BREYTA

Marsmálsverður Friðarhúss

Félagar í MFÍK munu sjá um matseldina í næsta fjáröflunarmálsverði Friðarhúss föstudaginn 27. mars n.k. að alkunnri snilld. Matseðillinn verður sem hér segir: * Chili con carne * Chili sin carne, fyrir grænmetisætur * Salat og brauð * Kaffi og eftirréttur að hætti Sigrúnar Gunnlaugsdóttur Að borðhaldi loknu mun Kristín Ómarsdóttir lesa úr glænýrri skáldsögu sinni, Flækingnum. Sagan segir frá utangarðsfólki í Reykjavík og hefur fengið frábæra dóma. Sest verður að snæðingi kl. 19. Verð kr. 2.000. Allir velkomnir.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …