BREYTA

Málsverður & Bjartmar á föstudaginn langa

Samtök hernaðarandstæðinga láta ekki deigan síga þótt föstudaginn langa beri upp á síðasta föstudag mánaðarins. Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn að venju þann 25. mars n.k. og hefst að venju kl. 19. MFÍK sér um eldamennskuna að þessu sinni og er matseðillinn glæsilegur að vanda:
  • Fiskisúpa að hætti Sigrúnar
  • Grænmetissúpa
  • Salat og brauð
  • Eftirréttur
Að boðrhaldi loknu mun trúbadorinn ástsæli Bjartmar Guðlaugsson troða upp. Verð kr. 2.000. Öll velkomin.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …