BREYTA

Málþing í þágu friðar

Vakin er athygli á þessu málþingi á vegum Reykjavíkurborgar: Á morgun laugardaginn 15. október verður opið málþing á vegum Reykjavíkurborgar undir yfirskriftinni Málþing í þágu friðar í Hörpunni. Um þessar mundir eru 25 ár frá því að leiðtogafundurinn var haldinn í Höfða. Í tilefni tímamótanna hefur Reykjavíkurborg efnt til ýmissa viðburða þar sem sérstök áhersla hefur verið lögð á hlutverk friðarhreyfinga, friðarrannsókna og afvopnunarmála í samtímanum og í sögulegu samhengi og er málþingið liður í þeirri dagskrá. Aðalfyrirlesari málþingsins er Dr. Rebecca Johnson. Dr Johnson er virtur fræðimaður og eftirsóttur alþjóðlegur ráðgjafi á sviði vopnaeftirlits, afvopnunar og friðarrannsókna. Hún veitir ráðgjafa- og rannsóknarstofnununni Acronym Institute for Disarmament Diplomacy forstöðu og vinnur einnig í sjálfboðastarfi fyrir frjáls félagasamtök sem berjast fyrir útrýmingu kjarnorkuvopna og réttindum kvenna. Aðrir frummælendur eru m.a. Jón Gnarr borgarstjóri og Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Í lok málþingsins verða pallborðsumræður sem Hjálmar Sveinsson, varaborgarfulltrúi stýrir. Þátttakendur í pallborði eru: Stefán Pálsson sagnfræðingur, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga og stjórnmálaskýrandi Alyson Bailes, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands Auður H. Ingólfsdóttir, lektor við Háskólann á Bifröst Khaled Mansour, sérfræðingur hjá Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna og nemandi við Alþjóðlegan jafnréttisskóla við HÍ. Málþingið fer fram í sal í Hörpunni sem nefnist Rími og hefst klukkan 13.00 Aðgangur er ókeypis.

Færslur

SHA_forsida_top

Opið hús í friðarhúsi Opið hús í friðarhúsi

Opið hús í friðarhúsi Opið hús í friðarhúsi

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Ályktun um brottför hersins

Ályktun um brottför hersins

Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldin í Friðarhúsi laugardaginn 5. nóvember 2005, áréttar þá afstöðu samtakann að …

SHA_forsida_top

Íslendingar hafni pyntingum

Íslendingar hafni pyntingum

Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldin í Friðarhúsi laugardaginn 5. nóvember 2005, mótmælir því að bandaríska leyniþjónustan, …

SHA_forsida_top

Ályktun gegn stríðsæsingum

Ályktun gegn stríðsæsingum

Fjöldamorðin sem framin voru 11. september 2001 voru notuð af Bandaríkjastjórn til að réttlæta árásarstríð …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga var kjörin á landsráðstefnu hinn 5. nóvember 2005. Hana skipa: Aðalmenn: Bergljót …

SHA_forsida_top

Ungrót í Friðarhúsi

Ungrót í Friðarhúsi

Ungrót nefnist hópur róttækra ungmenna sem komið hefur saman í róttæknimiðstöðinni Snarrót. Þriðjudaginn 8. nóvember …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA 2005 verður haldin laugardaginn 5. nóvember í Friðarhúsi, nýju húsnæði SHA á horni …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA 2005 verður haldin laugardaginn 5. nóvember í Friðarhúsi, nýju húsnæði SHA á horni …

SHA_forsida_top

Vinnufundur í Friðarhúsi

Vinnufundur í Friðarhúsi

Fimmtudagskvöldið 3. nóvember verður að venju opið hús í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. …

SHA_forsida_top

Vinnufundur í Friðarhúsi

Vinnufundur í Friðarhúsi

Fimmtudagskvöldið 3. nóvember verður að venju opið hús í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. …

SHA_forsida_top

Sagan

Sagan

Samtök herstöðvaandstæðinga voru formlega stofnuð 1975, en munu hafa starfað síðan 1972. Samtökin eru arftaki …

SHA_forsida_top

Lög SHA

Lög SHA

Samþykkt á landsfundi félagsins (þá Samtaka herstöðvaandstæðinga) 16. - 17. okt. 1976, með áorðnum breytingum …

SHA_forsida_top

Um SHA

Um SHA

Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði leyst án ofbeldis. Samtökin hafna heimsvaldastefnu …

SHA_forsida_top

Dagfari - tímarit SHA

Dagfari - tímarit SHA

Dagfari er nafnið á tímariti og fréttabréfi Samtaka hernaðarandstæðinga. Fréttabréfið kemur að jafnaði út þrisvar …

SHA_forsida_top

Opinn miðnefndarfundur SHA

Opinn miðnefndarfundur SHA

Friðarsinnar eru nú farnir að geta gengið að því vísu að haldnir séu fundir í …