BREYTA

Lærum af sögunni

Ályktun frá landsfundi SHA, 26. nóvember 2006 um hernaðarsamstarf við Norðmenn: norgeSamtök hernaðarandstæðinga mótmæla öllum áformum ríkisstjórnarinnar um að hefja svo kallaðar „varnarviðræður“ við Noreg. Grundvöllur slíkra viðræðna er sú ranghugmynd að einhver sérstök ógn steðji að öryggi Íslands um þessar mundir sem geri það að verkum að bregðast þurfi við í fljótræði. Þegar litið er til sögunnar þá má segja að hinar svo kölluðu „varnir Íslands“ hafi verið verkefni Noregskonungs lengur en nokkurs annars yfirvalds, eða frá 1262 til 1814. Ekkert við þá reynslu gefur tilefni til þess að þetta verkefni eigi aftur að fela Norðmönnum. Enda þótt Norðmenn hafi vissulega átt sjóhetjur eins og Tordenskjold á árum áður stuðlaði hernaður slíkra manna aldrei að meira öryggi eða betri aðstæðum íslenskrar alþýðu. Það er hálfhjákátleg tregða við að horfast í augu við þessa staðreynd sem veldur því að ráðamenn Íslands hafa nú leiðst út í viðsjárverðar og kjánalegar viðræður um aukinn vígbúnað Norðmanna á Íslandi. Það er óheillaskref sem enn er hægt að koma í veg fyrir að verði tekið. Rök Einars Þveræings á Alþingi hinu forna gegn hugmyndum Ólafs Haraldssonar Noregskonungs um herstöð í Grímsey eiga jafn vel við gegn hugmyndum dagsins í dag um norsk hernaðarumsvif við Ísland. Íslendingar eiga vissulega að treysta öryggi landsins, m.a. með því að tala máli friðar á alþjóðavettvangi því að öryggi er ekki einkamál einnar þjóðar heldur sameiginlegt verkefni alls mannkyns.

Færslur

SHA_forsida_top

Um orðið varnarlið

Um orðið varnarlið

Erindi Árna Björnssonar á herkveðjuhátíð í RÁNNI Keflavík 22. apríl 2006 Það kom fólki …

SHA_forsida_top

Herinn fer, fögnum nýjum tækifærum

Herinn fer, fögnum nýjum tækifærum

Erindi Jóhanns Geirdal á herkveðjuhátíð í RÁNNI Keflavík 22. apríl 2006 Komið þið sæl og …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag

SHA_forsida_top

Gott ár hjá Njarðvíkingum

Gott ár hjá Njarðvíkingum

Á velheppnaðri herkveðjuhátíð Vinstri grænna á Suðurnesjum sem haldin var á Ránni í Keflavík í …

SHA_forsida_top

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

eftir Jóhann Geirdal Eftirfarandi greinaflokkur eftir Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ, birtist á vefritinu …

SHA_forsida_top

Velheppnuð herkveðjuhátíð í Keflavík

Velheppnuð herkveðjuhátíð í Keflavík

Húsfyllir var á veitingahúsinu Ránni í Keflavík laugardaginn 22. apríl þegar herstöðvaandstæðingar á Suðurnesjum héldu …

SHA_forsida_top

Herkveðjuhátíð á Ránni, Keflavík, laugardaginn 22. apríl kl. 13-17

Herkveðjuhátíð á Ránni, Keflavík, laugardaginn 22. apríl kl. 13-17

Vinstri græn á Suðurnesjum standa fyrir herkveðjuhátíð á Ránni í Keflavík nk. laugardag kl. 13-17. …

SHA_forsida_top

Fjórða evrópska samfélagþingið í Aþenu 4.-7. maí

Fjórða evrópska samfélagþingið í Aþenu 4.-7. maí

Evrópskir herstöðvaandstæðingar á samfélagsþinginu í Aþenu Fjórða Evrópska samfélagsþingið (European Social Forum - …

SHA_forsida_top

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípan, spurningakeppni SHA í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Dagskrá í Friðarhúsi

Dagskrá í Friðarhúsi

SHA skipuleggur dagskrá í Friðarhúsi á miðvikudögum.

SHA_forsida_top

Frá SHA - nóg við að vera um páskana

Frá SHA - nóg við að vera um páskana

Friðarpípan í Friðarhúsi 15. apríl Páskarnir eru tími ferðalaga. Friðarsinnar sem hyggjast halda sig í …

SHA_forsida_top

Alþingi: skýrsla utanríkisráðherra

Alþingi: skýrsla utanríkisráðherra

Í dag, 6. apríl, flutti utanríkisráðherra munnlega skýrslu um utanríkismál á Alþingi. Ræðu ráðherrans og …

SHA_forsida_top

Viðræðurnar um framtíð herstöðvarinnar

Viðræðurnar um framtíð herstöðvarinnar

Ekkert samráð við stjórnarandstöðuna Ekki virðist það nú hafa vakið mikinn ugg hjá þjóðinni …

SHA_forsida_top

Lágfóta dældirnar smó - Fox-fréttamennska á NFS

Lágfóta dældirnar smó - Fox-fréttamennska á NFS

Kristinn Schram og Kolbeinn Óttarsson Proppé fjalla um fréttaflutning af fundum andstæðinga Íraksstríðsins …

SHA_forsida_top

Þingsályktunartillaga um yfirtöku Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar

Þingsályktunartillaga um yfirtöku Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar

Fimmtudaginn 30. mars var tekin fyrir á Alþingi þingsályktunartillaga Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um yfirtöku …