ásamt öðrum haft frumkvæði að og við greindum frá um daginn. Nánari upplýsingar um það má nálgast með því að klikka á fyrirsögnina Gegn innrás í Íran - stöðvum stríðið áður en það byrjar! hér til hliðar.

Stjórn Friðarhúss ehf. fundar

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi hefst kl. 19.

Fjáröflunarmálsverður verður haldinn í Friðarhúsi föstudaginn 28. mars. Þorvaldur Þorvaldsson eldar lasagne og Harpa Stefánsdóttir …

28. febrúar síðastliðinn var lagt fyrir Alþingi Frumvarp til laga um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum …

Mótmælastaða verður við kínverska sendiráðið Víðimel 29 klukkan 5 í dag, 17. mars, til stuðnings …

Nokkur hundruð manns komu saman á Ingólfstorgi í dag, 15. mars í tilefni af alþjóðlegum …

Útifundur á Ingólfstorgi kl. 13 laugardaginn 15. mars Sjá nánar Tillögur …

Útifundur á Ingólfstorgi kl. 13 laugardaginn 15. mars Dagskrá Ávörp: Hjalti Hugason prófessor …

Útifundur á Ingólfstorgi kl. 13. Mótmælum stríðinu í Írak! Mótmælum hernaðarhyggju og heimsvaldastefnu! Stuðlum að …

Ákveðið hefur verið að senda fjóra friðargæsluliða frá Íslandi til Afganistan á næstunni til viðbótar …

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn …

Efnt verður til útifundar á Lækjartorgi í hádeginu á morgun, miðvikudaginn 5. mars klukkan 12:15, …

Miðnefndarfundur SHA í Friðarhúsi.

Utanríkismálanefnd Alþingis sendi í síðasta mánuði Samtökum hernaðarandstæðinga til umsagnar frumvarp utanríkisráðherra til varnarmálalaga. Samtökin …

Stjórn Íslands-Palestínu fundar í Friðarhúsi.