BREYTA

Listi þeirra sem sáu að sér

Þessi grein Einars Ólafssonar, ritara SHA, birtist í fréttablaðinu 28. janúar sl. Það er svolítið undarlegar umræður þessa dagana um lista hinna viljugu þjóða eða ríkja. Menn deila meðal annars um hvort einhver listi sé til, hvort hann hafi einhverntíma verið til, hvort hann sé til enn, hvort sé eitthvert mark takandi á honum hafi hann einhvern tíma verið til, hvort hann sé bara verk einhvers undirsáta í Washington og ég veit ekki hvað. En væri ekki ráð að spyrja sig fyrst: Hvað eiginlega er listi? Er listi nokkuð annað en upptalning á einhverjum hlutum eða atriðum sem af einhverjum ástæðum er ástæða til að telja saman? Um leið og vitað var um 30 ríki sem studdu innrás Bandaríkjanna í Írak og einhver búinn að skrifa þau á blað var komin listi. Og sá listi hverfur ekki þótt einhverjum þyki ástæða til að telja saman þau ríki sem eru með hermenn í Írak og þannig verði til annar listi. Og listi yfir ríki sem studdu innrásina hverfur ekki heldur þótt einhver ríki sem það gerðu ákveði að hætta stuðningi við hernám Íraks og aðgerðir Bandaríkjanna þar. Það bætast bara tveir listar við: listi yfir þau ríki sem enn styðja hernámið og listi yfir þau ríki sem hafa hætt því. Þannig er listinn sem slíkur aukatriði. Málið snýst um tvennt: Annars vegar hvort rétt hafi verið að styðja innrásina og hins vegar hvort rétt hafi verið að þeirri ákvörðun staðið. Og það er sitthvort málið. Ef við vorum á móti innrásinni skipti í sjálfu sér ekki höfuðmáli hvernig ákvörðunin var tekin, hún var röng og forkastanleg hvernig sem hún var tekin. Hins vegar er það í sjálfu sér alvarlegt mál að svo mikilvæg ákvörðun sé tekin á jafn ólýðræðilegan hátt og gert var. Um það geta menn verið sammála þótt þeir séu á öndverðri skoðun um réttmæti innrásarinnar – eða ættu að geta verið það. Í skoðanakönnun Gallups sem var birt 7. janúar er spurt hvort Ísland eigi að „vera á lista með þeim þjóðum sem styðja hernaðaraðgerðir Breta og Bandaríkjamanna í Írak“. Með þessu er augljóslega verið að spyrja um hvort íslenska ríkisstjórnin (eða ráðherrarnir tveir) eigi að draga til baka stuðning sinn við hernaðaraðgerðirnar sem nú standa yfir í Írak. Þetta hljóta allir að skilja nema umræddir tveir ráðherrar og þeirra nánasti umgangskreðs. Þetta skilningsleysi stafar ekki endilega af greindarskorti. Þeir eru bara í vondum málum og rökþrota en vilja horfast í augu við vilja þjóðar sinnar. Ef við höldum áfram þessu listatali, þá getum við talað um lista yfir lönd þar sem þjóðin hefur hafnað stuðningi við stríð sem ráðherrar hennar vildu styðja og það væri líka hægt að hugsa sér lista yfir ráðherra eða ríkisstjórnir sem hafa séð að sér og látið af stuðningi við hernaðaraðgerðir í Írak. Þeir væru menn að meiri ráðherrarnir sem færu á slíkan lista. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga á Ísafirði

Safnast verður saman við Ísafjarðarkirkju kl. 17:45 og gengið niður á Silfurtorg þar sem haldin …

SHA_forsida_top

Til umhugsunar: kaup handa börnum fyrir jól

Til umhugsunar: kaup handa börnum fyrir jól

Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa sent frá sér eftirfarandi áskorun sem okkur finnst ástæða …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Reykjavík: Lagt af stað frá Hlemmi stundvíslega kl. 18. Hamrahlíðarkórinn og kór Menntaskólans við …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Akureyri - réttur tími

Friðarganga á Akureyri - réttur tími

Ranghermt var í frétt hér á Friðarvefnum að Þorláksgangan á Akureyri hæfist kl. 22. Hið …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Akureyri

Friðarganga á Akureyri

Friðargangan á Akureyri leggur af stað Menntaskólanum klukkan 20. Göngunni lýkur með fundi þar sem …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga verður að venju á Ísafirði á Þorláksmessu. Gangan hefst kl. 18, líkt og í …

SHA_forsida_top

Jólagjöf friðarsinnans

Jólagjöf friðarsinnans

Friðarsinnar eru upp til hópa nægjusamt fólk sem ekki gengur svo glatt græðginni og lífsgæðakapphlaupinu …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Efnt verður til þriggja friðarganga á Þorláksmessu í ár, í Reykjavík, á Ísafirði og …

SHA_forsida_top

Fjölmenni á málsverði

Fjölmenni á málsverði

Frábær mæting var á fjáröflunarmálsverð Friðarhúss á föstudagskvöld, en um fimmtíu manns mættu og gæddu …

SHA_forsida_top

Undirbúningur Þorláksmessugöngu

Undirbúningur Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi um undirbúning friðargöngu á Þorláksmessu. Fundurinn hefst kl. 20 og …

SHA_forsida_top

Friðarpípan – spurningakeppni SHA

Friðarpípan – spurningakeppni SHA

Friðarpípan, reyklaus spurningakeppni, verður haldin laugardaginn 17. desember í Friðarhúsi. Keppt verður eftir hefðbundnu pöbb-kviss …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður til styrktar Friðarhúsi verður haldinn að kvöldi föstudagsins 16. desember og hefst kl. 19. …

SHA_forsida_top

Krásir

Krásir

Föstudagskvöldið 16. desember verður efnt til fjáröflunarmálsverðar í Friðarhúsi, þar sem friðarsinnar geta kýlt vömbina …

SHA_forsida_top

Áhrifamikil ræða Nóbelsverðlaunahafans Harold Pinter

Áhrifamikil ræða Nóbelsverðlaunahafans Harold Pinter

Það var friðasinnnum sérstakt ánægjuefni að Nóbelsverðlaunin voru þetta árið veitt breska leikritaskáldinu Harold Pinter. …

SHA_forsida_top

Fundað í framhaldsskólum

Fundað í framhaldsskólum

Undirbúningsfundur fyrir skólaheimsóknir SHA á vorönn, m.a. rætt um endurskoðun Skóla-Dagfara frá árinu 1999. Hefst …