BREYTA

Mannréttindabrot - fangaflug

MFIK Frá MFÍK Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa löngum varað við þeirri hættu sem fylgir þátttöku í hernaðarbandalögum og veru erlendrar herstöðvar á Íslandi. Herstöðin er hluti af varnarkerfi Bandaríkjanna og það hefur sannast að hagur og álit smáþjóðar hefur þar lítið vægi. Slíkt kerfi skilgreinir sjálft sína “óvini” og þarfnast ekki samþykkis annarra. Margir fylltust reiði og óhug vegna frétta um flutning á föngum í leynilegar fangabúðir eða til ríkja þar sem fangar eru pyndaðir á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Það að nota Ísland sem millilendigarstað fyrir flutning á föngum er raunar framhald af þeirri untanríkispólitík sem íslensk stjórnvöld hafa rekið undanfarin 60 ár. Víða um heim hefur verið farið fram á rannsókn á þessu athæfi. Samkvæmt upplýsingum flugmálastjórnar á Keflavíkur-flugvelli hafa 15 flugvélar, sem bandaríska leyniþjónustan hefur á leigu til fangaflutninga, lent hér á landi undanfarin fimm ár. Forsætis- og utanríkisráðherra Íslands voru krafnir sagna á Alþingi en svör þeirra voru óljós og ófullnægjandi. Menningar- og friðarsamtökin MFÍK eru á móti pyndingum hvar sem er í heiminum. Það er ekki einvörðungu að fangar skulir fluttir um íslenska lofthelgi sem vekur ugg. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld endurskoði samstarf við þjóðir sem stunda pyndingar og ómannlega meðferð á fólki. Við viljum ekki að Ísland sé bendlað við slíkt. Sameinumst gegn hernaðarhyggju – Vinnum saman að friði. Menningar- og friðarsamtökin MFÍK www.mfik.is

Færslur

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur - Sigurlaug Gunnlaugsdóttir segir frá rannsókn sinni um Farandverkakonur í fiskvinnslu

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur - Anna Sigríður Hróðmarsdóttir og Guðríður Sigurbjörnsdóttir segja frá ESF í Malmö

SHA_forsida_top

Fróðleg umfjöllun

Fróðleg umfjöllun

Athygli er vakin á fróðlegri umfjöllun í fríblaðinu Reykjavík Grapevine, þar sem fjallað er um …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er frátekið í dag.

SHA_forsida_top

Ályktun í tilefni af heræfingunni Norðurvíkingi

Ályktun í tilefni af heræfingunni Norðurvíkingi

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með að íslensk stjórnvöld skuli eina ferðina enn ákveða að …

SHA_forsida_top

Varnaræfingin Norður Víkingur 2008

Varnaræfingin Norður Víkingur 2008

Fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/4433 Varnaræfingin Norður Víkingur 2008 verður haldin á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli …

SHA_forsida_top

Ályktanir um friðargæslu & vopnaflutninga

Ályktanir um friðargæslu & vopnaflutninga

Miðnefnd SHA hefur sent frá sér eftirfarandi ályktanir: Samtök hernaðarandstæðinga fagna yfirlýsingu utanríkisráðherra þess efnis …

SHA_forsida_top

Sjálfstæði Suður-Ossetíu, hagsmunir heimsveldanna og hlutverk NATO

Sjálfstæði Suður-Ossetíu, hagsmunir heimsveldanna og hlutverk NATO

Samræmi og samfella í stefnu stórveldanna markast einungis af hagsmunum þeirra. Þessa vegna hafna Bandaríkin …

SHA_forsida_top

Misminni utanríkisráðherra

Misminni utanríkisráðherra

Í Kastljósi Sjónvarps, mánudagskvöldið 25. ágúst, sat Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fyrir svörum. Meðal þess …

SHA_forsida_top

Bandaríkin hafa komið sér fyrir

Bandaríkin hafa komið sér fyrir

eftir Peter M. Johansen Þessi grein birtist 18. ágúst í vefritinu Eggin, sem …

SHA_forsida_top

Söngur & súpa: Friðarhús á Menningarnótt

Söngur & súpa: Friðarhús á Menningarnótt

Að venju verður fjölbreytt dagskrá í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, á Menningarnótt Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kerti fyrir Tíbet - raddir fyrir Tíbet

Kerti fyrir Tíbet - raddir fyrir Tíbet

Kerti fyrir Tíbet við kínverska sendiráðið við Víðimel 23. ágúst Laugardagskvöldið 23. ágúst klukkan …

SHA_forsida_top

Menningarnótt í Friðarhúsi

Menningarnótt í Friðarhúsi

Margháttuð dagskrá verður í Friðarhúsi á Menningarnótt Reykjavíkur.

SHA_forsida_top

Frelsi Suður-Ossetíu?

Frelsi Suður-Ossetíu?

eftir Sverri Jakobsson Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 12. ágúst Innrás Georgíu í Suður-Ossetíu …

SHA_forsida_top

Átökin í Kákasus

Átökin í Kákasus

eftir Árna Þór Sigurðsson Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu 11. ágúst Hernaðarátökin í Kákasus …