Jóhann Ludwig Torfason myndlistarmaður vann kápumyndina sérstaklega í tilefni af Nóbelsræðu Pinters. Glöggir menn munu kannast við hermanninn unga á myndinni.
Þegar Harold Pinter tók við Bókmenntaverðlaunum Nóbels 7. desember sl. flutti hann ræðu sem vakti mikla athygli, ekki síst fyrir beinskeytta gagnrýni á utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Við sögðum lítillega frá henni hér á Friðarvefnum 14. desember og vísuðum þar á hvernig hægt er að nálgast hana á ensku og sænsku á internetinu. Það er ástæða til að vekja athygli á því að nú hefur þessi ræða birst í íslenskri þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur í Tímariti Máls og menningar, þannig að þeir sem kjósa að lesa hana á íslensku geta nálgast hana þar, og hvetjum við fólk til að nálgast tímaritið annað hvort með því að kaupa það eða drífa sig á næsta bókasafn, enda er ýmislegt fleira áhugavert í því.
Í leiðinni minnum við á átakið og undirskriftasöfnunina gegn hugsanlegri árás Bandaríkjanna á Íran, sem Harold Pinter hefur ásamt öðrum haft frumkvæði að og við greindum frá um daginn. Nánari upplýsingar um það má nálgast með því að klikka á fyrirsögnina Gegn innrás í Íran - stöðvum stríðið áður en það byrjar! hér til hliðar.

Fjölmenni í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí Fjölmenni var í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí, …

Um samfelluna í utanríkisstefnu Bandaríkjanna Stefán Pálsson, formaður Samtaka herstöðvaandstæðinga, skrifaði grein á vefritið Múrinn …

Morgunkaffi SHA verður í Friðarhúsi og hefst kl. 11.

Að morgni 1. maí verður að venju morgunkaffi SHA. Það hefst kl. 11 í Friðarhúsi. …

Ritstjórnargrein Herstöðvaandstæðingar hafa löngum látið mikið á sér bera í kröfugöngu verkalýðsfélaganna 1. maí. …

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi stendur yfir pottunum á fjáröflunarmálsverði Friðarhúss. Borðhald hefst. kl. 19.

Morgunfundur 1. maí 2006 Mongo sportbar, Kaupangi kl. 10.30 Stefna – félag vinstri manna heldur …

eftir Hugin Frey Þorsteinsson Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 21. apríl 2006 Síðastliðin 60 …

Laugardaginn 29. apríl verður fjöldaganga og útifundur í New York fyrir friði, réttlæti og lýðræði. …

Að morgni 1. maí verður að venju morgunkaffi SHA. Það hefst kl. 11 í Friðarhúsi. …

Föstudagskvöldið 28. apríl verður fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi þar sem Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi sér um eldamennsku. …

Stjórn Friðarhúss fundar til að undirbúa aðalfund.

Í dag, 26. apríl, setjast fulltrúar íslensku ríkisstjórnarinnar aftur niður með fulltrúum frá Bandaríkjunum til …

Almennur félagsfundur SHA til að ræða verkefni haustsins. Er herinn á förum? Hvernig er best …

Það er margt á seyði hjá SHA næstu vikuna, þótt sumarið sé komið smkv. dagatalinu. …