BREYTA

Lög SHA

Samþykkt á landsfundi félagsins (þá Samtaka herstöðvaandstæðinga) 16. - 17. okt. 1976, með áorðnum breytingum 1978, 1981, 1995, 1998, 2001, 2002, 2005, 2006, 2010 og 2013. 1. § Samtökin heita Samtök hernaðarandstæðinga. Merki samtakanna er Ísland úr nató herinn burt á bylgjumynduðu Íslandskorti í fánalitum, sem er frá 1976, höfundur Edda Sigurðardóttir. 2. § Markmið Samtaka hernaðarandstæðinga eru þessi: a) að Ísland segi upp aðildinni að Nató og standi utan allra hernaðarbandalaga. b) að Ísland segi formlega upp herstöðvasamningnum við Bandaríki Norður-Ameríku. c) að aldrei verði leyfðar herstöðvar né heræfingar á Íslandi né í íslenskri landhelgi. d) að Ísland og íslensk landhelgi verði friðlýst fyrir notkun, umferð og geymslu kjarnorkuvopna. e) að sett verði í stjórnarskrá að Ísland fari aldrei með ófriði gegn öðrum þjóðum né styðji slíkar aðgerðir annarra þjóða í orði né verki. f) að Samtökin berjast gegn hvers kyns kjarnorkuvígbúnaði og taka þátt í alþjóðlegu friðar og afvopnunarstarfi. 3. § Allir þeir, sem aðhyllast þessi markmið samtakanna og greiða árgjald til þeirra geta orðið félagar í Samtökum hernaðarandstæðinga, enda vinni þeir á engan hátt gegn málstað samtakanna. Félagsaðild er einstaklingsbundin. 4. § Samtökin afla sér fjár með árgjöldum, frjálsum framlögum, útgáfustarfsemi og  sérstökum fjáröflunaraðgerðum. 5. § Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga fer með æðsta ákvörðunarvald samtakanna. Hann samþykkir stefnuskrá, svo og starfsáætlun til eins árs. Landsfundur kýs miðnefnd, sem starfar í umboði hans og fer með ákvörðunarvald samtakanna milli landsfunda. Allir skuldlausir félagar samtakanna eru kjörgengir og atkvæðisbærir á landsfundi. Landsfund skal halda fyrir fimmtánda mars ár hvert. Miðnefnd skal boða til hans með minnst 10 daga fyrirvara fyrirvara. Ásamt rafrænni boðun skal boða hann skriflega með bréfi eða auglýsingu í Dagfara til þeirra er atkvæðisrétt eiga. Dagskrá Landsfundar skal vera þessi:: a)    Skýrsla Miðnefndar. b)    Ársreikningar félagsins. c)    Starfsáætlun lögð fram til umræðu og samþykktar. d)    Kosningar: formaður skal kosinn sérstaklega síðan 6 aðalmenn í Miðnefnd og 2 til vara. Ennfremur 2 skoðunarmenn reikninga og 2 til vara. Kosið er til eins árs eða til næsta landsfundar. e)    Ákvörðun um árgjald félagsmanna. f)    Lagðar fram ályktanir frá Miðnefnd til umræðu og afgreiðslu g)    Lagabreytingar. h) Önnur mál 6. § Miðnefnd kýs ritara og gjaldkera úr sínum hópi. Gjaldkeri miðnefndar annast reikningshald á hennar vegum og skilar reikningum til landsfundar. Reikningsár Samtakanna er almanaksárið. Allar helstu ákvarðanir miðnefndar verði kynntar í Dagfara og á vefsíðu Samtakanna og sendar út rafrænt á póstlista. 7. § Formaður boðar Miðnefndarfundi. Í forföllum formanns stýrir gjaldkeri fundi. Fundur miðnefndar er ákvörðunarfær ef 4 atkvæðisbærir menn hið minnsta sækja fund. Við atkvæðagreiðslu ræður einfaldur meirihluti af 7 úrslitum mála þ.e. minnst 4 atkvæði. Fundargerðarbók skal haldin og í hana skráð það sem gerist á Miðnefndarfundum. Hætti formaður eða forfallist til lengri tíma skal Miðnefnd ákveða hvernig við skal bregðast. A velja  formann úr eigin hópi, b velja  formann úr hópi kjörgengra félagsmanna, c starfa án formanns til næsta Landsfundi. Sama á við ef enginn býður sig fram til formanns á Landsfundar. 8. § Heimilt er hernaðarandstæðingum að mynda starfshópa og landshlutadeildir innan samtakanna sem vinni að verkefnum í samræmi við starfsáætlun landsfundar en hafi um það samstarf við miðnefnd. 9. § Samtök hernaðarandstæðinga gefa út málgagnið Dagfara, halda úti vefsíðunni Friður.is, reka netpóstlista. Bóka og skjalasafn samtakanna skal vera aðgengilegt almenningi. Miðnefnd hefur umsjón með allri útgáfu á vegum Samtakanna. 10. § Lögum þessum er aðeins heimilt að breyta á landsfundi og gildir þá einfaldur meirihluti greiddra atkvæða. Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist miðnefnd fyrir árslok. Þær skulu fylgja fundarboði landsfundar. Breytingartillögur sem síðar koma fram má þó bera undir atkvæði með samþykki 3/4 hluta fulltrúa á landsfundi.

Færslur

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga, andheimsvaldasinnuð friðarsamtök

Samtök hernaðarandstæðinga, andheimsvaldasinnuð friðarsamtök

Í frétt hér á Friðarvefnum 4. desember um aðalfund Norðurlandsdeildar SHA, sem var haldinn 30. …

SHA_forsida_top

Friðarganga í Reykjavík

Friðarganga í Reykjavík

Árviss friðarganga frá Hlemmi að Lækjartorgi.

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri

Friðarganga á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri

Að venju verða friðargöngur á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og á Akureyri. Í Reykjavík …

SHA_forsida_top

Blysför á Akureyri í þágu friðar

Blysför á Akureyri í þágu friðar

Áhugafólk um friðvænlegri heim stendur að hinni árlegu blysför í þágu friðar á Þorláksmessu, en …

SHA_forsida_top

Leikarinn Sean Penn hvetur til að forseti Bandaríkjanna verði ákærður ásamt ráðherrum sínum og ráðgjöfum

Leikarinn Sean Penn hvetur til að forseti Bandaríkjanna verði ákærður ásamt ráðherrum sínum og ráðgjöfum

Meðal þeirra tugmilljóna manna sem mótmæltu innrásinni í Írak í mars 2003 var bandaríski …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga á Ísafirði

Á fréttavefnum Bæjarins besta má lesa þessa frétt um friðargöngu á Ísafirði á Þorláksmessu. Líkt …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. Friðargöngu

Undirbúningsfundur v. Friðargöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar.

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Íslenskir friðarsinnar standa að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Safnast verður saman á Hlemmi og …

SHA_forsida_top

Enn fjölgar í hópi kjarnorkuvopnalausra sveitarfélaga

Enn fjölgar í hópi kjarnorkuvopnalausra sveitarfélaga

Síðla árs 1999 hvöttu SHA íslensk sveitarfélög til að friðlýsa sig fyrir kjarnorku-, sýkla- og …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Hin árvissa bókmenntakynning Menningar- og friðarsamtakanna, MFÍK er ómissandi þáttur í jólaundirbúningi fjölmargra. Hún verður …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn endurnýjun kjarnorkuvopna í Bretlandi

Mótmæli gegn endurnýjun kjarnorkuvopna í Bretlandi

Í gærmorgun, 11. desember, kom hópur fólks að tveimur hliðum flotastöðvarinnar í Faslane í Skotlandi …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga undirbýr friðargöngu á Þorláksmessu.

SHA_forsida_top

NATO-fundurinn í Ríga: aukin hernaðarþátttaka Íslands

NATO-fundurinn í Ríga: aukin hernaðarþátttaka Íslands

Á nýafstöðnum leiðtogafundi NATO í Ríga voru þrjú mál efst á baugi: stækkun bandalagsins, hin …

SHA_forsida_top

Stjórn Friðarhúss fundar

Stjórn Friðarhúss fundar

Fundur í stjórn Friðarhúss SHA ehf.