BREYTA

Mannlegt friðarmerki, 2. október

2. október er fæðingardagur Mahatma Gandhi og hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað daginn baráttunni fyrir tilveru án ofbeldis. Af því tilefni standa Samhljómur menningarheima ásamt fjölmörgum samtökum á Íslandi fyrir Mannlegu friðarmerki á Klambratúni (sjá viðfest plakat á íslensku og ensku). Yfirskrift dagsins í ár verður: „Lærum að sporna gegn ofbeldinu innra með okkur og í umhverfinu”. Tilgangurinn með þessum baráttudegi er að leggja áherslu á nauðsyn þess að ráðast að rótum ofbeldisins, og benda á að ofbeldi er grundvallarvandamál okkar tíma. Það er ekki aðeins líkamlegt og birtist í stríði og líkamsárásum – það birtist einnig sem efnahagslegt ofbeldi, sálrænt, trúarlegt, kynferðislegt og kynþáttabundið ofbeldi. Opin og einlæg samskipti og hin gullna regla að koma fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur ætti að hjálpa okkur að vinna bug á ofbeldinu og nálgast takmark okkar um tilveru án obeldis. Allir - samtök og einstaklingar eru hvattir til að gera þennan dag að tilefni til þess að leggja þessari baráttu lið. Samtök eru hvött til að fjalla um málið í samræmi við starfssvið sitt og einstaklingar eru hvattir til að hugsa um ofbeldið eins og það birtist bæði í umhverfi okkar og hjá okkur sjálfum í persónulegu lífi og hvernig við getum spornað gegn því. Verkefnið er algjörlega sjálfbært, sala kyndla stendur undir framkvæmdinni og öll vinna er unnin í sjálfboðavinnu og tæki og tól eru látin í té af stuðningsaðilum sem eru m.a. Seglagerðin Ægir, Tæki.is og Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Sjálfboðaliðar frá Reyjavíkurdeild Rauðakross Íslands sér hjálpa til meðal annars ef óhöpp verða í sambandi við eldinn. Samtökin Seeds munu bjóða uppá heitt kakó og tengja m.a. leik með tilvitnunum í orð Gandhis. Að lokinni hinni formlegu athöfn munu verða ýmsar uppákomur sjálfsprottnar eða undirbúnar, t.d. munu búddistar úr félaginu SGI á Íslandi kyrja og félagar í samtökunum Við erum Litháar munu hafa táknræna athöfn um að "leggja niður vopnin" og er fólk hvatt til að koma með stíðsleikföng, byssur o.fl. sem hægt er að leggja niður. Þátttakendum er frjálst að auglýsa daginn í fjölmiðlum ef þeir hafa fjárhag og/eða vilja til. Þetta er 3. árið sem við stöndum fyrir þessum verkefni. Það byrjaði sem viðburður í verkefninu „Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis” og hefur þróast í að verða að árlegum viðburði. Fyrsta árið var fulltrúi frá Samhljómi menningarheima aðal ræðumaður við Mannlegt friðarmerki, svo á síðast ári sendiherra Indlands og í ár verður aðal ræðumaður Harpa Stefánsdóttir frá Hernaðarandstæðingum. Við hvetjum alla til að mæta og taka þátt í þessari friðarstund. Athöfnin verður á Miklatúni/Klambratúni kl. 20. AUS, ESN, FFWPU, Húmanistaflokkurinn, Ísland Panorama, Kvenfélagasamband Íslands, KSÍ, Litháísk-íslenska félagið, Við erum Litháar, Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar, MFÍK, Salsafélag Íslands, Samhljómur menningarheima, Samtök hernaðarandstæðinga, SEEDS, SGI á íslandi, UN WOMEN, UNICEF, UPF, World Harmony Run, Society of new Icelanders, Seglagerðin Ægir, Tæki.is og Vinir Afríku.

Færslur

SHA_forsida_top

SHA heldur á fund Sýslumanns

SHA heldur á fund Sýslumanns

Samtök herstöðvaandstæðinga hafa sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: .Klukkan 14 í dag, föstudag, munu …

SHA_forsida_top

Hinn eitraði arfur hersetunnar

Hinn eitraði arfur hersetunnar

Í tengslum við lokun herstöðvarinnar á Miðnesheiði hafa verið talsverðar umræður um mengun á herstöðvasvæðunum, …

SHA_forsida_top

Umræðum um SHA haldið áfram

Umræðum um SHA haldið áfram

Í þessari grein heldur Þórarinn Hjartarson áfram þeirri umræðu birt er hér á vefnum undir …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Umræður um hlutverk og framtíð Samtaka herstöðvaandstæðinga

Umræður um hlutverk og framtíð Samtaka herstöðvaandstæðinga

Dagana 15.-20. mars fóru fram í tölvuskeytum allmiklar umræður um hlutverk og framtíð SHA. Þeir …

SHA_forsida_top

Ferðasaga frá fjarlægu landi

Ferðasaga frá fjarlægu landi

Nokkuð er um að vinir og velunnarar Friðarhúss fái þar inni með fundi um ýmis …

SHA_forsida_top

Jólahlaðborð í Friðarhúsi

Jólahlaðborð í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss er að þessu sinni jólahlaðborð með glæsilegum matseðli. Matseðill: Heimalöguð sænsk jólaskinka með …

SHA_forsida_top

MFÍK: Fundur um málefni Vestur-Sahara 15. nóv. kl. 20

MFÍK: Fundur um málefni Vestur-Sahara 15. nóv. kl. 20

MFÍK heldur fund í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 15. nóv. kl. 20 um ástandið í Vestur-Sahara, en …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar um málefni Vestur-Sahara.

SHA_forsida_top

Íslensk stjórnvöld ákærð vegna ábyrgðar þeirra á kjarnorkuvopnaáætlun NATO

Íslensk stjórnvöld ákærð vegna ábyrgðar þeirra á kjarnorkuvopnaáætlun NATO

Belgísku friðarsamtökin Forum voor Vredesactie og Bombspotting hafa í samvinnu við Greenpeace hvatt til þess …

SHA_forsida_top

Sendiherra Ísraels laumaðist út um glæpamannaútgang utanríkisráðuneytisins

Sendiherra Ísraels laumaðist út um glæpamannaútgang utanríkisráðuneytisins

Nokkur hópur fólks, sennilega á annað hundrað manns, söfnuðust saman við utanríkisráðuneytið laust fyrir kl. …

SHA_forsida_top

Mótmælum fjöldamorðum Ísraelshers!

Mótmælum fjöldamorðum Ísraelshers!

við komu sendiherra Ísraels í Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg þriðjudag 14. nóv. kl. 10:45.

SHA_forsida_top

Breyting á nafni Samtaka herstöðvaandstæðinga?

Breyting á nafni Samtaka herstöðvaandstæðinga?

Árið 1972 voru Samtök herstöðvaandstæðinga stofnuð. Félagið var reist á grunni Samtaka hernámsandstæðinga sem legið …

SHA_forsida_top

The Chicken Commander í Friðarhúsi mánudaginn 13. nóv. kl 20

The Chicken Commander í Friðarhúsi mánudaginn 13. nóv. kl 20

Það er eitt og annað á döfinni í Friðarhúsi um þessar mundir. Unnið hefur verið …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Myndin The Chicken Commander eftir Kristinn Hrafnsson og Friðrik Guðmundsson sýnd í Friðarhúsi.