BREYTA

Mannréttindabrot - fangaflug

MFIK Frá MFÍK Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa löngum varað við þeirri hættu sem fylgir þátttöku í hernaðarbandalögum og veru erlendrar herstöðvar á Íslandi. Herstöðin er hluti af varnarkerfi Bandaríkjanna og það hefur sannast að hagur og álit smáþjóðar hefur þar lítið vægi. Slíkt kerfi skilgreinir sjálft sína “óvini” og þarfnast ekki samþykkis annarra. Margir fylltust reiði og óhug vegna frétta um flutning á föngum í leynilegar fangabúðir eða til ríkja þar sem fangar eru pyndaðir á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Það að nota Ísland sem millilendigarstað fyrir flutning á föngum er raunar framhald af þeirri untanríkispólitík sem íslensk stjórnvöld hafa rekið undanfarin 60 ár. Víða um heim hefur verið farið fram á rannsókn á þessu athæfi. Samkvæmt upplýsingum flugmálastjórnar á Keflavíkur-flugvelli hafa 15 flugvélar, sem bandaríska leyniþjónustan hefur á leigu til fangaflutninga, lent hér á landi undanfarin fimm ár. Forsætis- og utanríkisráðherra Íslands voru krafnir sagna á Alþingi en svör þeirra voru óljós og ófullnægjandi. Menningar- og friðarsamtökin MFÍK eru á móti pyndingum hvar sem er í heiminum. Það er ekki einvörðungu að fangar skulir fluttir um íslenska lofthelgi sem vekur ugg. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld endurskoði samstarf við þjóðir sem stunda pyndingar og ómannlega meðferð á fólki. Við viljum ekki að Ísland sé bendlað við slíkt. Sameinumst gegn hernaðarhyggju – Vinnum saman að friði. Menningar- og friðarsamtökin MFÍK www.mfik.is

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun IV - tilmæli til fréttastofu RÚV

Ályktun IV - tilmæli til fréttastofu RÚV

Eftirfarandi tilmæli til fréttastofu Ríkisútvarpsins voru samþykkt á landsfundi SHA um helgina. (Öðrum fjölmiðlum er …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Landsfundur SHA var haldinn í Friðarhúsi í dag, laugardag. Helstu niðurstöður og ályktanir fundarins verða …

SHA_forsida_top

Ályktun I - um öryggismál Íslands

Ályktun I - um öryggismál Íslands

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …

SHA_forsida_top

Landsfundardagskrá SHA

Landsfundardagskrá SHA

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi laugardaginn 24. nóvember, eins og áður hefur verið …

SHA_forsida_top

Ályktun um utanríkis- og öryggismál

Ályktun um utanríkis- og öryggismál

Friðarvefnum hefur borist eftirfarandi ályktun frá Kjördæmisráði Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi: Aðalfundur Kjördæmisráðs …

SHA_forsida_top

Hver eru grunngildin?

Hver eru grunngildin?

ReykjavíkurAkademían blæs til umræðufundar þriðjudaginn 20. nóvember kl. 17-19. Umræðuefnið er „grundvallargildi samfélagsins“ í ljósi …

SHA_forsida_top

Jólamálsverður í Friðarhúsi

Jólamálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - að þessu sinni glæsileg jólamáltíð.

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK, 14. nóv.

Félagsfundur MFÍK, 14. nóv.

Opinn félagsfundur MFÍK miðvikudaginn 14. nóvember kl. 19 Alfífa Ketilsdóttir og Halla Gunnarsdóttir tala …

SHA_forsida_top

Alþingi: munnleg skýrsla utanríkisráðherra og fyrirspurn um friðargæsluna

Alþingi: munnleg skýrsla utanríkisráðherra og fyrirspurn um friðargæsluna

Fimmtudaginn 8. nóvember flutti utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, munnlega skýrslu á Alþingi og í kjölfarið …

SHA_forsida_top

Vígvæðing í fjárlögum?

Vígvæðing í fjárlögum?

eftir Katrínu Jakobsdóttur alþingismann Eftirfarandi grein birtist í 24 stundum 9. nóvember Í …

SHA_forsida_top

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna ályktar um heimsókn vopnasala

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna ályktar um heimsókn vopnasala

Vegna frétta undanfarinna daga um fund æðstu yfirmanna vopnaframleiðslufyrirtækisins BAE Systems vill borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA - 24. nóv.

Landsráðstefna SHA - 24. nóv.

Ákveðið hefur verið að halda landsráðstefnu SHA laugardaginn 24. nóvember í Friðarhúsi. Dagskráin verður kynnt …

SHA_forsida_top

Ungliðar álykta gegn fundi vopnaframleiðenda

Ungliðar álykta gegn fundi vopnaframleiðenda

Ályktun aðalfundar Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði 3. nóvember: Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði harma fund stríðsmangaranna …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna vopnasalafundar

Ályktun frá SHA vegna vopnasalafundar

Samtök hernaðarandstæðinga gagnrýna harðlega fund stjórnenda vopnaframleiðslufyrirtækisins BAE Systems í Reykjavík. Vopnaiðnaðurinn er án nokkurs …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA í Friðarhúsi