BREYTA

Lærum af sögunni

Ályktun frá landsfundi SHA, 26. nóvember 2006 um hernaðarsamstarf við Norðmenn: norgeSamtök hernaðarandstæðinga mótmæla öllum áformum ríkisstjórnarinnar um að hefja svo kallaðar „varnarviðræður“ við Noreg. Grundvöllur slíkra viðræðna er sú ranghugmynd að einhver sérstök ógn steðji að öryggi Íslands um þessar mundir sem geri það að verkum að bregðast þurfi við í fljótræði. Þegar litið er til sögunnar þá má segja að hinar svo kölluðu „varnir Íslands“ hafi verið verkefni Noregskonungs lengur en nokkurs annars yfirvalds, eða frá 1262 til 1814. Ekkert við þá reynslu gefur tilefni til þess að þetta verkefni eigi aftur að fela Norðmönnum. Enda þótt Norðmenn hafi vissulega átt sjóhetjur eins og Tordenskjold á árum áður stuðlaði hernaður slíkra manna aldrei að meira öryggi eða betri aðstæðum íslenskrar alþýðu. Það er hálfhjákátleg tregða við að horfast í augu við þessa staðreynd sem veldur því að ráðamenn Íslands hafa nú leiðst út í viðsjárverðar og kjánalegar viðræður um aukinn vígbúnað Norðmanna á Íslandi. Það er óheillaskref sem enn er hægt að koma í veg fyrir að verði tekið. Rök Einars Þveræings á Alþingi hinu forna gegn hugmyndum Ólafs Haraldssonar Noregskonungs um herstöð í Grímsey eiga jafn vel við gegn hugmyndum dagsins í dag um norsk hernaðarumsvif við Ísland. Íslendingar eiga vissulega að treysta öryggi landsins, m.a. með því að tala máli friðar á alþjóðavettvangi því að öryggi er ekki einkamál einnar þjóðar heldur sameiginlegt verkefni alls mannkyns.

Færslur

SHA_forsida_top

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

Á miðvikudagskvöldum verða uppákomur í Friðarhúsi í allan vetur. Miðvikudagskvöldið 11. janúar verður almennur félagsfundur …

SHA_forsida_top

Úr lagagreinum félagsins og stofnfundargerð

Úr lagagreinum félagsins og stofnfundargerð

Friðarhús SHA ehf. kt 6004042530 var samþykkt af fyrirtækjaskrá 20. apríl 2004 Úr lagagreinum …

SHA_forsida_top

Tvær ferðasögur

Tvær ferðasögur

Þriðjudaginn 10. janúar kl. 17 efna Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna til opins félagsfundar í …

SHA_forsida_top

Opinn fundur MFÍK

Opinn fundur MFÍK

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna funda í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK í Friðarhúsi. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

SHA stendur fyrir fundum í Friðarhúsi öll miðvikudagskvöld. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

NPT-samningurinn og kjarnorkuafvopnun

NPT-samningurinn og kjarnorkuafvopnun

Samningurinn um að hefta útbreiðslu kjarnavopna eða á ensku Treaty on the Non-Proliferation of Nuclear …

SHA_forsida_top

Upplýsingar um kjarnorkuvopn og afvopnun á Friðarvefnum

Upplýsingar um kjarnorkuvopn og afvopnun á Friðarvefnum

Ritsjórn Friðarvefsins óskar lesendum gleðilegs og friðsæls nýs árs. Frá því að Friðarvefurinn var endurskoðaður …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

20.5.2005 Þegar þetta er skrifað stendur yfir í New York ráðstefna um endurskoðun samningsins um …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu í Reykjavík

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu í Reykjavík

Séra Bjarni Karlsson flutti ávarp í lok friðargöngu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu. Ávarpið birtist hér …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi er opin milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast á að …

SHA_forsida_top

Alþjóðlega samfélagsþingið 2006 í Caracas, Bamako og Karachi

Alþjóðlega samfélagsþingið 2006 í Caracas, Bamako og Karachi

Sjötta Alþjóðlega samfélagsþingið (World Social Forum) verður að þessu sinni haldið í þrennu …

SHA_forsida_top

Mannréttindabrot - fangaflug

Mannréttindabrot - fangaflug

Frá MFÍK Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa löngum varað við þeirri hættu sem …

SHA_forsida_top

Friðargöngur aldrei verið fleiri

Friðargöngur aldrei verið fleiri

Friðarganga á Þorláksmessu fór fram í miðborg Reykjavíkur í 26. sinn síðdegis í gær. Veðrið …

SHA_forsida_top

Friðarganga í Reykjavík

Friðarganga í Reykjavík

Hin árvissa friðarganga Samstarfshóps friðarhreyfinga leggur af stað frá Hlemmi stundvíslega kl. 18. Hamrahlíðarkórinn og …