BREYTA

Mannréttindabrot - fangaflug

MFIK Frá MFÍK Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa löngum varað við þeirri hættu sem fylgir þátttöku í hernaðarbandalögum og veru erlendrar herstöðvar á Íslandi. Herstöðin er hluti af varnarkerfi Bandaríkjanna og það hefur sannast að hagur og álit smáþjóðar hefur þar lítið vægi. Slíkt kerfi skilgreinir sjálft sína “óvini” og þarfnast ekki samþykkis annarra. Margir fylltust reiði og óhug vegna frétta um flutning á föngum í leynilegar fangabúðir eða til ríkja þar sem fangar eru pyndaðir á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Það að nota Ísland sem millilendigarstað fyrir flutning á föngum er raunar framhald af þeirri untanríkispólitík sem íslensk stjórnvöld hafa rekið undanfarin 60 ár. Víða um heim hefur verið farið fram á rannsókn á þessu athæfi. Samkvæmt upplýsingum flugmálastjórnar á Keflavíkur-flugvelli hafa 15 flugvélar, sem bandaríska leyniþjónustan hefur á leigu til fangaflutninga, lent hér á landi undanfarin fimm ár. Forsætis- og utanríkisráðherra Íslands voru krafnir sagna á Alþingi en svör þeirra voru óljós og ófullnægjandi. Menningar- og friðarsamtökin MFÍK eru á móti pyndingum hvar sem er í heiminum. Það er ekki einvörðungu að fangar skulir fluttir um íslenska lofthelgi sem vekur ugg. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld endurskoði samstarf við þjóðir sem stunda pyndingar og ómannlega meðferð á fólki. Við viljum ekki að Ísland sé bendlað við slíkt. Sameinumst gegn hernaðarhyggju – Vinnum saman að friði. Menningar- og friðarsamtökin MFÍK www.mfik.is

Færslur

SHA_forsida_top

Að finna Mefistófeles

Að finna Mefistófeles

Ármann Jakobsson fjallar um kvikmyndina Lord of War Í raun segja fyrstu mínúturnar alla sögu. …

SHA_forsida_top

Bandarískar herstöðvar í Rúmeníu og Búlgaríu

Bandarískar herstöðvar í Rúmeníu og Búlgaríu

17. nóvember sl. gerðu ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Rúmeníu með sér samkomulag um að settar yrðu …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 11-14

Skrifstofa SHA opin 11-14

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin milli kl. 11 og 15. Félagsmenn skiptast á að …

SHA_forsida_top

Blómin í ánni - Saga frá Hírósíma

Blómin í ánni - Saga frá Hírósíma

Það er gleðiefni fyrir friðarsinna að nú skuli loksins vera fáanleg á ný skáldsagan Blómin …

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna efna til sinnar árlegu bókmenntakynningar í nýju húsnæði MÍR, á …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin alla fimmtudaga milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin alla fimmtudaga milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast …

SHA_forsida_top

Þorláksmessuganga undirbúin

Þorláksmessuganga undirbúin

Samstarfshópur friðarhreyfinga mun að venju standa fyrir friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Aðgerð þessi er …

SHA_forsida_top

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Spurningakeppni SHA, Friðarpípan, verður haldin í annað sinn í Friðarhúsi laugardaginn 17. desember og hefst …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur vegna Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur vegna Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga heldur undirbúningsfund vegna friðargöngu á Þorláksmessu 2005 í Friðarhúsi. Fundurinn hefst kl. 20 …

SHA_forsida_top

Skiltamálun í Friðarhúsi

Skiltamálun í Friðarhúsi

Það er markmið margra í lífinu að skrá hitt og þetta á spjöld sögunnar. Á …

SHA_forsida_top

Skiltamálun í Friðarhúsi

Skiltamálun í Friðarhúsi

Herstöðvaandstæðingar taka til í skiltageymslunni, mála ný kröfuspjöld en endurnýja önnur. Hefst kl. 20 og …

SHA_forsida_top

Elsta íslenska friðarhreyfingin

Elsta íslenska friðarhreyfingin

Það er fátítt að íslensk félagasamtök geti talið starfstíma sinn í áratugum, einkum þegar um …

SHA_forsida_top

Spurningakeppni friðarsinnans

Spurningakeppni friðarsinnans

SHA kynnir til sögunnar nýjung í félagsstarfi sínu. Spurningakeppni á laugardagseftirmiðdegi, þar sem gestir og …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarkvöldverður Friðarhúss

Fjáröflunarkvöldverður Friðarhúss

Í hverjum mánuði er efnt til fjáröflunarmálsverðar í Friðarhúsi til að standa undir rekstri og …