BREYTA

Matur - ekki sprengjur! Kynningarfundur í Friðarhúsi.

Keith McHenry, stofnandi samtakanna Food Not Bombs, heldur fund í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, sunnudaginn 10. janúar kl. 20:00. En um þessar mundir eru 30 ár liðin frá stofnun samtakanna. Í fréttatilkynningu frá Íslandsdeild Food Not Bombs segir: Food Not Bombs er alþjóðleg hreyfing sem á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna árið 1980. Venjulegt fólk var orðið þreytt á því að horfa upp á ríkisstjórnina eyða gríðarlegum fjármunum í stríðsrekstur á ári hverju á meðan mikill fjöldi fólks býr á götunni og hefur ekki efni á mat. Í stað þess að bíða lengur eftir aðgerðum stjórnvalda tók fólk málin í sínar hendur og byrjaði að gefa þeim mat sem þurftu og vildu. Á þessum þrjátíu árum hefur Food Not Bombs hugmyndin ferðast um allan heiminn og nú starfrækja meira en 1000 hópar verkefnið. FNB eru ekki samtök með meðlimaskrá og ekki þarf að skrá sig neins staðar eða biðja um leyfi til að setja verkefnið af stað. Svo lengi sem hugmynda- og aðferðafræði FNB nær til fólks, getur það sett verkefnið af stað. Hér á landi hefur FNB átt sér stað á Lækjartorgi á hverjum laugardegi í tæp tvö ár; frá því í apríl 2008. Þó FNB snúist að miklu leyti um mat - ójafnan aðgang fólks að mat, framleiðslu hans, sölu, sóun, lífsréttindi dýra og þar fram eftir götunum - hefur hugmyndafræði verkefnisins stækkað og snýst langt því frá um eitt málefni. Food Not Bombs gæti allt eins heitið Homes Not Jails, Society Not State, System Change Not Climate Change, og svo framvegis. Food Not Bombs er ekki góðgerðasamtök og er ekki barátta fyrir umbótum heldur fyrir algjörri byltingu; fyrir samfélagi þar sem þarfir fólks vega þyngra en græðgi og ríkidæmi; fyrir heilbrigðu samfélagi. Keith McHenry er einn af þeim sem stofnaði Food Not Bombs í Bandaríkjunum fyrir þrjátíu árum. Keith eyddi tveimur árum í fangelsi og var hótað lífstíðarfangelsi í Kaliforníu fyrir þátttöku sína í verkefninu. Amnesty International skilgreindi hann og alla þátttakendur FNB sem samviskufanga ef þeir hlytu fangelsisdóma. Keith er nú á ferðalagi um heiminn þar sem hann segir sögu verkefnisins auk þess að taka þátt í FNB á þeim stað sem hann er hverju sinni. Sunnudaginn 10 janúar nk. verður Keith með fyrirlestur í Friðarhúsi Samtaka Hernaðarandstæðinga, Njálsgötu 87 kl. 20:00. Auk fyrirlestursins verður sýnd 15 mínútna mynd um FNB í Afríku.

Færslur

SHA_forsida_top

Pöbb kviss Nató-andstæðingsins, 30. mars

Pöbb kviss Nató-andstæðingsins, 30. mars

Miðvikudagskvöldið 30. mars n.k. minnast hernaðarandstæðingar þess að Ísland gekk í Nató á þeim degi …

SHA_forsida_top

Enginn er eyland - ráðstefna á Akureyri

Enginn er eyland - ráðstefna á Akureyri

Samtök hernaðarandstæðinga áttu fulltrúa á ráðstefnu Háskólans á Akureyri og utanríkisráðuneytisins um alþjóðamál um liðna …

SHA_forsida_top

Málsverður & Bjartmar á föstudaginn langa

Málsverður & Bjartmar á föstudaginn langa

Samtök hernaðarandstæðinga láta ekki deigan síga þótt föstudaginn langa beri upp á síðasta föstudag mánaðarins. …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA

Landsfundur SHA

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga fór fram í dag. Fundurinn var afar líflegur og samþykkti fundurinn m.a. …

SHA_forsida_top

Aðalfundir á döfinni

Aðalfundir á döfinni

Aðalfundaglaðir friðarsinnar geta glaðst því tveir slíkir fundir eru framundan. Sunnudaginn 6. mars kl. 14 …

SHA_forsida_top

Herferðin gegn Líbíu – nýju aðferðirnar prófaðar

Herferðin gegn Líbíu – nýju aðferðirnar prófaðar

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um stríðið í Líbíu. …

SHA_forsida_top

Veitum friðarsinnum hæli - ályktun miðnefndar

Veitum friðarsinnum hæli - ályktun miðnefndar

Vegna fregna af mögulegri brottvísun hælisleitenda sem flúið hafa land sitt eftir að hafa neitað …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður föstudaginn 26. febrúar. Kokkar eru Lára Jóna, Þorvaldur og Alvin - sem …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður janúarmánaðar

Fjáröflunarmálsverður janúarmánaðar

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins 2016 verður í Friðarhúsi föstudagskvöldið 29. janúar n.k. Kokkarnir kvöldsins verða sómaparið …

SHA_forsida_top

Fyrsta stríðið?

Fyrsta stríðið?

Fornleifafræðingar í Kenýa hafa fundið á 10 þúsund ára gröf með líkum manna sem bera …

SHA_forsida_top

Rússum refsað. Hæfur dómari? Réttmæt refsing?

Rússum refsað. Hæfur dómari? Réttmæt refsing?

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um „stríðið gegn hryðjuverkum“. …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA tekur Illuga opnum örmum

Miðnefnd SHA tekur Illuga opnum örmum

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi miðnefndar Samtaka hernaðarandstæðinga í kvöld. Samtök hernaðarandstæðinga fagna …

SHA_forsida_top

Vestrið og gerfistríðið við ISIS

Vestrið og gerfistríðið við ISIS

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um „stríðið gegn hryðjuverkum“. …

SHA_forsida_top

Friðargönguræða - Ísafirði

Friðargönguræða - Ísafirði

Ég tel mig vita að það sé hefð fyrir því í friðargöngu að rifja upp …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981. Gengið …