BREYTA

Lærum af sögunni

Ályktun frá landsfundi SHA, 26. nóvember 2006 um hernaðarsamstarf við Norðmenn: norgeSamtök hernaðarandstæðinga mótmæla öllum áformum ríkisstjórnarinnar um að hefja svo kallaðar „varnarviðræður“ við Noreg. Grundvöllur slíkra viðræðna er sú ranghugmynd að einhver sérstök ógn steðji að öryggi Íslands um þessar mundir sem geri það að verkum að bregðast þurfi við í fljótræði. Þegar litið er til sögunnar þá má segja að hinar svo kölluðu „varnir Íslands“ hafi verið verkefni Noregskonungs lengur en nokkurs annars yfirvalds, eða frá 1262 til 1814. Ekkert við þá reynslu gefur tilefni til þess að þetta verkefni eigi aftur að fela Norðmönnum. Enda þótt Norðmenn hafi vissulega átt sjóhetjur eins og Tordenskjold á árum áður stuðlaði hernaður slíkra manna aldrei að meira öryggi eða betri aðstæðum íslenskrar alþýðu. Það er hálfhjákátleg tregða við að horfast í augu við þessa staðreynd sem veldur því að ráðamenn Íslands hafa nú leiðst út í viðsjárverðar og kjánalegar viðræður um aukinn vígbúnað Norðmanna á Íslandi. Það er óheillaskref sem enn er hægt að koma í veg fyrir að verði tekið. Rök Einars Þveræings á Alþingi hinu forna gegn hugmyndum Ólafs Haraldssonar Noregskonungs um herstöð í Grímsey eiga jafn vel við gegn hugmyndum dagsins í dag um norsk hernaðarumsvif við Ísland. Íslendingar eiga vissulega að treysta öryggi landsins, m.a. með því að tala máli friðar á alþjóðavettvangi því að öryggi er ekki einkamál einnar þjóðar heldur sameiginlegt verkefni alls mannkyns.

Færslur

SHA_forsida_top

Staðan í Sýrlandi - félagsfundur SHA

Staðan í Sýrlandi - félagsfundur SHA

Sýrland er fyrirferðarmikið í heimsfréttunum. Hörð átök geysa í landinu og friðarhorfur ekki góðar. Hver …

SHA_forsida_top

„Loftrýmiseftirlitið“ burt!

„Loftrýmiseftirlitið“ burt!

Ályktun frá hernaðarandstæðingum á Norðurlandi Orustuþotur NATO-ríkja koma hér með fárra vikna millibili og stunda …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður maímánaðar

Fjáröflunarmálsverður maímánaðar

Síðasti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss fyrir sumarfrí verður haldinn föstudagskvöldið 25. maí. Guðrún Bóasdóttir (Systa) …

SHA_forsida_top

Afmælisdagskráin 16. maí

Afmælisdagskráin 16. maí

Dagskrá afmælishátíðar SHA í Iðnó miðvikudagskvöldið 16. maí er óðum að taka á sig mynd. …

SHA_forsida_top

40 ár fyrir friði

40 ár fyrir friði

Samtök hernaðarandstæðinga rekja sögu sína aftur til Glæsibæjarfundarins sem haldinn var 16. maí árið 1972. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK: fréttir af Brasilíuförum

Félagsfundur MFÍK: fréttir af Brasilíuförum

Opinn félagsfundur MFÍK verður miðvikudaginn 9. Maí kl. 19 í Friðarhúsi. Þær Harpa Stefánsdóttir, formaður, …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2012

1. maí kaffi SHA 2012

Hið rómaða 1. maí kaffi SHA verður haldið í Friðarhúsi á baráttudegi verkalýðsins og hefst …

SHA_forsida_top

Málsverður aprílmánaðar

Málsverður aprílmánaðar

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, sá fyrsti eftir stórtækar framkvæmdir á ytra byrði hússins, verður haldinn föstudagskvöldið 27. …

SHA_forsida_top

VÍK og MFÍK í Friðarhúsi 18. apríl

VÍK og MFÍK í Friðarhúsi 18. apríl

MFÍK og VÍK (VInáttufélag Íslands og Kúbu efna til sameiginlegs fundar í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 18. …

SHA_forsida_top

30. mars í Friðarhúsi

30. mars í Friðarhúsi

30. mars er mikilvæg dagsetning í sögu íslenskrar friðarbaráttu, en þann dag var aðild Íslands …

SHA_forsida_top

Framkvæmdir við Friðarhús - viltu gerast hluthafi?

Framkvæmdir við Friðarhús - viltu gerast hluthafi?

Um þessar mundir er unnið að stórframkvæmdum við húseignina Njálsgötu 87, sem hýsir Friðarhús SHA. …

SHA_forsida_top

8. mars

8. mars

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti- Vorið kallar Iðnó, kl. 17-18:30 Fundarstjóri: …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA fundar

Miðnefnd SHA fundar

Fastir miðnefndarfundir Samtaka hernaðarandstæðinga eru fyrsta þriðjudag í mánuði, kl. 19:30 í Friðarhúsi. Minnt er …

SHA_forsida_top

Skýringar á árásarhneigð Vesturveldanna

Skýringar á árásarhneigð Vesturveldanna

eftir Þórarinn Hjartarson Bandaríkin og bandamenn þeirra flytja nú herafla m.a. frá Írak og Líbíu …

SHA_forsida_top

Stærstu málaliðaherir heims

Stærstu málaliðaherir heims

Vægi einkafyrirtækja og málaliðaherja fer sífellt vaxandi í nútímahernaði. Hér er áhugaverð samantekt vefútgáfu Business …