BREYTA

Lög SHA

Samþykkt á landsfundi félagsins (þá Samtaka herstöðvaandstæðinga) 16. - 17. okt. 1976, með áorðnum breytingum 1978, 1981, 1995, 1998, 2001, 2002, 2005, 2006, 2010 og 2013. 1. § Samtökin heita Samtök hernaðarandstæðinga. Merki samtakanna er Ísland úr nató herinn burt á bylgjumynduðu Íslandskorti í fánalitum, sem er frá 1976, höfundur Edda Sigurðardóttir. 2. § Markmið Samtaka hernaðarandstæðinga eru þessi: a) að Ísland segi upp aðildinni að Nató og standi utan allra hernaðarbandalaga. b) að Ísland segi formlega upp herstöðvasamningnum við Bandaríki Norður-Ameríku. c) að aldrei verði leyfðar herstöðvar né heræfingar á Íslandi né í íslenskri landhelgi. d) að Ísland og íslensk landhelgi verði friðlýst fyrir notkun, umferð og geymslu kjarnorkuvopna. e) að sett verði í stjórnarskrá að Ísland fari aldrei með ófriði gegn öðrum þjóðum né styðji slíkar aðgerðir annarra þjóða í orði né verki. f) að Samtökin berjast gegn hvers kyns kjarnorkuvígbúnaði og taka þátt í alþjóðlegu friðar og afvopnunarstarfi. 3. § Allir þeir, sem aðhyllast þessi markmið samtakanna og greiða árgjald til þeirra geta orðið félagar í Samtökum hernaðarandstæðinga, enda vinni þeir á engan hátt gegn málstað samtakanna. Félagsaðild er einstaklingsbundin. 4. § Samtökin afla sér fjár með árgjöldum, frjálsum framlögum, útgáfustarfsemi og  sérstökum fjáröflunaraðgerðum. 5. § Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga fer með æðsta ákvörðunarvald samtakanna. Hann samþykkir stefnuskrá, svo og starfsáætlun til eins árs. Landsfundur kýs miðnefnd, sem starfar í umboði hans og fer með ákvörðunarvald samtakanna milli landsfunda. Allir skuldlausir félagar samtakanna eru kjörgengir og atkvæðisbærir á landsfundi. Landsfund skal halda fyrir fimmtánda mars ár hvert. Miðnefnd skal boða til hans með minnst 10 daga fyrirvara fyrirvara. Ásamt rafrænni boðun skal boða hann skriflega með bréfi eða auglýsingu í Dagfara til þeirra er atkvæðisrétt eiga. Dagskrá Landsfundar skal vera þessi:: a)    Skýrsla Miðnefndar. b)    Ársreikningar félagsins. c)    Starfsáætlun lögð fram til umræðu og samþykktar. d)    Kosningar: formaður skal kosinn sérstaklega síðan 6 aðalmenn í Miðnefnd og 2 til vara. Ennfremur 2 skoðunarmenn reikninga og 2 til vara. Kosið er til eins árs eða til næsta landsfundar. e)    Ákvörðun um árgjald félagsmanna. f)    Lagðar fram ályktanir frá Miðnefnd til umræðu og afgreiðslu g)    Lagabreytingar. h) Önnur mál 6. § Miðnefnd kýs ritara og gjaldkera úr sínum hópi. Gjaldkeri miðnefndar annast reikningshald á hennar vegum og skilar reikningum til landsfundar. Reikningsár Samtakanna er almanaksárið. Allar helstu ákvarðanir miðnefndar verði kynntar í Dagfara og á vefsíðu Samtakanna og sendar út rafrænt á póstlista. 7. § Formaður boðar Miðnefndarfundi. Í forföllum formanns stýrir gjaldkeri fundi. Fundur miðnefndar er ákvörðunarfær ef 4 atkvæðisbærir menn hið minnsta sækja fund. Við atkvæðagreiðslu ræður einfaldur meirihluti af 7 úrslitum mála þ.e. minnst 4 atkvæði. Fundargerðarbók skal haldin og í hana skráð það sem gerist á Miðnefndarfundum. Hætti formaður eða forfallist til lengri tíma skal Miðnefnd ákveða hvernig við skal bregðast. A velja  formann úr eigin hópi, b velja  formann úr hópi kjörgengra félagsmanna, c starfa án formanns til næsta Landsfundi. Sama á við ef enginn býður sig fram til formanns á Landsfundar. 8. § Heimilt er hernaðarandstæðingum að mynda starfshópa og landshlutadeildir innan samtakanna sem vinni að verkefnum í samræmi við starfsáætlun landsfundar en hafi um það samstarf við miðnefnd. 9. § Samtök hernaðarandstæðinga gefa út málgagnið Dagfara, halda úti vefsíðunni Friður.is, reka netpóstlista. Bóka og skjalasafn samtakanna skal vera aðgengilegt almenningi. Miðnefnd hefur umsjón með allri útgáfu á vegum Samtakanna. 10. § Lögum þessum er aðeins heimilt að breyta á landsfundi og gildir þá einfaldur meirihluti greiddra atkvæða. Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist miðnefnd fyrir árslok. Þær skulu fylgja fundarboði landsfundar. Breytingartillögur sem síðar koma fram má þó bera undir atkvæði með samþykki 3/4 hluta fulltrúa á landsfundi.

Færslur

SHA_forsida_top

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - III.hluti, varalögregla & leyniþjónusta

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - III.hluti, varalögregla & leyniþjónusta

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru …

SHA_forsida_top

Alþjóðleg ráðstefna í Prag gegn hervæðingu Evrópu

Alþjóðleg ráðstefna í Prag gegn hervæðingu Evrópu

Síðastliðinn laugardag, 5. maí, var haldin í Prag alþjóðleg ráðstefna gegn hervæðingu Evrópu. Tékkneskir hernaðarandstæðingar …

SHA_forsida_top

Vestrænt siðferði í verki

Vestrænt siðferði í verki

Bandaríska ríkið veitti helmingi meira fé til að rannsaka ástarleiki Bill Clintons, fyrrv. forseta Bandaríkjanna, …

SHA_forsida_top

Undirskriftasöfnun til að enda martröðina

Undirskriftasöfnun til að enda martröðina

Eftir innrás Bandaríkjanna og fleiri ríkja í Írak 2003 var settur upp dómstóll í anda …

SHA_forsida_top

Pétur Pétursson. Kveðja frá SHA

Pétur Pétursson. Kveðja frá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga minnast með virðingu Péturs Péturssonar sem borinn var til hinstu hvílu í dag …

SHA_forsida_top

Opinn félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK

Fundurinn hefst með sameiginlegu borðhaldi. Listakokkurinn Ruby (Veróníka S.K. Palaniandy) mun sjá um matseldina ásamt …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útláni

SHA_forsida_top

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - II. hluti, Ísland og NATO

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - II. hluti, Ísland og NATO

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru …

SHA_forsida_top

Rússar og NATO í nýtt kalt stríð?

Rússar og NATO í nýtt kalt stríð?

Rússar og NATO í nýtt kalt stríð? Þetta er fyrirsögn á fréttasíðum Textavarps Ríkisútvarpsins í …

SHA_forsida_top

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir – I.hluti, varnarsamningur Íslands og BNA

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir – I.hluti, varnarsamningur Íslands og BNA

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru …

SHA_forsida_top

1. maí - til baráttu fyrir réttlæti, velferð og friði

1. maí - til baráttu fyrir réttlæti, velferð og friði

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2007

1. maí kaffi SHA 2007

Munið 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi frá kl. 11. Setið verður að …

SHA_forsida_top

Kröfuspjaldasmiðja Friðarhúsi mánudagskvöld kl. 8

Kröfuspjaldasmiðja Friðarhúsi mánudagskvöld kl. 8

Samtök herstöðvaandstæðinga, nú hernaðarandstæðinga (SHA), hafa löngum verið áberandi með boðskap sinn fyrir …

SHA_forsida_top

Bókun Steingríms J. Sigfússonar á 1229. fundi utanríkismálanefndar, 24. apríl 2007, um öryggismál á Norður-Atlantshafi

Bókun Steingríms J. Sigfússonar á 1229. fundi utanríkismálanefndar, 24. apríl 2007, um öryggismál á Norður-Atlantshafi

Undirritaður, fulltrúi þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í utanríkismálanefnd, er því að sjálfsögðu fylgjandi að …

SHA_forsida_top

Fréttatilkynning utanríkisráðuneytisins vegna undirritunar samkomulags við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála

Fréttatilkynning utanríkisráðuneytisins vegna undirritunar samkomulags við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála

Undirritun við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála 26.4.2007 FRÉTTATILKYNNING frá utanríkisráðuneytinu Nr. …