BREYTA

Maímálsverður í Friðarhúsi

Síðasti málsverður Samtaka hernaðarandstæðinga á þessu vormisseri verður haldinn í Friðarhúsi á föstudag, 31. maí. Líkt og síðustu ár verður þar á ferðinni Pálínuboð miðnefndar, þar sem einstakir miðnefndarfulltrúar bjóða upp á hlaðborð með ýmsum réttum fyrir grænkera og kjötætur.
  • Lasagne
  • Maraokkóskur lambapottréttur
  • Marokkóskur tempeh og kínoa réttur fyrir grænkera
  • Kjúklingur í teriyaki og perlukúskús (sojaútgáfa í boði fyrir grænkera)
  • Linsubaunasúpa með kartöflum og grænmeti
  • Salat
  • Brauð
  • Kaffi og konfekt
Að borðhaldi loknu mun trúbadorinn Brynjar Jóhannsson taka lagið og Þóra Hjörleifsdóttir lesa úr nýlegri skáldsögu, Kviku, sem vakið hefur mikla athygli. Sest verður að snæðingi kl. 19. Verð kr. 2000. Öll velkomin

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …