Jóhann Ludwig Torfason myndlistarmaður vann kápumyndina sérstaklega í tilefni af Nóbelsræðu Pinters. Glöggir menn munu kannast við hermanninn unga á myndinni.
Þegar Harold Pinter tók við Bókmenntaverðlaunum Nóbels 7. desember sl. flutti hann ræðu sem vakti mikla athygli, ekki síst fyrir beinskeytta gagnrýni á utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Við sögðum lítillega frá henni hér á Friðarvefnum 14. desember og vísuðum þar á hvernig hægt er að nálgast hana á ensku og sænsku á internetinu. Það er ástæða til að vekja athygli á því að nú hefur þessi ræða birst í íslenskri þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur í Tímariti Máls og menningar, þannig að þeir sem kjósa að lesa hana á íslensku geta nálgast hana þar, og hvetjum við fólk til að nálgast tímaritið annað hvort með því að kaupa það eða drífa sig á næsta bókasafn, enda er ýmislegt fleira áhugavert í því.
Í leiðinni minnum við á átakið og undirskriftasöfnunina gegn hugsanlegri árás Bandaríkjanna á Íran, sem Harold Pinter hefur ásamt öðrum haft frumkvæði að og við greindum frá um daginn. Nánari upplýsingar um það má nálgast með því að klikka á fyrirsögnina Gegn innrás í Íran - stöðvum stríðið áður en það byrjar! hér til hliðar.

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna (MFÍK) hafa boðað til undirbúningsfundar fyrir menningar- og baráttudagskrá …

Frá Þjóðarhreyfingunni - með lýðræði ÁR FRÁ YFIRLÝSINGUNNI Í THE NEW YORK TIMES ,,... …

Stjórnarfundur í Friðarhúsi SHA ehf. hefst kl. 20. Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um starfsemina.

Friðarpípan, spurningakeppni Samtaka herstöðvaandstæðinga verður haldin í Friðahúsi kl. 16.

Friðarpípan, spurningakeppni SHA, verður haldin laugardaginn 21. janúar í Friðarhúsinu og hefst kl. 16. …

Á vefritinu Hugsandi birtist nýverið grein eftir sagnfræðinginn Unni Maríu Bergsveinsdóttur, fyrrum miðnefndarfulltrúa í …

Þann tuttugasta mars nk. verða þrjú ár liðin frá því að innrás Bandaríkjamanna og bandalagsríkja …

18.-20. mars verða alþjóðleg mótmæli gegn Íraksstríðinu, en þrjú ár verða þá liðin frá innrás …

Tímarit og fréttabréf Samtaka herstöðvaandstæðinga nefnist Dagfari, en útgáfusaga blaðsins nær aftur á fyrri hluta …

Unnið verður að málningarvinnu í Friðarhúsi á sunnudag frá klukkan 14. Um er að ræða …

Unnið verður að málningarvinnu o.fl. í Friðarhúsi frá kl. 14. Vinnufúsar hendur velkomnar.

Friðarhús er lokað vegna einkasamkvæmis.

Eins og kom fram í fréttum hér á síðunni 10. janúar (sjá hér neðar á …

Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga til ályktunar um opinbera nefnd um öryggi og …

Þann 20. mars næstkomandi verða liðin þrjú ár frá því innrásin í Írak hófst. Undanfarin …