BREYTA

Lítið samráð við verkalýðshreyfinguna vegna brottfarar hersins - framtíð 360 starfsmanna enn óráðin

Skv. frétt í Ríkisútvarpinu í dag hefur formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis gagnrýnt stjórnvöld fyrir lítið samráð við verkalýðshreyfinginuna. Í Víkurfréttum kemur fram að 360 starfmenn herliðsins hafa enn ekki fengið annað starf. RÚV, 10. ágúst 2006:
    Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, gagnrýnir að lítið samráð hafi verið haft við verkalýðshreyfinguna og starfsmenn varnarliðsins um stöðu mála vegna brottfarar Bandaríkjahers. Viktor Borgar Kjartansson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjanesbæ, segir komin tíma til að blása lífi í samráðsnefnd stjórnvalda og bæjarfélaga á Suðurnesjum. Fátt fréttist efnislega af gangi viðræðna stjórnvalda við Bandaríkjamenn um viðskilnað Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Ekkert er vitað hvað verður um mannvirki; hvort einhver viðbúnaður verður þar áfram o.s.frv. Um 500 Íslendingar eru að störfum fyrir varnarliðið. Helga Jóhanna Oddsdóttir, forstöðumaður ráðgjafastofu starfsmanna á varnarsvæði, segir að um 360 þeirra hafi ekki enn fundið sér vinnu. Seinasti starfsdagurinn á vellinum er 30. september; eftir rétt rúman einn og hálfan mánuð. Kristján Gunnarsson og Viktor Borgar Kjartansson hafa áhyggjur af þessu og hvetja fólk til að bretta upp ermar og finna sér vinnu. Kristján gagnrýnir líka að fólk fái ekkert að vita um gang mála í viðræðum við Bandaríkjamenn.
Víkurfréttir, 10. ágúst 2006:
    Um 360 íslenskir starfsmenn Varnarliðsins eru ekki enn búnir að finna annað starf en uppsagnarfrestur þeirra flestra er til 30. september, þegar öll starfsemi VL leggst af. Af þessum fjölda búa um 240 á Suðurnesjum og 120 á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Kristjáns Gunnarssonar, formanns VSFK, er öll starfsemi á Vellinum í lágmarki og því lítið um verkefni fyrir þá starfsmenn sem enn eru þar við störf. Fólk sé bara að bíða þess sem verða vill í haust og klára sinn uppsagnarfrest. Þeir starfsmenn sem starfað hafa við flugvallarreksturinn halda sínum störfum undir merkjum Flugmálastjórnar sem tekur við rekstrinum í haust. Sá starfsmannafjöldi telur vel á annað hundraðið af þeim 500 sem enn eru við störf hjá VL.

Færslur

SHA_forsida_top

Opinn fundur með Dr. Amal Jadou

Opinn fundur með Dr. Amal Jadou

Við viljum vekja athygli félaga á fundi sem félagið Ísland Palestína ásamt fleirum stendur fyrir …

SHA_forsida_top

Jólahlaðborð Friðarhúss, 27. nóv.

Jólahlaðborð Friðarhúss, 27. nóv.

Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina. Glæsilegt hlaðborð: * Heimalöguð sænsk jólaskinka með kartöflusalati, og …

SHA_forsida_top

Jemen: týnda stríðið

Jemen: týnda stríðið

Félagsfundur SHA mánudaginn 23. nóv. kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Harðvítugt borgarastríð geisar nú …

SHA_forsida_top

Flóttafólkið og ábyrgð okkar: vitnisburður af vettvangi

Flóttafólkið og ábyrgð okkar: vitnisburður af vettvangi

  Félagsfundur í Friðarhúsi fimmtudagskvöldið 19.nóv. kl. 20 Stöðugt dynja á okkur fréttir af málefnum …

SHA_forsida_top

Friðarvika SGI í Bæjarbíói

Friðarvika SGI í Bæjarbíói

Samtök hernaðarandstæðinga vekja athygli á þessari samkomu á vegum friðarsamtakanna SGI, sem hafa um árabil …

SHA_forsida_top

Haustverður Friðarhúss - 30.okt.

Haustverður Friðarhúss - 30.okt.

Sjálfbærni – nýtni – friður Haustið er tími uppskerunnar og tími breytinga. Föstudagskvöldið 30. október …

SHA_forsida_top

Flóttamannasprengingin – orsakir og afleiðingar

Flóttamannasprengingin – orsakir og afleiðingar

Þórarinn Hjartarson flutti meðfylgjandi erindi þann 17. október sl. Fyrst eru það nokkrar staðreyndir sem …

SHA_forsida_top

Norður-Atlantshafs læknamorðingjabandalagið: Ályktun frá miðnefnd SHA

Norður-Atlantshafs læknamorðingjabandalagið: Ályktun frá miðnefnd SHA

Siðferðislegt gjaldþrot hernaðar Nató-ríkja í Afganistan var fullkomnað á dögunum með árás Bandaríkjahers á sjúkrahús …

SHA_forsida_top

Flóttamannasprengingin - Orsakir og afleiðingar

Flóttamannasprengingin - Orsakir og afleiðingar

Opinn fundur í Friðarhúsi laugardaginn 17. október kl. 14. Tengist flóttamannastraumurinn til Evrópu endurnýjaðri …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður

Friðarmálsverður

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 25. september. Harpa Stefánsdóttir og Ármann Gunnarsson …

SHA_forsida_top

Nýliðakvöld

Nýliðakvöld

Þriðjudaginn 15. september kl. 20 verður haldið nýliðakvöld Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsinu. Þar gefst nýjum …

SHA_forsida_top

Búum til þúsund pappírströnur!

Búum til þúsund pappírströnur!

Margir hafa vafalítið heyrt söguna af Sadako Sasaki, japönsku stúlkunni sem var fórnarlamb kjarnorkusprengjunnar í …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hírósíma: Trönugerð friðarsinnans

Aldrei aftur Hírósíma: Trönugerð friðarsinnans

Friðarhús verður opið á Menningarnótt Reykjavíkur þann 22. ágúst n.k. frá kl. 13 til 16. …

SHA_forsida_top

Ræða á kertafleytingu á Akureyri

Ræða á kertafleytingu á Akureyri

Valgerður H. Bjarnadóttir trúarbragðafræðingur flutti ávarp á kertafleytingu á Akureyri fimmtudaginn 6. ágúst 2015. Kæru …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Steinunn Þóra Árnadóttir alþingismaður og friðarsinni flutti eftirfarandi ávarp við Reykjavíkurtjörn 6. ágúst sl. Ágæta …