BREYTA

Lærum af sögunni

Ályktun frá landsfundi SHA, 26. nóvember 2006 um hernaðarsamstarf við Norðmenn: norgeSamtök hernaðarandstæðinga mótmæla öllum áformum ríkisstjórnarinnar um að hefja svo kallaðar „varnarviðræður“ við Noreg. Grundvöllur slíkra viðræðna er sú ranghugmynd að einhver sérstök ógn steðji að öryggi Íslands um þessar mundir sem geri það að verkum að bregðast þurfi við í fljótræði. Þegar litið er til sögunnar þá má segja að hinar svo kölluðu „varnir Íslands“ hafi verið verkefni Noregskonungs lengur en nokkurs annars yfirvalds, eða frá 1262 til 1814. Ekkert við þá reynslu gefur tilefni til þess að þetta verkefni eigi aftur að fela Norðmönnum. Enda þótt Norðmenn hafi vissulega átt sjóhetjur eins og Tordenskjold á árum áður stuðlaði hernaður slíkra manna aldrei að meira öryggi eða betri aðstæðum íslenskrar alþýðu. Það er hálfhjákátleg tregða við að horfast í augu við þessa staðreynd sem veldur því að ráðamenn Íslands hafa nú leiðst út í viðsjárverðar og kjánalegar viðræður um aukinn vígbúnað Norðmanna á Íslandi. Það er óheillaskref sem enn er hægt að koma í veg fyrir að verði tekið. Rök Einars Þveræings á Alþingi hinu forna gegn hugmyndum Ólafs Haraldssonar Noregskonungs um herstöð í Grímsey eiga jafn vel við gegn hugmyndum dagsins í dag um norsk hernaðarumsvif við Ísland. Íslendingar eiga vissulega að treysta öryggi landsins, m.a. með því að tala máli friðar á alþjóðavettvangi því að öryggi er ekki einkamál einnar þjóðar heldur sameiginlegt verkefni alls mannkyns.

Færslur

SHA_forsida_top

Miðausturlönd - eyðilegging samkvæmt áætlun

Miðausturlönd - eyðilegging samkvæmt áætlun

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa samantekt á stríðsrekstrinum í Miðausturlöndum. …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður, föstudagskvöld

Októbermálsverður, föstudagskvöld

Föstudagskvöldið 31. október n.k. verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn. Gestakokkur kvöldsins er friðardúfan, Mosfellingurinn og spurningakeppnisforkólfurinn …

SHA_forsida_top

Ameríka hér og þar

Ameríka hér og þar

Fimmtudagskvöldið 23. október munu MFÍK og SHA standa sameiginlega fyrir fundi í Friðarhúsi. Sólveig Anna …

SHA_forsida_top

Hervædd viðbrögð við ebólu

Hervædd viðbrögð við ebólu

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að um þessar mundir geysar versti ebólufaraldur sögunnar …

SHA_forsida_top

Dirty Wars á mánudagskvöld

Dirty Wars á mánudagskvöld

Heimildarmyndin Dirty Wars hefur vakið verðskuldaða athygli, en í henni er athyglinni beint að stríðsrekstri …

SHA_forsida_top

Haustmálsverður friðarsinnans, 26. sept.

Haustmálsverður friðarsinnans, 26. sept.

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustmisseris verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, föstudagskvöldið 26. september. Jón Bjarni, Gísli …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna fjárlagafrumvarps

Ályktun vegna fjárlagafrumvarps

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2015. Sem fyrr er ætlunin …

SHA_forsida_top

Hiroshima og Nagasaki og nokkrar staðreyndir

Hiroshima og Nagasaki og nokkrar staðreyndir

Eftirfarandi grein Gylfa Páls Hersis birtist fyrst í Fréttablaðinu fimmtudaginn 11. september, eftir að hafa …

SHA_forsida_top

Liðsafnaður í ranga átt – á ný.

Liðsafnaður í ranga átt – á ný.

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa sögulegu samantekt á málefnum Úkraínu. …

SHA_forsida_top

Skiltasmiðja á menningarnótt

Skiltasmiðja á menningarnótt

Samtök hernaðarandstæðinga láta til sín taka á menningarnótt, laugardaginn 23. ágúst og bjóða upp á …

SHA_forsida_top

Spennandi uppákomur Róttæka sumarháskólans

Spennandi uppákomur Róttæka sumarháskólans

Róttæki sumarháskólinn hefur rækilega fest sig í sessi. Nokkur undanfarin ár hefur hann staðið fyrir …

SHA_forsida_top

Tortíming farþegaþotu: hryðjuverk undir fölsku flaggi og stríðsundirbúningur

Tortíming farþegaþotu: hryðjuverk undir fölsku flaggi og stríðsundirbúningur

Þórarinn Hjartarson á Akureyri sendi Friðarvefnum meðfylgjandi grein til birtingar: Michael Bociurkiw var annar af …

SHA_forsida_top

Myndin af Anders Fogh

Myndin af Anders Fogh

Birgitta Bergþóru- Jónsdóttir þingmaður Pírata vakti í dag athygli á sérkennilegri mynd af Anders Fogh …

SHA_forsida_top

Ræða við Minjasafnstjörnina á Akureyri

Ræða við Minjasafnstjörnina á Akureyri

Ragnheiður Skúladóttir leikstjóri flutti ávarp á kertafleytingu á Akureyri þann 6. ágúst sl. Kæra samferðafólk …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu

Ávarp á kertafleytingu

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur flutti meðfylgjandi ávarp á kertafleytingunni á Tjörninni þann 6. ágúst. Þegar …