BREYTA

Listi þeirra sem sáu að sér

Þessi grein Einars Ólafssonar, ritara SHA, birtist í fréttablaðinu 28. janúar sl. Það er svolítið undarlegar umræður þessa dagana um lista hinna viljugu þjóða eða ríkja. Menn deila meðal annars um hvort einhver listi sé til, hvort hann hafi einhverntíma verið til, hvort hann sé til enn, hvort sé eitthvert mark takandi á honum hafi hann einhvern tíma verið til, hvort hann sé bara verk einhvers undirsáta í Washington og ég veit ekki hvað. En væri ekki ráð að spyrja sig fyrst: Hvað eiginlega er listi? Er listi nokkuð annað en upptalning á einhverjum hlutum eða atriðum sem af einhverjum ástæðum er ástæða til að telja saman? Um leið og vitað var um 30 ríki sem studdu innrás Bandaríkjanna í Írak og einhver búinn að skrifa þau á blað var komin listi. Og sá listi hverfur ekki þótt einhverjum þyki ástæða til að telja saman þau ríki sem eru með hermenn í Írak og þannig verði til annar listi. Og listi yfir ríki sem studdu innrásina hverfur ekki heldur þótt einhver ríki sem það gerðu ákveði að hætta stuðningi við hernám Íraks og aðgerðir Bandaríkjanna þar. Það bætast bara tveir listar við: listi yfir þau ríki sem enn styðja hernámið og listi yfir þau ríki sem hafa hætt því. Þannig er listinn sem slíkur aukatriði. Málið snýst um tvennt: Annars vegar hvort rétt hafi verið að styðja innrásina og hins vegar hvort rétt hafi verið að þeirri ákvörðun staðið. Og það er sitthvort málið. Ef við vorum á móti innrásinni skipti í sjálfu sér ekki höfuðmáli hvernig ákvörðunin var tekin, hún var röng og forkastanleg hvernig sem hún var tekin. Hins vegar er það í sjálfu sér alvarlegt mál að svo mikilvæg ákvörðun sé tekin á jafn ólýðræðilegan hátt og gert var. Um það geta menn verið sammála þótt þeir séu á öndverðri skoðun um réttmæti innrásarinnar – eða ættu að geta verið það. Í skoðanakönnun Gallups sem var birt 7. janúar er spurt hvort Ísland eigi að „vera á lista með þeim þjóðum sem styðja hernaðaraðgerðir Breta og Bandaríkjamanna í Írak“. Með þessu er augljóslega verið að spyrja um hvort íslenska ríkisstjórnin (eða ráðherrarnir tveir) eigi að draga til baka stuðning sinn við hernaðaraðgerðirnar sem nú standa yfir í Írak. Þetta hljóta allir að skilja nema umræddir tveir ráðherrar og þeirra nánasti umgangskreðs. Þetta skilningsleysi stafar ekki endilega af greindarskorti. Þeir eru bara í vondum málum og rökþrota en vilja horfast í augu við vilja þjóðar sinnar. Ef við höldum áfram þessu listatali, þá getum við talað um lista yfir lönd þar sem þjóðin hefur hafnað stuðningi við stríð sem ráðherrar hennar vildu styðja og það væri líka hægt að hugsa sér lista yfir ráðherra eða ríkisstjórnir sem hafa séð að sér og látið af stuðningi við hernaðaraðgerðir í Írak. Þeir væru menn að meiri ráðherrarnir sem færu á slíkan lista. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Sprengjurnar

Sprengjurnar

Uppgjöf Japana var yfirvofandi, það var í raun engin ástæða fyrir okkur að beita þessu …

SHA_forsida_top

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

60 ár verða senn liðin frá kjarnorkuárásunum á Hiroshima og Nagasaki. Afmæli þessara hræðilegu sprenginga, …

SHA_forsida_top

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Á síðustu landsráðstefnum SHA hafa verið samþykktar ályktanir þess efnis að unnið skuli að því …

SHA_forsida_top

SHA andæfa herskipaheimsókn

SHA andæfa herskipaheimsókn

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá fréttaáhorfendum að rússnesk herskip halda til í …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla komu rússnesku herskipanna Levtsjenkó aðmíráls og Vjazma til Reykjavíkur og árétta að …

SHA_forsida_top

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

Hryðjuverkin í Lundúnum í morgun, þann 7. júlí 2005, eru óafsakanleg. Slíkan verknað, sem bitnar …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Bulletin of the Atomic Scientist er virtasta tímarit á sviði umfjöllunar um kjarnorkuvopnamál. Tímaritið er …

SHA_forsida_top

Ályktun frá miðnefnd SHA

Ályktun frá miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fordæmir misbeitingu lögreglu og dómstóla á gæsluvarðhaldi yfir Bretanum Paul Gill vegna …

SHA_forsida_top

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Ráðstefna stjórnarskrárnefndar með fulltrúum frjálsra félagasamtaka var haldin að Hótel Loftleiðum í gær, laugardag. Samtök …

SHA_forsida_top

Stjórnarskrárnefnd fundar

Stjórnarskrárnefnd fundar

Um helgina efnir stjórnarskárnefnd til málþings, þar sem fulltrúar ýmissa félagasamtaka sem gert hafa athugasemdir …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Endurskoðunarráðstefnu NPT-samningsins um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem hófst í New York 2. maí lauk …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Þegar þetta er skrifað stendur yfir í New York ráðstefna um endurskoðun samningsins um bann …

SHA_forsida_top

Listi þeirra sem sáu að sér

Listi þeirra sem sáu að sér

Þessi grein Einars Ólafssonar, ritara SHA, birtist í fréttablaðinu 28. janúar sl. Það er svolítið …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

SHA stendur fyrir fundum í Friðarhúsi öll fimmtudagskvöld. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Samtök herstöðvaandstæðinga bjóða ráðherrum áfallahjálp Öllum þeim sem fylgst hafa með fréttum undanfarin misseri er …