BREYTA

Mannlegt friðarmerki, 2. október

2. október er fæðingardagur Mahatma Gandhi og hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað daginn baráttunni fyrir tilveru án ofbeldis. Af því tilefni standa Samhljómur menningarheima ásamt fjölmörgum samtökum á Íslandi fyrir Mannlegu friðarmerki á Klambratúni (sjá viðfest plakat á íslensku og ensku). Yfirskrift dagsins í ár verður: „Lærum að sporna gegn ofbeldinu innra með okkur og í umhverfinu”. Tilgangurinn með þessum baráttudegi er að leggja áherslu á nauðsyn þess að ráðast að rótum ofbeldisins, og benda á að ofbeldi er grundvallarvandamál okkar tíma. Það er ekki aðeins líkamlegt og birtist í stríði og líkamsárásum – það birtist einnig sem efnahagslegt ofbeldi, sálrænt, trúarlegt, kynferðislegt og kynþáttabundið ofbeldi. Opin og einlæg samskipti og hin gullna regla að koma fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur ætti að hjálpa okkur að vinna bug á ofbeldinu og nálgast takmark okkar um tilveru án obeldis. Allir - samtök og einstaklingar eru hvattir til að gera þennan dag að tilefni til þess að leggja þessari baráttu lið. Samtök eru hvött til að fjalla um málið í samræmi við starfssvið sitt og einstaklingar eru hvattir til að hugsa um ofbeldið eins og það birtist bæði í umhverfi okkar og hjá okkur sjálfum í persónulegu lífi og hvernig við getum spornað gegn því. Verkefnið er algjörlega sjálfbært, sala kyndla stendur undir framkvæmdinni og öll vinna er unnin í sjálfboðavinnu og tæki og tól eru látin í té af stuðningsaðilum sem eru m.a. Seglagerðin Ægir, Tæki.is og Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Sjálfboðaliðar frá Reyjavíkurdeild Rauðakross Íslands sér hjálpa til meðal annars ef óhöpp verða í sambandi við eldinn. Samtökin Seeds munu bjóða uppá heitt kakó og tengja m.a. leik með tilvitnunum í orð Gandhis. Að lokinni hinni formlegu athöfn munu verða ýmsar uppákomur sjálfsprottnar eða undirbúnar, t.d. munu búddistar úr félaginu SGI á Íslandi kyrja og félagar í samtökunum Við erum Litháar munu hafa táknræna athöfn um að "leggja niður vopnin" og er fólk hvatt til að koma með stíðsleikföng, byssur o.fl. sem hægt er að leggja niður. Þátttakendum er frjálst að auglýsa daginn í fjölmiðlum ef þeir hafa fjárhag og/eða vilja til. Þetta er 3. árið sem við stöndum fyrir þessum verkefni. Það byrjaði sem viðburður í verkefninu „Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis” og hefur þróast í að verða að árlegum viðburði. Fyrsta árið var fulltrúi frá Samhljómi menningarheima aðal ræðumaður við Mannlegt friðarmerki, svo á síðast ári sendiherra Indlands og í ár verður aðal ræðumaður Harpa Stefánsdóttir frá Hernaðarandstæðingum. Við hvetjum alla til að mæta og taka þátt í þessari friðarstund. Athöfnin verður á Miklatúni/Klambratúni kl. 20. AUS, ESN, FFWPU, Húmanistaflokkurinn, Ísland Panorama, Kvenfélagasamband Íslands, KSÍ, Litháísk-íslenska félagið, Við erum Litháar, Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar, MFÍK, Salsafélag Íslands, Samhljómur menningarheima, Samtök hernaðarandstæðinga, SEEDS, SGI á íslandi, UN WOMEN, UNICEF, UPF, World Harmony Run, Society of new Icelanders, Seglagerðin Ægir, Tæki.is og Vinir Afríku.

Færslur

SHA_forsida_top

Miðausturlönd - eyðilegging samkvæmt áætlun

Miðausturlönd - eyðilegging samkvæmt áætlun

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa samantekt á stríðsrekstrinum í Miðausturlöndum. …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður, föstudagskvöld

Októbermálsverður, föstudagskvöld

Föstudagskvöldið 31. október n.k. verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn. Gestakokkur kvöldsins er friðardúfan, Mosfellingurinn og spurningakeppnisforkólfurinn …

SHA_forsida_top

Ameríka hér og þar

Ameríka hér og þar

Fimmtudagskvöldið 23. október munu MFÍK og SHA standa sameiginlega fyrir fundi í Friðarhúsi. Sólveig Anna …

SHA_forsida_top

Hervædd viðbrögð við ebólu

Hervædd viðbrögð við ebólu

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að um þessar mundir geysar versti ebólufaraldur sögunnar …

SHA_forsida_top

Dirty Wars á mánudagskvöld

Dirty Wars á mánudagskvöld

Heimildarmyndin Dirty Wars hefur vakið verðskuldaða athygli, en í henni er athyglinni beint að stríðsrekstri …

SHA_forsida_top

Haustmálsverður friðarsinnans, 26. sept.

Haustmálsverður friðarsinnans, 26. sept.

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustmisseris verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, föstudagskvöldið 26. september. Jón Bjarni, Gísli …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna fjárlagafrumvarps

Ályktun vegna fjárlagafrumvarps

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2015. Sem fyrr er ætlunin …

SHA_forsida_top

Hiroshima og Nagasaki og nokkrar staðreyndir

Hiroshima og Nagasaki og nokkrar staðreyndir

Eftirfarandi grein Gylfa Páls Hersis birtist fyrst í Fréttablaðinu fimmtudaginn 11. september, eftir að hafa …

SHA_forsida_top

Liðsafnaður í ranga átt – á ný.

Liðsafnaður í ranga átt – á ný.

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa sögulegu samantekt á málefnum Úkraínu. …

SHA_forsida_top

Skiltasmiðja á menningarnótt

Skiltasmiðja á menningarnótt

Samtök hernaðarandstæðinga láta til sín taka á menningarnótt, laugardaginn 23. ágúst og bjóða upp á …

SHA_forsida_top

Spennandi uppákomur Róttæka sumarháskólans

Spennandi uppákomur Róttæka sumarháskólans

Róttæki sumarháskólinn hefur rækilega fest sig í sessi. Nokkur undanfarin ár hefur hann staðið fyrir …

SHA_forsida_top

Tortíming farþegaþotu: hryðjuverk undir fölsku flaggi og stríðsundirbúningur

Tortíming farþegaþotu: hryðjuverk undir fölsku flaggi og stríðsundirbúningur

Þórarinn Hjartarson á Akureyri sendi Friðarvefnum meðfylgjandi grein til birtingar: Michael Bociurkiw var annar af …

SHA_forsida_top

Myndin af Anders Fogh

Myndin af Anders Fogh

Birgitta Bergþóru- Jónsdóttir þingmaður Pírata vakti í dag athygli á sérkennilegri mynd af Anders Fogh …

SHA_forsida_top

Ræða við Minjasafnstjörnina á Akureyri

Ræða við Minjasafnstjörnina á Akureyri

Ragnheiður Skúladóttir leikstjóri flutti ávarp á kertafleytingu á Akureyri þann 6. ágúst sl. Kæra samferðafólk …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu

Ávarp á kertafleytingu

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur flutti meðfylgjandi ávarp á kertafleytingunni á Tjörninni þann 6. ágúst. Þegar …