BREYTA

Málþing í þágu friðar

Vakin er athygli á þessu málþingi á vegum Reykjavíkurborgar: Á morgun laugardaginn 15. október verður opið málþing á vegum Reykjavíkurborgar undir yfirskriftinni Málþing í þágu friðar í Hörpunni. Um þessar mundir eru 25 ár frá því að leiðtogafundurinn var haldinn í Höfða. Í tilefni tímamótanna hefur Reykjavíkurborg efnt til ýmissa viðburða þar sem sérstök áhersla hefur verið lögð á hlutverk friðarhreyfinga, friðarrannsókna og afvopnunarmála í samtímanum og í sögulegu samhengi og er málþingið liður í þeirri dagskrá. Aðalfyrirlesari málþingsins er Dr. Rebecca Johnson. Dr Johnson er virtur fræðimaður og eftirsóttur alþjóðlegur ráðgjafi á sviði vopnaeftirlits, afvopnunar og friðarrannsókna. Hún veitir ráðgjafa- og rannsóknarstofnununni Acronym Institute for Disarmament Diplomacy forstöðu og vinnur einnig í sjálfboðastarfi fyrir frjáls félagasamtök sem berjast fyrir útrýmingu kjarnorkuvopna og réttindum kvenna. Aðrir frummælendur eru m.a. Jón Gnarr borgarstjóri og Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Í lok málþingsins verða pallborðsumræður sem Hjálmar Sveinsson, varaborgarfulltrúi stýrir. Þátttakendur í pallborði eru: Stefán Pálsson sagnfræðingur, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga og stjórnmálaskýrandi Alyson Bailes, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands Auður H. Ingólfsdóttir, lektor við Háskólann á Bifröst Khaled Mansour, sérfræðingur hjá Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna og nemandi við Alþjóðlegan jafnréttisskóla við HÍ. Málþingið fer fram í sal í Hörpunni sem nefnist Rími og hefst klukkan 13.00 Aðgangur er ókeypis.

Færslur

SHA_forsida_top

Er starfsemi Varnarmálastofnunar nauðsynleg?

Er starfsemi Varnarmálastofnunar nauðsynleg?

Samkvæmt Fréttablaðinu eru verkefni stofnunarinnar talin upp í 8 liðum. 1. Rekstur loftvarnakerfis, þar með …

SHA_forsida_top

Borgarstjóri á réttri leið

Borgarstjóri á réttri leið

Í Fréttablaðinu í dag, miðvikudaginn 15. desember, er ánægjuleg fregn um tillögur borgarstjóra þess …

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Laugardaginn 11. desember verður hin árlega bókmenntakynning Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105 …

SHA_forsida_top

Aðventufundur Feministafélagsins

Aðventufundur Feministafélagsins

Feministafélagið fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Össur mistúlkar Lissabonfundinn

Össur mistúlkar Lissabonfundinn

eftir Þórarinn Hjartarson Birtist í Fréttablaðinu 2. des. 2010 Össur Skarphéðinsson kallar NATO-fundinn í …

SHA_forsida_top

Össur ginnkeyptur

Össur ginnkeyptur

eftir Finn Guðmundarson Olguson Birtist í Fréttablaðinu 1. des. 2010 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ritaði …

SHA_forsida_top

Utanríkisstefna óskhyggjunnar

Utanríkisstefna óskhyggjunnar

eftir Sverri Jakobsson Birtist í Fréttablaðinu 30. nóv. 2010 Núverandi ríkisstjórn hefur að ýmsu …

SHA_forsida_top

19 stjórnlagaþingmenn hlynntir ákvæði um kjarnorkuvopnalaust Ísland

19 stjórnlagaþingmenn hlynntir ákvæði um kjarnorkuvopnalaust Ísland

Eitt þeirra atriða sem frambjóðendur til stjórnlagaþings gátu tekið afstöðu til í spurningalista DV, sem …

SHA_forsida_top

Friðlýsingu, tafarlaust!

Friðlýsingu, tafarlaust!

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, hvetur ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna til að …

SHA_forsida_top

Heimur án kjarnorkuvopna

Heimur án kjarnorkuvopna

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, lýsir áhyggjum af þeim fregnum sem borist hafa …

SHA_forsida_top

Þjóðaratkvæði um aðildina að Nató!

Þjóðaratkvæði um aðildina að Nató!

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, minnir á þá gömlu kröfu sína að íslensku …

SHA_forsida_top

Höfnum hernaðarstarfsemi og heræfingum á Íslandi

Höfnum hernaðarstarfsemi og heræfingum á Íslandi

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, krefst þess að herstöðvasamningi Íslands við Bandaríkin verði …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fyrir starfsárið 2010-2011 var kjörin á landsráðstefnu hinn 24. nóvember 2010. …