BREYTA

„Loftrýmiseftirlitið“ burt!

Ályktun frá hernaðarandstæðingum á Norðurlandi Orustuþotur NATO-ríkja koma hér með fárra vikna millibili og stunda æfingar sínar yfir Akureyri með djöfullegum gný. „Loftrýmiseftirliti“ er ætlað að vekja okkur öryggiskennd en vekur í staðinn óhug, ótta, skömm og reiði. Lengi var hernaðarbrölt hérlendis mjög takmarkað við Miðnesheiðina. Hinar reglulegu herflugæfingar yfir Akureyri og Egilsstöðum fela í sér að friðhelgi er rofin og þurrkuð út ákveðin mörk milli hins borgaralega og hins hernaðarlega. Þarna er kölluð til leiks eina hernaðarblokk nútímans, NATO, sem stendur að nánast öllum helstu styrjöldum okkar daga og ógnar stöðugt nýjum og nýjum löndum með innrásum. Hið nýja NATO er útþenslusinnað og árásarhneigt. NATO er aldrei að leika sér. Stórveldi þess bandalags keppa við önnur stórveldi um yfirráðasvæði um allan hnöttinn. Liður í þeirri keppni er baráttan um Norðuríshafið. Landvarnir Íslands eru fullkomið aukaatriði í því brölti. Norðurlandsdeild Samtaka hernaðarandstæðinga lýsir yfir að íslensk stjórnvöld skuli segja upp samningi við NATO um „loftrýmiseftirlit“. Það er ennfremur brýnt hagsmunamál almennings að Ísland að segi sig úr NATO.

Færslur

SHA_forsida_top

Ísland úr Nató, herinn . . .

Ísland úr Nató, herinn . . .

Eftirfarandi grein Jóns Torfasonar birtist í Morgunpósti VG 10. október Fyrsti október var mikill gleðidagur. …

SHA_forsida_top

Mýkri ásýnd friðargæslunnar?

Mýkri ásýnd friðargæslunnar?

Þeim tíðindum ber að fagna, sem berast frá utanríkisráðuneytinu, að nú eigi að mýkja ásýnd …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í kvöld í útleigu til félagasamtaka.

SHA_forsida_top

Þjóðarhreyfingin - með lýðræði - mótmælir breyttum varnarsamning og krefst uppsagnar hans

Þjóðarhreyfingin - með lýðræði - mótmælir breyttum varnarsamning og krefst uppsagnar hans

Ályktun Þjóðarhreyfingin - með lýðræði minnir á, að þótt varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna 1951 væri …

SHA_forsida_top

Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15

Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15

Við minnum á friðarfundinn á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.

SHA_forsida_top

Ofbeldi leysir engan vanda

Ofbeldi leysir engan vanda

Eftirfarandi grein Þórðar Sveinssonar birtist í styttri útgáfu í Fréttablaðinu Oft er hamrað á því …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuógn núna?

Kjarnorkuógn núna?

Alþjóðlegt átak til afvopnunar Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15 Við minnum á …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna komu bandaríska herskipsins USS Wasp

Ályktun frá SHA vegna komu bandaríska herskipsins USS Wasp

Samtök herstöðvaandstæðinga lýsa vanþóknun sinni á svokallaðri vináttuheimsókn bandaríska herskipsins USS Wasp. Íslenskt land, íslenskar …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Mánaðarlegur fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Borðhald hefst kl. 19 en húsið verður opnað hálftíma fyrr.

SHA_forsida_top

Bandarískt herskip væntanlegt á fimmtudag kl. 19

Bandarískt herskip væntanlegt á fimmtudag kl. 19

Fimmtudaginn 12. október er áætlað að bandaríska herskipið USS Wasp komi til Reykjavíkur og leggist …

SHA_forsida_top

MFÍK: Fundur um Palestínu í Friðarhúsi miðvikudag kl. 19

MFÍK: Fundur um Palestínu í Friðarhúsi miðvikudag kl. 19

Frá MFÍK Opinn félagsfundur miðvikudaginn 11.október kl. 19 í Friðarhúsi (á horni Njálsgötu og Snorrabrautar). …

SHA_forsida_top

Tilraunaprengingar Norður-Kóreu, CTBT-samningurinn og hin kjarnorkuvopnaríkin

Tilraunaprengingar Norður-Kóreu, CTBT-samningurinn og hin kjarnorkuvopnaríkin

CTBT-samningurinn Samningurinn um allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn (CTBT-samningurinn) var gerður árið 1996. Samkvæmt …

SHA_forsida_top

Ótíðindi frá Kóreuskaga

Ótíðindi frá Kóreuskaga

Það eru ill tíðindi sem berast nú frá Kóreu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu sprengdu í nótt …

SHA_forsida_top

Friðarfundur Húmanistahreyfingarinnar á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.00

Friðarfundur Húmanistahreyfingarinnar á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.00

Húmanistahreyfingin beitir sér fyrir friðarfundi á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október n.k. kl. 15.00. Þetta er …

SHA_forsida_top

Herinn farinn

Herinn farinn

Steinar Harðarson skrifar á Morgunpósti VG 3. október: Í sumar gerði ég þá ánægjulegu …