BREYTA

Listi þeirra sem sáu að sér

Þessi grein Einars Ólafssonar, ritara SHA, birtist í fréttablaðinu 28. janúar sl. Það er svolítið undarlegar umræður þessa dagana um lista hinna viljugu þjóða eða ríkja. Menn deila meðal annars um hvort einhver listi sé til, hvort hann hafi einhverntíma verið til, hvort hann sé til enn, hvort sé eitthvert mark takandi á honum hafi hann einhvern tíma verið til, hvort hann sé bara verk einhvers undirsáta í Washington og ég veit ekki hvað. En væri ekki ráð að spyrja sig fyrst: Hvað eiginlega er listi? Er listi nokkuð annað en upptalning á einhverjum hlutum eða atriðum sem af einhverjum ástæðum er ástæða til að telja saman? Um leið og vitað var um 30 ríki sem studdu innrás Bandaríkjanna í Írak og einhver búinn að skrifa þau á blað var komin listi. Og sá listi hverfur ekki þótt einhverjum þyki ástæða til að telja saman þau ríki sem eru með hermenn í Írak og þannig verði til annar listi. Og listi yfir ríki sem studdu innrásina hverfur ekki heldur þótt einhver ríki sem það gerðu ákveði að hætta stuðningi við hernám Íraks og aðgerðir Bandaríkjanna þar. Það bætast bara tveir listar við: listi yfir þau ríki sem enn styðja hernámið og listi yfir þau ríki sem hafa hætt því. Þannig er listinn sem slíkur aukatriði. Málið snýst um tvennt: Annars vegar hvort rétt hafi verið að styðja innrásina og hins vegar hvort rétt hafi verið að þeirri ákvörðun staðið. Og það er sitthvort málið. Ef við vorum á móti innrásinni skipti í sjálfu sér ekki höfuðmáli hvernig ákvörðunin var tekin, hún var röng og forkastanleg hvernig sem hún var tekin. Hins vegar er það í sjálfu sér alvarlegt mál að svo mikilvæg ákvörðun sé tekin á jafn ólýðræðilegan hátt og gert var. Um það geta menn verið sammála þótt þeir séu á öndverðri skoðun um réttmæti innrásarinnar – eða ættu að geta verið það. Í skoðanakönnun Gallups sem var birt 7. janúar er spurt hvort Ísland eigi að „vera á lista með þeim þjóðum sem styðja hernaðaraðgerðir Breta og Bandaríkjamanna í Írak“. Með þessu er augljóslega verið að spyrja um hvort íslenska ríkisstjórnin (eða ráðherrarnir tveir) eigi að draga til baka stuðning sinn við hernaðaraðgerðirnar sem nú standa yfir í Írak. Þetta hljóta allir að skilja nema umræddir tveir ráðherrar og þeirra nánasti umgangskreðs. Þetta skilningsleysi stafar ekki endilega af greindarskorti. Þeir eru bara í vondum málum og rökþrota en vilja horfast í augu við vilja þjóðar sinnar. Ef við höldum áfram þessu listatali, þá getum við talað um lista yfir lönd þar sem þjóðin hefur hafnað stuðningi við stríð sem ráðherrar hennar vildu styðja og það væri líka hægt að hugsa sér lista yfir ráðherra eða ríkisstjórnir sem hafa séð að sér og látið af stuðningi við hernaðaraðgerðir í Írak. Þeir væru menn að meiri ráðherrarnir sem færu á slíkan lista. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Bjartsýnisverðlaun Nóbels

Bjartsýnisverðlaun Nóbels

Átti Barack Obama skilin Friðarverðlaunin? Eftirfarandi grein Hörpu Stefánsdóttur birtist í Smugunni 10. október …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í láni þetta kvöld til félagsins Vantrúar.

SHA_forsida_top

Silfurmaður í Friðarhúsi

Silfurmaður í Friðarhúsi

Bandaríski rithöfundurinn Webster Tarpley var gestur í sjónvarpsþættinum Silfri Egils sunnudaginn 26. september, þar sem …

SHA_forsida_top

Dagur án ofbeldis – 2. október

Dagur án ofbeldis – 2. október

Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis er alþjóðlegt verkefni sem beinist að …

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Fundur í Söguhópi SHA.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Málsverður í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Rauður vettvangur, félagsfundur

Rauður vettvangur, félagsfundur

Félagsfundur RV í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Komið er að fyrsta málsverði haustsins í Friðarhúsi. Auk þess að vera góð fjáröflun fyrir …

SHA_forsida_top

Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis 2. okt. 2009 til 2. jan. 2010

Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis 2. okt. 2009 til 2. jan. 2010

2. október næstkomandi hefst á Nýja Sjálandi heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis. …

SHA_forsida_top

Ástandið á Sri Lanka

Ástandið á Sri Lanka

Borgarastríð hefur geysað á Sri Lanka nær samfellt í aldarfjórðung og komust átökin mjög í …

SHA_forsida_top

Mótmælandi Íslands, minningarsýning

Mótmælandi Íslands, minningarsýning

Sem kunnugt er lést Helgi Hóseasson á dögunum, en hann var þjóðkunnur baráttumaður fyrir friði …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar.

SHA_forsida_top

Stríðið á Sri Lanka

Stríðið á Sri Lanka

Kristján Guðmundsson fjallar um átökin á Sri Lanka.

SHA_forsida_top

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórn Dagfara fundar

SHA_forsida_top

Mótmælandi Íslands

Mótmælandi Íslands

Heimildarmynd um Helga Hóseasson í boði SHA og Vantrúar.