BREYTA

Lítið samráð við verkalýðshreyfinguna vegna brottfarar hersins - framtíð 360 starfsmanna enn óráðin

Skv. frétt í Ríkisútvarpinu í dag hefur formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis gagnrýnt stjórnvöld fyrir lítið samráð við verkalýðshreyfinginuna. Í Víkurfréttum kemur fram að 360 starfmenn herliðsins hafa enn ekki fengið annað starf. RÚV, 10. ágúst 2006:
    Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, gagnrýnir að lítið samráð hafi verið haft við verkalýðshreyfinguna og starfsmenn varnarliðsins um stöðu mála vegna brottfarar Bandaríkjahers. Viktor Borgar Kjartansson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjanesbæ, segir komin tíma til að blása lífi í samráðsnefnd stjórnvalda og bæjarfélaga á Suðurnesjum. Fátt fréttist efnislega af gangi viðræðna stjórnvalda við Bandaríkjamenn um viðskilnað Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Ekkert er vitað hvað verður um mannvirki; hvort einhver viðbúnaður verður þar áfram o.s.frv. Um 500 Íslendingar eru að störfum fyrir varnarliðið. Helga Jóhanna Oddsdóttir, forstöðumaður ráðgjafastofu starfsmanna á varnarsvæði, segir að um 360 þeirra hafi ekki enn fundið sér vinnu. Seinasti starfsdagurinn á vellinum er 30. september; eftir rétt rúman einn og hálfan mánuð. Kristján Gunnarsson og Viktor Borgar Kjartansson hafa áhyggjur af þessu og hvetja fólk til að bretta upp ermar og finna sér vinnu. Kristján gagnrýnir líka að fólk fái ekkert að vita um gang mála í viðræðum við Bandaríkjamenn.
Víkurfréttir, 10. ágúst 2006:
    Um 360 íslenskir starfsmenn Varnarliðsins eru ekki enn búnir að finna annað starf en uppsagnarfrestur þeirra flestra er til 30. september, þegar öll starfsemi VL leggst af. Af þessum fjölda búa um 240 á Suðurnesjum og 120 á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Kristjáns Gunnarssonar, formanns VSFK, er öll starfsemi á Vellinum í lágmarki og því lítið um verkefni fyrir þá starfsmenn sem enn eru þar við störf. Fólk sé bara að bíða þess sem verða vill í haust og klára sinn uppsagnarfrest. Þeir starfsmenn sem starfað hafa við flugvallarreksturinn halda sínum störfum undir merkjum Flugmálastjórnar sem tekur við rekstrinum í haust. Sá starfsmannafjöldi telur vel á annað hundraðið af þeim 500 sem enn eru við störf hjá VL.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur verða að venju haldnar á Þorláksmessu á þremur stöðum á landinu. Athugið að tímasetningar …

SHA_forsida_top

Upphafið að endalokum Sprengjunnar! – Friðarsinnar bjóða í bíó!

Upphafið að endalokum Sprengjunnar! – Friðarsinnar bjóða í bíó!

Nærri 75 ár eru liðin frá því að fyrstu kjarnorkusprengjurnar voru notaðar í hernaði. Upp …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður

Fullveldisfögnuður

Nú er komið að árvissum fullveldisfögnuði og jólahlaðborði SHA. Hann varður haldinn föstudaginn 29. nóvember …

SHA_forsida_top

Gunnar Karlsson – kveðja frá SHA

Gunnar Karlsson – kveðja frá SHA

Gunnar Karlsson sagnfræðingur lést í Reykjavík á dögunum, rétt rúmlega áttræður að aldri. Hann var …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Samtaka hernaðarandstæðinga verður í Friðarhúsi fös. 25. okt. Kokkurinn er að þessu sinni fyrrum …

SHA_forsida_top

Septembermálsverður

Septembermálsverður

Fyrsti fjáröflunarmálsverður SHA haustið 2019 verður haldinn föstudaginn 27. september í Friðarhúsi. Daníel E. Arnarsson …

SHA_forsida_top

Bandaríkin færa heiminn nær kjarnorkuvetri, og Ísland hjálpar til?

Bandaríkin færa heiminn nær kjarnorkuvetri, og Ísland hjálpar til?

Þann 20. október 2018 tilkynnti forseti Bandaríkjanna að Bandaríkin myndu hverfa frá samningi um banni …

SHA_forsida_top

Baráttufundur vegna komu varaforseta Bandaríkjanna

Baráttufundur vegna komu varaforseta Bandaríkjanna

Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna er á leið til Íslands eins og rækilega hefur komið fram …

SHA_forsida_top

Um samtökin

Um samtökin

I am text block. Click edit button to change this text. Lorem ipsum dolor sit …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar gegn kjarnorkuvopnum –9. ágúst 2019

Kertafleytingar gegn kjarnorkuvopnum –9. ágúst 2019

Frá árinu 1985 hafa friðarsinnar fleytt kertum á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á …

SHA_forsida_top

Um hernaðarumsvif á Keflavíkurflugvelli

Um hernaðarumsvif á Keflavíkurflugvelli

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga gagnrýnirharðlega aukna ásælni Bandaríkjastjórnar í umsvif …

SHA_forsida_top

Maímálsverður í Friðarhúsi

Maímálsverður í Friðarhúsi

Síðasti málsverður Samtaka hernaðarandstæðinga á þessu vormisseri verður haldinn í Friðarhúsi á föstudag, 31. maí. …

SHA_forsida_top

Ísland og stofnun Ísraelsríkis - fræðslufundur í Friðarhúsi

Ísland og stofnun Ísraelsríkis - fræðslufundur í Friðarhúsi

Hjálmtýr Heiðdal er höfundur nýútkominnar bókar, Íslandsstræti í Jerúsalem. Hann heldur fyrirlestur fyrir SHA um …

SHA_forsida_top

Hundraðasti málsverðurinn!

Hundraðasti málsverðurinn!

Það verða að vanda kræsingar á borðum í fjáröflunarmálsverði SHA í Friðarhúsi föstudagkvöldið 26. apríl …

SHA_forsida_top

Ísland úr NATO

Ísland úr NATO

Ályktun frá landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga, 23. mars sl. Sjötíu ár eru liðin frá því að …