BREYTA

Lítið samráð við verkalýðshreyfinguna vegna brottfarar hersins - framtíð 360 starfsmanna enn óráðin

Skv. frétt í Ríkisútvarpinu í dag hefur formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis gagnrýnt stjórnvöld fyrir lítið samráð við verkalýðshreyfinginuna. Í Víkurfréttum kemur fram að 360 starfmenn herliðsins hafa enn ekki fengið annað starf. RÚV, 10. ágúst 2006:
    Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, gagnrýnir að lítið samráð hafi verið haft við verkalýðshreyfinguna og starfsmenn varnarliðsins um stöðu mála vegna brottfarar Bandaríkjahers. Viktor Borgar Kjartansson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjanesbæ, segir komin tíma til að blása lífi í samráðsnefnd stjórnvalda og bæjarfélaga á Suðurnesjum. Fátt fréttist efnislega af gangi viðræðna stjórnvalda við Bandaríkjamenn um viðskilnað Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Ekkert er vitað hvað verður um mannvirki; hvort einhver viðbúnaður verður þar áfram o.s.frv. Um 500 Íslendingar eru að störfum fyrir varnarliðið. Helga Jóhanna Oddsdóttir, forstöðumaður ráðgjafastofu starfsmanna á varnarsvæði, segir að um 360 þeirra hafi ekki enn fundið sér vinnu. Seinasti starfsdagurinn á vellinum er 30. september; eftir rétt rúman einn og hálfan mánuð. Kristján Gunnarsson og Viktor Borgar Kjartansson hafa áhyggjur af þessu og hvetja fólk til að bretta upp ermar og finna sér vinnu. Kristján gagnrýnir líka að fólk fái ekkert að vita um gang mála í viðræðum við Bandaríkjamenn.
Víkurfréttir, 10. ágúst 2006:
    Um 360 íslenskir starfsmenn Varnarliðsins eru ekki enn búnir að finna annað starf en uppsagnarfrestur þeirra flestra er til 30. september, þegar öll starfsemi VL leggst af. Af þessum fjölda búa um 240 á Suðurnesjum og 120 á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Kristjáns Gunnarssonar, formanns VSFK, er öll starfsemi á Vellinum í lágmarki og því lítið um verkefni fyrir þá starfsmenn sem enn eru þar við störf. Fólk sé bara að bíða þess sem verða vill í haust og klára sinn uppsagnarfrest. Þeir starfsmenn sem starfað hafa við flugvallarreksturinn halda sínum störfum undir merkjum Flugmálastjórnar sem tekur við rekstrinum í haust. Sá starfsmannafjöldi telur vel á annað hundraðið af þeim 500 sem enn eru við störf hjá VL.

Færslur

SHA_forsida_top

Er starfsemi Varnarmálastofnunar nauðsynleg?

Er starfsemi Varnarmálastofnunar nauðsynleg?

Samkvæmt Fréttablaðinu eru verkefni stofnunarinnar talin upp í 8 liðum. 1. Rekstur loftvarnakerfis, þar með …

SHA_forsida_top

Borgarstjóri á réttri leið

Borgarstjóri á réttri leið

Í Fréttablaðinu í dag, miðvikudaginn 15. desember, er ánægjuleg fregn um tillögur borgarstjóra þess …

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Laugardaginn 11. desember verður hin árlega bókmenntakynning Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105 …

SHA_forsida_top

Aðventufundur Feministafélagsins

Aðventufundur Feministafélagsins

Feministafélagið fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Össur mistúlkar Lissabonfundinn

Össur mistúlkar Lissabonfundinn

eftir Þórarinn Hjartarson Birtist í Fréttablaðinu 2. des. 2010 Össur Skarphéðinsson kallar NATO-fundinn í …

SHA_forsida_top

Össur ginnkeyptur

Össur ginnkeyptur

eftir Finn Guðmundarson Olguson Birtist í Fréttablaðinu 1. des. 2010 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ritaði …

SHA_forsida_top

Utanríkisstefna óskhyggjunnar

Utanríkisstefna óskhyggjunnar

eftir Sverri Jakobsson Birtist í Fréttablaðinu 30. nóv. 2010 Núverandi ríkisstjórn hefur að ýmsu …

SHA_forsida_top

19 stjórnlagaþingmenn hlynntir ákvæði um kjarnorkuvopnalaust Ísland

19 stjórnlagaþingmenn hlynntir ákvæði um kjarnorkuvopnalaust Ísland

Eitt þeirra atriða sem frambjóðendur til stjórnlagaþings gátu tekið afstöðu til í spurningalista DV, sem …

SHA_forsida_top

Friðlýsingu, tafarlaust!

Friðlýsingu, tafarlaust!

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, hvetur ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna til að …

SHA_forsida_top

Heimur án kjarnorkuvopna

Heimur án kjarnorkuvopna

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, lýsir áhyggjum af þeim fregnum sem borist hafa …

SHA_forsida_top

Þjóðaratkvæði um aðildina að Nató!

Þjóðaratkvæði um aðildina að Nató!

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, minnir á þá gömlu kröfu sína að íslensku …

SHA_forsida_top

Höfnum hernaðarstarfsemi og heræfingum á Íslandi

Höfnum hernaðarstarfsemi og heræfingum á Íslandi

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, krefst þess að herstöðvasamningi Íslands við Bandaríkin verði …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fyrir starfsárið 2010-2011 var kjörin á landsráðstefnu hinn 24. nóvember 2010. …